Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 14
14 14. júní 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ að er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborg- arinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður. Gleðin yfir fegurð þessa nýbúa í flóru Íslands er samt engan veginn fölskvalaus. Umhverfisráðherrann, með fulltingi Land- græðslunnar og Umhverfisstofnunar, hefur skorið upp herör gegn lúpínunni. Tilkynnt hefur verið að hún sé „ágeng tegund“ og nú skuli barizt gegn henni með öllum tiltækum ráðum, slætti, sauðfjárbeit og eiturhernaði. Síð- astnefnda leiðin mun vera talin árangursríkust. Þegar önnur eins yfirvöld, sérfræðingar og sérlegir vinir náttúrunnar leggja saman fer ekki hjá því að fólk skammist sín ofurlítið fyrir að þykja lúpínan falleg og dæmalaust dugleg að klæða landið, sem misst hafði mikið af gróðurhulu sinni eftir ellefu alda sambúð við manninn og sauðkindina. Þetta hlýtur að vera rétt hjá fólkinu; lúpínan er hættuleg innrásarjurt og mun leggja landið undir sig ef ekkert verður að gert, hafa sjálfsagt margir hugsað. Þá bregður hins vegar svo við að aðrir og ekki síðri sérfræðing- ar og náttúruvinir eru á þveröfugri skoðun. Nú hefur Skógrækt ríkisins sent umhverfisráðherra greinargerð, þar sem lagzt er eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni. Í Fréttablaðinu á laugardag sagði Jón Loftsson skógræktarstjóri: „Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á. [...] Grunnurinn að þessum tillögum er sá að líffræðilegri fjöl- breytni stafi hætta af lúpínunni. Við teljum það alrangt. Við telj- um að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða.” Skógræktarstjórinn bætir því við, að með því að banna lúpínu á hálendinu, þar sem hún nái ekki einu sinni að þroska fræ, sé verið að „koma í veg fyrir að eyðimerkurlandið Ísland breytist í eitthvert frjósamara land“. Sagt sé að lúpínan vaði yfir lyng. „Það má vera. En lyngið, sem er útbreiddasta gróðurtegund í dag, er síðasta stig hnignunar gróðurfars. Þar eru oft komin rotsvæði, sem lúpínan gerir frjósamari en þau voru áður,“ segir Jón Loftsson. Getur verið að útrýmingarherferðin gegn lúpínunni sé vanhugs- uð? Að þar ráði ekki sú hugsun að snúa við gróðureyðingunni á Íslandi og gera það að frjósamara landi, heldur einhvers konar bótanískt útlendingahatur sem Stuðmenn orðuðu einu sinni þannig í smellnum texta: „Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold, á eldgömlu Ísafold.“ Detox Ólafur G. Sæmundsson næringar- fræðingur HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Apótekið Hólagarði, Apótekið Spöng, Apótekið í Hagkaupshúsinu Skeifunni og á Akureyri Lóritín 10 stk. 389 kr. 30 stk. 985 kr. Enn eina ferðina er „eldhuginn“ Jón-ína Benediktsdóttir í kastljósi fjöl- miðla og nú vegna detox meðferðar sinn- ar sem hún rekur á Keflavíkurflugvelli. Ég hef áður gagnrýnt detox meðferðina sem byggir ekki á neinni vísindalegri þekkingu heldur á gervivísindum og kukli. Ég mun ekki fjalla um ristilskol- unarbullið eða þá bitru staðreynd að fólk hafi lent á bráðadeild vegna þess að það hafi hætt á lyfjum, svo sem blóð- þrýstingslyfjum. Heldur vil ég eyða nokkrum orðum á það mataræði sem boðið er upp á í meðferðinni sem er í algjöru ósamræmi við eðlilega og heil- brigða neysluhætti. Í „meðferðinni“ er boðið upp á um 500 hitaeiningar (algeng orkuþörf fólks er 2.000-3.000 hitaeiningar) í formi græn- metis og ávaxta. Sem næringarfræð- ingur og foreldri þykir mér bagalegt að verða vitni að því þegar fólk (ekki síst ungt kvenfólk) sem hefur til að mynda þjáðst af átröskun (svo sem lystar- stoli) dásamar þá meðferð (svo sem á facebook) sem þar fer fram og fær vart haldið vatni yfir því hve sniðugt það er að borða bara grænmeti og ávexti í allt að hálfan mánuð! Og þegar þeim sömu er bent á að það sé engum manni hollt að borða svona lítið er svarað: „Já, en starfsfólk og þar á meðal læknar Detox Jónínu Ben segja að það sé svo hreins- andi og hollt og gott fyrir líkamann.“ Til að sporna gegn átröskun, hvort heldur átröskunin tengist ofneyslu eða vanneyslu, verður eðlileg umræða um mat og mataræði að eiga sér stað þar sem leitast er við að varast boð og bönn. Umfram allt þarf þó að varast svæsnar öfgar líkt og þær sem boðið er upp á í Detox Jónínu Ben eða eins og segir í greinargerð sem landlæknisembættið hefur gefið út varðandi Detox Jónínu Ben að þá er enginn vísindagrunnur „… fyrir því að fasta með 500 kaloríum á dag sé til bóta fyrir heilsufar, heldur þvert á móti. Þegar lítils matar er neytt er ekkert eðlilegra en að blóðsykur og blóðþrýstingur falli. Það eru svo augljós og algild sannindi að óþarfi er að rann- saka það sérstaklega.“ Detox og átröskun Bíllinn seldur Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar að endurskoða bílafríðindi starfsmanna fyrirtækisins. Kaup Orkuveitunnar á sjö milljóna króna lúxusjeppa fyrir fjármálastjóra fyrirtækisins hafa verið gagnrýnd. Nú gerir Hjörleifur ráð fyrir að bíllinn verði seldur; að endurskoðuðu máli telji hann að fjármálastjórinn komist af á ódýrari bíl en Benz-jeppa. Hvaða skilyrði þurfa menn annars að uppfylla til að komast ekki af án dýrra lúxu- sjeppa? Einar kætist Ríkisstjórnin á í vandræðum með sameina ráðuneyti vegna mótstöðu Jóns Bjarnasonar. Það hlakkar í Einari K. Guðfinnssyni, þingmanni Sjálfstæð- isflokksins, yfir þessu. Á heimasíðu sinni telur hann aðeins 29 þingmenn stjórnarliðsins munu styðja málið. „Það verð- ur með öðrum orðum ekki samþykkt,“ skrifar Einar og er skemmt. Fram hefur komið að sameining ráðuneyta myndi spara um 360 milljónir króna. Forgangsröð Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007 var samþykkt ályktun um að brýnt væri að fækka ráðuneytum og „löngu tímabært“ að stofna eitt atvinnu- vegaráðuneyti. Einar K. Guðfinnsson og aðrir sjálfstæðismenn hafa um tvo kosti að velja: a) að hlaupa undir með bagga með ríkisstjórninni í máli sem er í samræmi við stefnu þeirra og myndi spara ríkissjóði fé; eða b) að sitja aðgerðalausir hjá og fylgjast fullir þórðargleði með ódælum stjórnarliðum standa í vegi fyrir framfaramáli. Velji þeir seinni kostinn fær ákall þeirra um niðurskurð og ráðdeild ansi holan hljóm. bergsteinn@frettabladid.is Af hverju vill fólk útrýma fallegri og duglegri jurt sem gerir Ísland frjósamara? Bótanískt útlendingahatur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.