Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 8
8 14. júní 2010 MÁNUDAGUR 15,9% Kynntu þér skuldabréfasjóð Byrs á byr.is, hafðu samband í síma 575 4000 eða komdu við í næsta útibúi. Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin. BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is Hæsta 12 mánaða ávöxtun verðbréfasjóða sem fjárfesta eingöngu í ríkisskuldabréfum* *Heimild: www.sjodir.is Sjóðurinn er starfræktur í samræmi við lög nr. 30/2003 og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Fjárfestingu í sjóðum fylgir alltaf áhætta þar sem gengi þeirra getur bæði lækkað og hækkað. Ávöxtun í fortíð endurspeglar ekki framtíðarávöxtun, heldur er hún einungis vísbending. Nánari upplýsingar má finna í útboðslýsingum og útdráttum úr þeim á heimasíðu Rekstrarfélagsins, rfb.is og á heimasíðu Byrs, byr.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim. Ekki er tekin ábyrgð á villum sem geta komið fram t.d. prentvillum í upplýsingaveitum, þó ávallt sé unnið að því að lágmarka möguleika á slíku. SKULDABRÉFASJÓÐUR BYRS D Y N A M O R E Y K JA V ÍK UMHVERFISMÁL Náttúrustofa Vestur- lands og Háskólasetur Snæfells- ness standa fyrir fjölbreyttum náttúrurannsóknum á Vestur- landi í sumar. Alls koma rúmlega tuttugu sérfræðingar og áhuga- menn að starfseminni. Á Náttúrustofunni eru fjórir fastráðnir starfsmenn í fullu starfi, sem meðal annars sinna rannsóknum á spendýrum, fugl- um og plöntum og vinna að umhverfis málum, auk þess sem danskur sérfræðingur Norrænu eldfjallastöðvarinnar hefur þar starfsaðstöðu. Þrír verkefnaráðnir starfmenn vinna að afmörkuðum verkefnum um mink, glókoll og tófu í sumar auk doktorsnema á styrk frá Rannís vegna minkarannsókna. Á Háskólasetri Snæfellsness eru tveir fastráðnir starfsmenn. Í sumar fjölgar verulega þegar tveir doktorsnemar koma til rann- sókna á kríu og æðarfugli ásamt sjálfboðaliðum á þeirra vegum. Þá dvelja á setrinu bandarískur sérfræðingur í veirusjúkdómum í fuglum og kanadískur sjófugla- sérfræðingur. Þrír sumarstarfsmenn verða við Háskólasetrið; tveir líffræðinem- ar úr Stykkishólmi vinna verkefni um lunda og kríu. Annar kannar veiðiaðferðir á marhnút, marflóm, sprettfiski og kræklingi, með það að markmiði að geta vaktað þessar tegundir í framtíðinni. - shá Kraftur í rannsóknum hjá Náttúrustofu Vesturlands: Á þriðja tug skoðar lífríkið á Vesturlandi BANDARÍKIN, AP Nú er talið að allt frá einni milljón tunna og upp í 2,4 milljónir tunna af olíu hafi lekið út í Mexíkóflóa frá því sprenging varð í borpallinum Deepwater Hor- izon þann 20. apríl síðastliðinn. Til samanburðar má nefna að þá tíu mánuði sem olía lak út í Mex- íkóflóa í versta olíuslysi sögunnar til þessa árið 1979 streymdu alls um þrjár milljónir tunna út í hafið, en lekinn í ár hefur aðeins staðið í tvo mánuði. Eftir því sem vísindamenn skoða lekann betur versnar mat þeirra á ástandinu. Svo virðist sem allt að 500 þúsund tunnur af olíu hafi lekið út í hafið á degi hverjum, en þetta er tvöfalt meira magn en versta mat manna hingað til hafði miðast við. Þegar olíuskipið Exxon Valdes strandaði við Alaska árið 1989 bár- ust „aðeins“ 261 þúsund tunnur út í hafið, eða álíka magn og nú hefur borist út í hafið á hverju fimm til þrettán daga tímabili. Þessar nýju tölur eiga ekki við um það magn sem borist hefur út í hafið síðan starfsmönnum BP tókst að setja eins konar tappa á olíubrunninn og dæla þaðan hluta olíunnar upp á yfirborð sjávar. - gb Olíulekinn í Mexíkóflóa reynist hafa verið meiri en áður var talið: Milljónir tunna borist í hafið FJARAN HREINSUÐ Verkamenn tína upp olíuklepra. