Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 19
FASTEIGNIR.IS 14. JÚNÍ 201024. TBL. Valhöll fasteignasala er með á skrá tveggja hæða raðhús í austurhluta Setberghverfis í Hafnarfirði. H úsið er staðsett við Vörðuberg 16 í Hafnar-firði, samtals 169 fermetrar ásamt 25 fer-metra bílskúr. Anddyri er flísalagt á gólfi og hita undir. Til hliðar við það er gestasnyrting með flísum á gólfi. Eldhús er búið sérsmíðaðri innréttingu, vönduðum tækum og granít borðplötu. Efri skápainn- rétting flæðir inn að borðstofu og stofu, en parket er á gólfum. Útgengt er á skjólgóðan og stóran suðurpall með áhaldageymslu, lýsingu og kassa fyrir blóma- potta. Lítil tjörn með sjávargrjóti umhverfis hefur verið útbúin við enda pallsins. Parketlagður stigi liggur upp á efri hæð, en gólf á efri hæð er sömuleiðis parketlagt. Svefnherbergi eru þrjú á efri hæð, þar á meðal hjónaherbergi sem hefur sérinngang að snyrtingu. Frá tveimur svefn- herbergjum er aðgangur að geymslulofti. Snyrt- ing er flísalögð, með hornbaðkari, innréttingu og góðri lýsingu. Á hæðinni er flísalagt þvottahús og sjónvarpshol, þaðan sem útgengt er á stórar suðursvalir. Þetta er eign sem nostrað hefur verið við og vel viðhaldið í hvívetna. Ásett söluverð eignarinnar er 39,9 millj. Eigendur eru tilbúnir að skoða mögu- leika á að taka minni eign upp í. Nánari upplýs- ingar veitir Jón Rafn eða Sigþór hjá Valhöll fast- eignasölu. Raðhús, sólpallur og tjörn með sjávargrjóti Húsinu fylgir skjólgóður og stór suðurpallur. MYND/ÚR EINKASAFNI Ingólfur Gissurarson lgf. Valhöll fasteignasala • Síðumúla 27 • Sími:588-4477. INDRIÐASTAÐIR - SKORRADALUR Vandað 64 fm heilsárshús ofarlega í landi Indriða- staða Skorradal með útsýni yfi r vatnið. Eignin er með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum ásamt stóru svefnlofti. Eldhús borðstofa og stofa eru í opnu rými með stórum útsýnisgluggum. Rúmgóð snyrting með sturtu og útgengt á pall þar sem er heitur pottur á skjólsælum stað. Heitt og kalt vatn í húsi. V. 19,5 millj. SUMARHÚS TIL SÖLU Mikil Sala. Vantar allar stærðir af sumarhúsum á skrá. Höfum m.a. kaupendur að vönduðu heilsárshúsi í Grímsnesi með a.m.k. þremur svefnherb. Einnig vantar 70-100 fm heilsárshús á eignarlandi í a.m.k. klst fjarlægð frá Rvk. Sumarhúsið þitt selst hjá okkur – Frí skoðun og verðmat LÆKJARHVAMMUR V. LAUGARVATN Notalegur 73 fm bústaður með útigeymslu á rúmlega 1,1 ha eignarlandi í grennd við Laugarvatn. Stofa m. fallegri kamínu. Svefnherbergi er rúmgott og stórt svefnloft hefur verið skipt í tvö rými. Eignin hefur að mestu verið endurklædd með harðviði að utan. Stór pallur umhverfi s hús. Kalt vatn og rafmagn í húsi. Klárt til inntöku heits vatns. V. 18,5 millj. ASPARSKÓGAR – Í LANDI SVARFHÓLS Nýtt og glæsilegt 86 fm heilsárhús á steyptri gólfplötu.Stór stofa með borðstofu og eldhúsi til hliðar, fallegir franskir gluggar á þrjá vegu. Vönduð innrétting í eldhúsi. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og snyrting með sturtu og skápainnréttingu. Heitur pottur á verönd. Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni tengt Eignin er á leigulóð. V. 19,9 millj. Sigþór Bragason s: 899-9787 Lögg.fast.Sali. Jón Rafn Valdimarsson s: 695-5520 Lögg.fast.Sali.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.