Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. júní 2010 Sniðið að þörfum smærri fyrirtækja Fjölmörg lítil og meðalstór fyrirtæki treysta Vodafone fyrir sínum fjarskiptamálum. Þau sjá hag í að flytja sín viðskipti til okkar, fá lausnir sniðnar að sínum þörfum og hagræða þannig í rekstri. Við vitum að þarfir viðskiptavina okkar eru misjafnar og við leggjum metnað okkar í að koma til móts við þær. Hafðu samband við söluráðgjafa í síma 599 9500 og við finnum leið sem hentar þínu fyrirtæki. Vodafone Firma PÚTÍN MÁLAÐUR Rússneskur listamað- ur leggur síðustu hönd á litla styttu af forsætisráðherra landsins. NORDICPHOTOS/AFP DÝRALÍF Hestapestin sem hefur lagst á hross um land allt, virðist ekki vera eins alvarleg í Vestmannaeyjum. Talið er að það sé fyrst og fremst vegna einangrunar innar sem hrossin njóta í eyjunum. Einkenni hestapestarinnar eru slappleiki og nefrennsli, hósti og hiti. Hafa þessi einkenni verið mun vægari hjá hrossum í Eyjum en í hrossum uppi á landi. Ekki hefur verið útilokað að smit geti borist í menn, en ekki er enn vitað um slík tilfelli. - sv Hestapestin um allt land: Ekki eins skæð úti í Eyjum MANDELA OG ZENANI Sú litla fórst í bílslysi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SUÐUR-AFRÍKA, AP Nelson Mand- ela, frelsishetja úr baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu Suður- Afríku og fyrrverandi forseti landsins, missti barnabarna- barn sitt í bílslysi á fimmtu- dagskvöld. Hin þrettán ára gamla Zenani lést á heimleið eftir að hafa verið á opnunartónleikum heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Jóhannesarborg. Mandela, sem er 91 árs, sá sér því ekki fært að mæta á opnun- arleik keppninnar á föstudag. Lögreglan í Jóhannesarborg segir ökumann bílsins, sem Zen- ani var í, hafa verið ölvaðan. - gb Komst ekki á leikinn: Mandela missti barnabarna- barn í bílslysi WASHINGTON, AP Smásala í Banda- ríkjunum dróst saman um 1,2 prósent í maí, en það er mesti samdráttur í átta mánuði. Sér- fræðingar vestra óttast að þetta dragi úr væntingum hagfræðinga um efnahagsbata. Viðskiptaráð Bandaríkjanna gaf út skýrslu með þessum tölum fyrir helgi. Athygli vekur að ef þrír veigamestu þættirnir eru skildir frá, bílar, byggingarefni og bensín, jókst smásalan um 0,1 prósent í maí. Tölurnar gætu orðið til þess að hægar dragi úr atvinnuleysi en ella, þar sem trú á batahorfum minnki. Atvinnuleysi er nú 9,7 prósent í Bandaríkjunum og ekki er búist við að það lækki umtals- vert á næstu mánuðum. - kóp Bandaríkjamenn eyða minna: Smásala dregst saman um 1,2% VERSLUN Samdráttur í smásölu gæti orðið til þess að hægar dregur úr atvinnuleysi en ella. VÍSINDI Vísindamenn í Bandaríkjun- um hafa nú staðfest það, sem marg- ir þóttust vita, að hákarlar beita lyktarskyni þegar þeir elta uppi bráð sína í hafinu. Í ljós kom að hákarlar hafa afar næmt lyktarskyn sem gerir þeim kleift að finna til hvorrar nasar lykt af bráð berst fyrr, og synda þá snar- lega í þá átt. Tímamunurinn þarf ekki að vera nema hálf sekúnda til þess að þeir geti greint muninn. Þannig geta hákarlar auðveldlega fylgt eftir bráð sinni þótt hún reyni að hrista þá af sér. Áður var talið að hákarlar gætu greint mismunandi magn lyktar- sameinda í hvorri nös, en sú kenn- ing stenst ekki þessar rannsóknir, sem Jayne Gardiner, annar vís- indamannanna sem birtu grein um rannsóknir sínar í tímaritinu Current Biology. Rannsóknirnar fóru þannig fram að á hákarla var settur höfuð- búnaður sem dældi lyktarefni í nasir hákarlsins. Prófað var að hafa tímamuninn misjafnan, en síðan var fylgst grannt með hegðun hákarlanna. - gb Vísindamenn staðfesta og útskýra hvernig hákarlar beita þefskyni sínu: Hákarlar þefa uppi bráð sína HÁKARL Þessi er reyndar svo heppinn að fá matinn beint úr hendi kafara, en oftar þurfa hákarlar að hafa meira fyrir fæðunni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.