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Riffill sprakk framan í skot- mann á æfingasvæði Skotfélags Keflavíkur og nágrennis á laugardag. Var hann fluttur með sjúkra- bifreið á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja og síðan áfram á Land- spítalann í Reykjavík. Skotmaðurinn fékk skurð fyrir ofan augað en augun sluppu. Ekki er búist við öðru en að hann nái sér að fullu, sagði Árni Pálsson, gjaldkeri í stjórn Skot- félags Keflavíkur og nágrennis, í samtali við Fréttablaðið. - mþl Slys í Reykjanesbæ: Riffill sprakk í andlit manns 1. Hver er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur? 2. Hvar var Páll S. Brynjarsson endurráðinn sveitarstjóri í vikunni? 3. Hver skoraði opnunarmark HM í Suður-Afríku? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 LÖGREGLUMÁL Tveir lögreglumenn á mótorhjólum veittu ökumanni eftirför á Reykjanesbrautinni á föstudag. Lögreglumennirnir ákváðu að skoða bílinn nánar þar sem þeir komu auga á hann í Hafnarfirði en eigandi bílsins hafði nýlega verið sviptur ökuleyfi. Þegar ökumaðurinn. sem hafði feng- ið bílinn lánaðan, varð þess var gaf hann í og úr varð eftirför á 200 kílómetra hraða. Lauk eftirförinni þegar vél bílsins bræddi úr sér við Voga- afleggjara Reykjanesbrautarinn- ar. Mikil hætta skapaðist við eft- irförina en umferð var töluverð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og sviptur ökuleyfi. Hann er grun- aður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. - mþl Eftirför á 200 km hraða: Bræddi úr sér á Reykjanesbraut KIRGISISTAN, AP Um 100 manns hafa látið lífið og að minnsta kosti þúsund hafa særst í átökum í Kirgisistan undanfarna daga. Þá hafa um 75 þúsund Úsbeka þurft að flýja yfir landamærin til Úsbekist- an, mest eldra fólk, konur og börn. Átökin, sem hófust á fimmtudag, voru upphaflega tilraun til að grafa undan bráðabirgðastjórn landsins. Stjórnin hefur setið við völd síðan Kurmanbek Bakiyev, forseti lands- ins, var gerður útlægur í apríl. Úsbekar, sem eru minnihlutahópur í landinu, hafa stutt bráðabirgða- stjórnina en margir Kirgisar í suð- urhluta landsins hafa stutt forset- ann útlæga. Stjórnin hefur sakað forsetann um að standa að baki óeirðunum, en hann hefur neitað því. Átökin hafa verið mest í borg- inni Osh og nálægum þorpum, en dreifðust til borgarinnar Jalal- Abad í gær. Sjónarvottar segja vopnaða hópa Kirgisa fara um í Osh og skjóta á Úsbeka af handa- hófi. Þá hefur stór hluti borgar- innar verið lagður í rúst í elds- voðum. Kveikt hefur verið í heilu þorpunum í nágrenni borgarinnar. Þá hefur hópur Úsbeka eyðilagt fjölda bíla og tekið fjölmarga Kirgisa í gíslingu, auk þess sem lögreglustjóri var drepinn í einu þorpinu. Stjórnvöld hafa gefið öryggissveitum leyfi til að skjóta á vopnuðu hópana. Sameinuðu þjóðirnar auk Banda- ríkjamanna og Rússa hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástands- ins í landinu. Bæði Bandaríkja- menn og Rússar hafa herstöðvar í norðurhluta landsins en hafa ekki skipt sér af átökunum. Rússar hafa neitað beiðnum stjórnarinnar um aðstoð en sendu í gær liðsauka til þess að verja her- stöð sína. Bandaríkjamenn hafa ekki verið beðnir um aðstoð vegna óeirðanna en hafa hjálpað til við að koma matvælum til flóttamanna. thorunn@frettabladid.is Tugþúsundir flýja átök í Kirgisistan Yfir hundrað eru látnir í verstu þjóðernisátökum í Kirgisistan í tuttugu ár. Minnst 75 þúsund Úsbekar hafa þurft að flýja til Úsbekistans. VIÐ LANDAMÆRIN Úsbeskar konur og börn við landamæri Kirgisistans og Úsbekist- ans. 75 þúsund Úsbekar hafa flúið yfir til Úsbekistans og þar hafa verið settar upp tímabundnar flóttamannabúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 5,5 milljónir manna búa í Kirgis- istan, sem var hluti af Sovétríkj- unum. Um 70 prósent þeirra eru Kirgisar, en Úsbekar eru um 15 prósent. Kirgisistan á landamæri að Úsbekistan. Nánast allir Úsbekarnir í Kirgis- istan eru í suðurhluta landsins og þar hefur verið spenna milli þjóðarbrotanna lengi. Fyrir tuttugu árum létu hundruð manna lífið í blóðugum átökum milli Kirgisa og Úsbeka í borginni Osh. Spenna milli þjóðarbrota VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.