Fréttablaðið - 14.06.2010, Page 16

Fréttablaðið - 14.06.2010, Page 16
16 14. júní 2010 MÁNUDAGUR LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi Súrefni Asetýlen Argon Argonblöndur Köfnunarefni Helíum Kolsýru Glaðloft Drangahraun 1 B, 220 Hafnarfjörður Sími 580 3990, Fax 580 3991 info@strandmollen.is Helíum í 17. júní blöðrurnar fæst hjá Strandmöllen. Helíum er selt á 10, 20 og 50 l kútum og hægt er að leigja áfyllingarstúta á kútana. Sendum um land allt. Strandmöllen hefur meira en 90 ára reynslu af framleiðslu og sölu lofttegunda. Strandmöllen býður allar lofttegundir til málmiðnaðarins, heilbrigðisgeirans og til notkunar á rannsóknarstofum: Helíum í blöðrur A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… Undanfarið hefur hópur presta farið mikinn í hvatningu sinni til kirkjustjórnarinnar og Alþing- is að samþykkja ný hjúskaparlög. Í umræðunni hefur verið gefið í skyn að þeir sem ekki væru sama sinn- is væru kærleikssnauðir, haldnir homofóbíu, andstæðingar mannrétt- inda og talsmenn óréttlætis. Í raun er deiluefnið þó aðeins eitt: skilgreining á hugtakinu hjón, þ.e hvort hugtakið eigi hér eftir sem hingað til að eiga við hjónaband karls og konu eða skuli jafnframt ná yfir samkynja sambúð. Kirkjuþing lagði til með álykt- un 2007 að hefðbundinn skilgrein- ing væri látin halda sér. Lögð skal áhersla á að kirkjustjórnin hefur aldrei lagst gegn því að samkyn- hneigðir, sem eru pör að lögum, nytu sömu borgaralegu réttinda og hjón. Einnig má minna á að þegar árið 1998 var, að frumkvæði biskups, gefið út blessunarform til nota ef samkynhneigð pör í staðfestri sam- búð óskuðu kirkjulegrar blessunar. Þar var íslenska þjóðkirkjan þar í fararbroddi. Þjóðkirkjan samþykkti einnig, fyrst allra kirkna á Norð- urlöndum, að prestar yrðu vígslu- menn að staðfestri samvist. Kirkjan verður því hvorki sökuð um að hafa staðið í vegi fyrir að réttlætis væri gætt, né að hún hafi mismunað fólki eftir kynhneigð. Staðhæfingar um að það feli í sér mismunun, hindri réttlæti og viðhaldi fordómum sé haldið í hefðbundna skilgreiningu á hjónabandinu, byggja því fremur á rökvísi tilfinninganna en rökvísi vitsmunanna. Séra Sigríður Guðmarsdóttir, birti grein í Fréttablaðin 9. júní. Þar sýnir hún makalausa áróðurs- leikfimi til að gera þá tortryggi- lega sem ekki eru sama sinnis og hún. Sr. Sigríður undrast að lúth- erskur biskup (biskup Íslands) skuli í álitsgerð sinni til Alþingis tala um heilagleika hjónabandsins. Telur hún þetta benda til að biskup hafi rómversk kaþólskan skilning á hjónabandinu sem sakramenti, þrátt fyrir að siðbótarmennirnir hefðu hafnað þeim skilningi. Þetta er vægast sagt furðuleg útlegging á orðum biskups. Þegar séra Sig- ríður hlaut vígslu sem prestur var henni falið „hið heilaga prests- og prédikunarembætti“. Telur hún það hafa falið í sér skilning rómversku kirkjunnar á prestsembættinu sem sakramenti? Svipuðum brellum beitir hún, til að gera þá sem halda vilja í hefð- bundna skilgreiningu á hjónaband- inu tortryggilega, þegar hún rifjar upp að í gömlum hjúskaparlögum var óheimilt að vígja í hjónaband „geðveikan mann eða hálfvita“. Af hverju er þetta dregið fram í þessu sambandi? Er það til þess að gefa í skyn að þeir sem halda vilja í hefðina séu svo fordómafullir að þeir dragi í sama dilk, að fyrri tíðar hætti, geðveika, hálfvita og samkynhneigða? Það hefur hvergi komið fram að kirkjustjórnin vilji meina samkynhneigðum að lifa í löggiltri sambúð. Samlíkingin er út í hött. Ég fæ ekki séð að séra Sigríð- ur komi standandi niður úr þessari röfræðilegu „akrobatík“. Í grein í Fréttablaðinu 10. júní rita fimm guðfræðingar hófsama grein þar sem þeir mæla með því að „kirkjan stilli sér upp við hlið réttlætisins“ og hvetji til að umrætt frumvarp verði samþykkt óbreytt. Með orðalaginu er þó látið því liggja að þeir, innan kirkjunn- ar, sem hafa önnur viðhorf standi í vegi fyrir réttlætinu. Ég fæ ekki séð að í því felist óréttlæti eða nið- urlæging þótt sitthvort hugtakið sé notað um löggiltan sáttmála karls og konu annars vegar og samkyn- hneigðra hins vegar. Samkyn- hneigðir tala um „hinsegin daga“ og „hinsegin fegurðarsamkeppni“ o.s. frv. og eru stoltir af. Þeir verð- skulda viðurkenningu á því hverjir og hvernig þeir eru og ættu að geta borið höfuðið hátt, þótt fundið verði „hinsegin“ hugtak um löggilta sam- búð þeirra. Guðfræðingarnir óska þess að kirkjan sýni kjark. Kirkjan hefur þegar sýnt kjark með því að vera á undan kirkjum í Evrópu í því að rétta samkynhneigðum hönd. Ég tel því ómaklegt að segja að kirkj- an, undir forystu Karls biskups, hafi aðeins rétt samkynhneigðun „litla fingur vinstri handar fyrir aftan bak“ eins og hið grandvara góðmenni sr. Sigfinnur Þorleifsson sagði í grein sinni í Fréttablaðinu 5. júni. Kirkjan og ný hjúskaparlög Ítrekað hefur komið fram í frétt-um að mesta atvinnuleysi á land- inu er hér á Suðurnesjum. Þar má nefna að um 20% félaga í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavík- ur eru nú án atvinnu. Jafnframt er hlutfall heimila í greiðsluvanda hér gríðarlega hátt. Ekki bætir heldur úr skák að þeim fer nú ört fjölg- andi sem eiga ekki lengur kost á atvinnuleysisbótum af því að þeir hafa verið án atvinnu lengur en þrjú ár. Þessu fólki virðast allar bjargir bannaðar. Ég er nógu gamall til að þekkja viðurstyggð langvarandi fjöldaat- vinnuleysis. Mér eru í fersku minni þau lamandi áhrif sem atvinnuleys- ið hafði á sjálfsvirðingu og heilsu fullorðinna, að ekki sé talað um vel- ferð barna og unglinga. Ég man vel hvernig gleðin og áræðinn hurfu úr svipmóti vina og kunningja og við tóku deyfð og depurð. Því miður blasa þessi ummerki nú öll við aftur. Eini munurinn er sá að nú er kreppan dýpri. Tæpt ár er liðið síðan Ríkisstjórn Íslands, aðilar vinnumarkaðarins og Samtök íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir stöðugleikasátt- mála. Allir skyldu leggjast á eitt um að vinna þjóðina út úr vanda efnahagshruns og atvinnuleysis. Sérstaklega var kveðið á um að ríkisstjórnin ryddi úr vegi hindr- unum og greiddi götu þegar ákveð- inna stórframkvæmda, þ.á.m. fram- kvæmda vegna álvers í Helguvík, sem er langstærsta einstaka tæki- færið til að vinna á kreppuástand- inu í atvinnumálum á landinu. Ég efast ekki um góðan vilja þeirra sem undirrituðu stöðugleika- sáttmálann þó að myndugleika og kraft hafi skort til að fylgja málum eftir. Ég efast heldur ekki um góðan vilja þess harðlínufólks sem hefur lagt sig fram um að tefja og spilla fyrir framgangi Helguvíkurverk- efnisins á bak við tjöldin, í skjóli stjórnvalda. Þetta fólk er margt hvert sanntrúaðir kommúnistar, í grænni mussu, sem trúa því að atvinnurekstur, sem ekki er í eigu ríkis eða sveitarfélaga, sé af hinu illa en að ríkið sé aftur á móti mjög verðmætaskapandi. Í huga þessa fólks er alltaf bara til eitt rétt svar. Þetta er fólk sem af einhverjum ástæðum trúir því að álver séu sérstaklega slæmur kost- ur þó að vitað sé að flugsamgöngur og ferðaiðnaður séu umhverfinu t.d. miklu hættulegri. Margt af þessu ágæta fólki er einmitt opinberir starfsmenn sem lifa og hrærast í vernduðu umhverfi og þurfa því ekki sjálfir að óttast atvinnuleysi. Hætt er við að slíkri einstaklingar séu ekki sérlega næmir á hremm- ingar þeirra sem misst hafa avinn- una eða á kjörorð verkalýðshreyf- ingarinnar frá 1. maí: „Við viljum vinna.“ Ég auglýsi hér með eftir jarðsam- bandi á milli þessa harðlínufólks og atvinnulausra Íslendinga. Ég kalla líka eftir jarðsambandi ríkisstjórn- ar Íslands við þær fjölmörgu fjöl- skyldur á Suðurnesjum sem sjá ekkert nema svarnætti framund- an ef stjórnmálamenn hafa ekki manndóm í sér til að fylgja fyrir- heitum eftir. Jarðsamband óskast Hjúskaparlög Siguður Pálsson guðfræðingur og dr. í menntunarfræðum Atvinnumál Kristján G. Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.