Fréttablaðið - 14.06.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 14.06.2010, Síða 6
6 14. júní 2010 MÁNUDAGUR Kanilsnúðar Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn FR YS TI VA RA AKUREYRI Áætlað er að rekstrar- kostnaður Hofs, nýs menningar- húss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæj- arfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhags- legur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 pró- sent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrú- inn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verk- efni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlif- andi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrar- stofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri, tekur undir að það verði erf- itt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veit- ir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignar- félag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is Rekstur Hofs kostar 400 milljónir á ári Árlegur rekstrarkostnaður menningarhússins Hofs á Akureyri stefnir í tæpar 400 milljónir. Núverandi kostnaðaráætlun heildarframkvæmda hússins er 4 milljarðar króna og er komin 1,5 milljörðum fram úr upphaflegri áætlun. MENNINGARHÚS Á eftir að verða Akureyrarbæ þungur baggi, að mati bæjarfulltrúa. FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNA Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið verkefna- og framkvæmdastjóri menningarhússins síðan í febrúar 2008, en þá var áætlað að opna húsið vorið 2009. Hún var upprunalega ráðin af Akureyrarbæ sem verkefna- stjóri til hálfs árs og fól starf hennar meðal annars í sér endurgerð á eldri viðskiptaáætlunum fyrir húsið og áætlun um markaðssetningu. Í október 2008 var hún svo valin úr hópi 34 umsækjenda um starf fram- kvæmdastjóra af Menningarfélaginu Hofi. Hún hefur því verið starfandi verkefna- eða framkvæmdastjóri í rúm tvö ár við starfsemi sem hefur ítrekað verið frestað. Á launum þrátt fyrir frestun opnunar INGIBJÖRG ÖSP STEFÁNSDÓTTIR BANDARÍKIN Að minnsta kosti átján eru látnir eftir að flóðbylgja úr ánni Litlu Missouri flæddi yfir tjaldsvæði í Arkansas í Bandaríkj- unum á föstudag. Þriggja er sakn- að en talið er að allt að 20 aðrir hafi verið á tjaldsvæðinu eða í grennd við það. Gríðarmikið regn á föstudags- kvöld olli því að áin flæddi yfir bakka sína með þeim afleiðingum að flóðbylgja fór yfir tjaldsvæðið. Gestir voru flestir sofandi þegar flóðbylgjan skall á svæðinu. Sex börn voru meðal hinna látnu. - mþl Flóð í Bandaríkjunum: Átján látnir í Arkansas Auglýsingasími Allt sem þú þarft… HEILSA Búist er við að fyrsta lyfið í töfluformi við MS-sjúkdómnum komi senn á markað. Ráð- gjafanefnd bandaríska lyfjaeftirlitsins hefur lagt blessun sína yfir lyfið en það er undir lyfja- eftirlitinu sjálfu að ákveða hvort lyfið verði sett á markað. Fyrirtækið Novartis framleiðir töfluna sem fer á markað undir nafninu Gilenia. Ráðgjafanefndin hafði fyrirvara á samþykki sínu vegna ýmissa aukaverkana, til dæmis skerta lungnastarfsemi og hjartavandræða. Nefndin taldi hins vega kosti lyfsins meiri en ókostina en því er ætlað að hægja á sjúkdómnum og einkennum hans. Hefð er fyrir því að bandaríska lyfjaeftirlitið fari að ráðum ráðgjafanefndarinnar en búist er við úrskurði í september. - bs Bandaríska lyfjaeftirlitið með nýtt lyf við MS-sjúkdómnum á sínu borði: Fyrsta MS-lyfið í töfluformi Er eðlilegt að prestar þjóð- kirkjunnar geti neitað að gefa samkynhneigð pör saman? Já 51,9% Nei 48,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ferðu í sund oft í viku? Segðu skoðun þína á Vísi BELGÍA, AP Flest bendir til þess að Nýja flæmska fylkingin verði stærsti flokkurinn á belgíska þing- inu. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn um 20 prósent atkvæða og 30 þingmenn. Næststærsti flokkurinn er Sósíalistaflokkur- inn sem fær 26 sæti. 150 sæti eru á belgíska þinginu. Líklegt er að fjóra flokka þurfi til að mynda meirihlutastjórn í landinu. Boðað var til kosninga ári fyrr en áætlað var eftir að ríkisstjórn Yves Letermes féll í lok apríl. Tæpt ár tók að mynda þá ríkisstjórn. Nýja flæmska fylkingin var stofnuð fyrir sjö árum. Hún vill stofna sjálfstætt ríki Flæmingja og slíta tengslin við hina frönsku- mælandi Vallóníu. Belgía er að miklu leyti skipt eftir frönsku- og flæmskumælandi hlutum sínum nú þegar. Jafnvel samtökum eins og Rauði krossinn og Amnesty er skipt eftir Flæmingjalandi og Vallóníu. Belgíska ríkið er skuldum vafið og hefur ríkissjóður verið rekinn með miklum halla auk þess sem atvinnuleysi hefur aukist mikið. Mun meiri fátækt er í frönsku- mælandi hluta landsins, og reiðir hann sig að miklu leyti á fjármagn frá Flæmingjalandi. - þeb Nýja flæmska fylkingin verður stærsti flokkurinn á belgíska þinginu: Aðskilnaðarflokkur sigrar BART DE WEVER Formaður Nýju flæmsku fylkingarinnar hefur talað mikið um aðskilnað Flæmingjalands og Vallóníu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.