Fréttablaðið - 14.06.2010, Page 10

Fréttablaðið - 14.06.2010, Page 10
10 14. júní 2010 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUR Strætó bs. stefnir á að bjóða farþegum sínum upp á að borga fyrir farið með almennum greiðslukortum í vetur, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við höfum unnið að því að leysa þetta verkefni tæknilega og vonum að þetta náist fyrir þann tíma,“ segir framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson. Spurður hvort kerfið byggist að einhverju leyti á Smartkorta- kerfinu, sem Strætó vann að í nokkur ár og kostaði fyrirtæk- ið um 250 milljónir króna, segir Reynir að svo sé ekki. Smart-kerf- ið hafi verið lagt af 2007. Sá búnað- ur sé að miklu leyti úreltur og erf- itt að fá varahluti í hann. Því hafi verið hugsað til næstu kynslóðar af tölvubúnaði. Hann sé að auki mun einfaldari í notkun. „Þetta er eins og posi fyrir debet- og kreditkort, en án upphringingar á staðnum,“ segir hann. Reynir rifjar upp að kvartað hafi verið undan því að vagnarnir gefi ekki til baka. „En Íslendingar nota helst ekki reiðufé. Þetta er korta- land og við höfum metið það svo að kæmum til móts við miklu stærri hóp með því að einblína á að taka við kortum.“ Sem stendur taka vagns- tjórar einungis við miðum og tímabilskortum, svo sem Græna kortinu, eða reiðufé. Þá er hægt að kaupa miðaspjöld af vagnstjóra fyrir reiðufé. Síðustu áramót bætt- ist svo við vefþjónusta, þar sem hægt er að kaupa miða og fá senda heim. Farmiða má einnig kaupa á sumum skiptistöðvum Strætós. En í miðbæ Reykjavíkur er hvergi hægt að fá miða nema á Hlemmi. Spurður hvers vegna ekki sé hægt að kaupa miða í almennum söluturnum eins og víðast erlend- is, segir Reynir að heilt yfir greiði farþegar ekki nema 20 prósent af rekstrarkostnaðinum. Afganginn niðurgreiði sveitarfélögin. „Þannig að við höfum ekki svigrúm til að greiða mikla söluþóknun,“ segir hann. Söluturnar sjái sér því ekki hag í að selja miðana lengur. Þegar við bætist að flestir noti greiðslu- kort, þannig að söluturnar þurfi í raun að lána viðskiptavinum mið- ana, hafið það enn dregið úr vilja þeirra til að selja þá. „Jafnvel Ráðhús Reykjavíkur, stærsti eigandi Strætós, er hætt að selja miðana í smásölu vegna þessa,“ segir Reynir. klemens@frettabladid.is Loks hægt að nota greiðslukort í strætó Framkvæmdastjóri Strætós segir að stefnt sé að því í vetur að farþegar geti borgað fyrir stakar ferðir með greiðslukorti. Smart-kerfið verði ekki notað. „Þetta er kortaland,“ segir hann. Enginn vilji selja farmiðana í lausasölu lengur. Staðgreiðsluverð kr. 26.250* Ástæðan er einangrun á hraðastýringu og stór poki sem getur tekið á móti óvenju miklu magni af örsmáum ögnum eins og t.d. ösku. Einnig er hægt að fá ofnæmissíu í vélina. Parketbursti að andvirði kr. 9.320 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Öskudagar í Eirvík Þú sparar kr. 15.882 Fullt verð kr. 32.812 *Gildir á meðan birgðir endast. Nýja S2120 ryksugan frá Miele hentar betur í öskuna en flestar aðrar ryksugur Passat EcoFuel® er eitt best geymda leyndarmálið í íslenskri umferð. Grænn og vænn lúxusbíll sem gengur fyrir íslensku metaneldsneyti. Eldsneytiskostnaðurinn er því nær helmingi minni en hjá sambærilegri bensínbifreið. Auk þess leggur hann frítt í stæði í Reykjavík, 90 mín. í senn – og losar aðeins um 119 CO2 g/km. Íslenskt metan er unnið úr lífrænum efnum, því verður engin aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu við bruna þess. Das Auto. Sparar allt nema gæðin Passat EcoFuel® kostar aðeins frá 3.890.000 kr. METAN er innlendur orkugjafi METAN er helmingi ódýrara en bensín Sparaðu allt að 50% af árlegum eldsneytiskostnað i. REYNIR JÓNSSON Framkvæmdastjóri Strætós segir að farmiðarnir séu svo mikið niðurgreiddir að ekki sé hægt að veita söluturnum nægilegan afslátt til að þeir sjái sér hag í að selja þá. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.