Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 4
4 14. júní 2010 MÁNUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 11.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,9453 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,26 129,88 189,17 190,09 156,65 157,53 21,055 21,179 19,944 20,062 16,350 16,446 1,4095 1,4177 188,87 189,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR létt&laggott er komið í nýjan búning E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 5 3 1 MENNTAMÁL 1.780 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands á laugardag. Aldrei hafa fleiri kandídatar verið brautskráðir frá HÍ. Í ræðu sinni var Kristínu Ingólfs dóttur rektor tíðrætt um mikilvægi menntunar. „Við verðum að mennta okkur út úr kreppunni,“ sagði hún. „Við verð- um með sama hætti og aðrar þjóðir að forgangsraða og setja menntun, vísindi og nýsköpun í algeran forgang.“ Þá greindi hún frá stofnun Mannerfðafræðistofnunar Íslands, sem Háskóli Íslands setti á laggirnar í gær í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og Landspítalann háskólasjúkra- hús. Stofnunin stefnir að því að verða leiðandi á heimsvísu á sviði mannerfðafræði. - bs Tæplega 1.800 brautskráðir: Metfjöldi braut- skráðist frá HÍ DÝRALÍF Tæplega þrjátíu prósenta fjölgun varð í rjúpnastofninum á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum samkvæmt rjúpna- talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands í vor. Fækkun varð hins vegar í stofninum á Suður-, Suð- vestur og Vesturlandi. Þetta er þriðja árið í röð sem fjölgun verður í rjúpnastofnin- um á Norður- og Austurlandi og annað árið í röð á Vesturlandi. Fækkunin á í hinum landshlut- unum nemur að meðaltali um 39 prósentum milli áranna 2009 til 2010. Mat á veiðiþoli rjúpna- stofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum og veiði 2009, að því er segir á vef Náttúrufræði- stofnunar. - kh Rjúpnatalning á landinu: Fjölgun orðið þrjú ár í röð Í frétt um útför Herra Pétur Sigurgeirs- son biskup á laugardag var séra Örn Bárður Jónsson ranglega sagður vera Kristinsson. LEIÐRÉTT MENNING Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari hafnaði í fjórða sæti í alþjóðlegu Carl Nielsen-tónlist- arkeppninni í síðustu viku. Keppnin er ein sú stærsta sinn- ar tegundar í heiminum en hún er haldin í Óðinsvéum í Danmörku. Rúmlega 170 flautuleikarar sóttu um þátttöku í keppninni en einungis fjórir kom- ust í úrslit. Melkorka er aðeins annar Íslendingurinn sem komist hefur í úrslit þessarar keppni. Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, keppti í úrslitum árið 1988 og lenti í fimmta sæti. - mþl Íslenskur flautuleikari: Fjórða sætið í tónlistarkeppni VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 21° 20° 18° 21° 21° 18° 18° 21° 20° 25° 31° 36° 16° 19° 19° 16° Á MORGUN 5-10 m/s. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur á Vestfjörð- um, annars hægari. 12 12 12 12 13 16 17 11 17 10 11 11 12 8 6 4 5 4 4 4 13 8 18 16 16 11 12 16 20 18 13 12 KÆRKOMIN RIGNING Upp úr hádegi fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið en á norðaustur- horninu verður áfram sól og blíða og allt að 20°C. Skýjað og úrkomu- lítið á morgun og léttir síðan víðast hvar til á miðviku- dag. Áfram milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR FÉLAGSMÁL Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæsta- réttar, frá árinu 2004, um launa- skuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópu- sambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blað- bera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til hér- aðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launa- skuldbindingar. Eftirlitsstofn- un EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskip- un Evrópusam- bandsins frá 2001, en þar er réttur launa- fólks tryggð- ur í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófess- or í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda laun- þegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greidd- ar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofn- unarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is Hæstiréttur dæmdi rangt í launamálum Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út álit þar sem dómur Hæstaréttar frá 2004 í launamálum blaðamanna Fréttablaðsins er sagður stangast á við Evróputilskip- un. Álitið gæti skapað skaðabótaskyldu og kallar á lagabreytingar hérlendis. RITSTJÓRN Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins er ekki hægt að skilja gamlar launaskuldbindingar eftir á gamalli kennitölu, þegar nýtt fyrirtæki er stofnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STEFÁN MÁR STEFÁNSSON FRÁ ÚTSKRIFTINNI Metfjöldi brautskráð- ist frá Háskóla Íslands á laugardag. Ranglega var farið með nafn kærasta Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur söng- konu í blaðinu á laugardag. Hann heitir Davíð Sigurgeirsson og er gítar- leikari í hljómsveitinni Perlunni. PAKISTAN, AP Pakistanska leyniþjónustan er enn að fjármagna og þjálfa talibana í Afganistan og á jafnvel fulltrúa í leiðtoga- ráði hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt nýrri skýrslu á vegum London School of Economics. Úrslit stríðsins í Afganistan eru að miklu leyti undir stuðningi Pakistans við Banda- ríkin komin en skýrslan gæti sett strik í reikninginn í samskiptum landanna. Höfundur skýrslunnar heitir Matt Wald- man en hann ræddi meðal annars við við hátt setta talibana, bandaríska embættis- menn og fleiri. Athar Abbas, hershöfðingi og talsmaður pakistanska hersins, sem pakistanska leyni- þjónustan heyrir til, hafnar því sem fram kemur í skýrslunni. Hann bendir á að marg- ir hermenn á vegum leyniþjónustunnar hafi fallið eða særst í átökum við talibana. Sér- fræðingar benda hins vegar á að pakist- anska leyniþjónustan hafi fyrst og fremst barist við talibana heimafyrir en ekki í Afganistan. Herinn hefur til dæmis ekki orðið við beiðni Bandaríkjamanna um að láta til skarar skríða á svæðum sem vitað er að afganskir talibanar leita sér skjóls. Ýmsir telja að pakistönsk stjórnvöld líti á afganska talibana sem lykilsamstarfsmenn eftir að NATO-herinn dragi sig í hlé og muni draga úr áhrifum Indverja í landinu. - bs Ný skýrsla frá London School of Economics segir talibana fá aðstoð frá pakistönsku leyniþjónustunni: Skýrslan gæti ráðið úrslitum í Afganistan FRÁ AFGANISTAN Talsmaður pakistanska hersins vísar ávirðingum um að leyniþjónusta landsins þjálfi talibana í Afganistan á bug. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.