Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 34
18 14. júní 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is STEFFI GRAF ER 41 ÁRS Í DAG. „Ég lít aldrei til baka, aðeins fram á veginn.“ Stephanie Maria Graf er ein þekktasta tennisstjarna heims og hefur sigrað á 107 tennismótum. Birgir Guðjónsson, lyf- og meltingarlæknir, mun flytja yfirlitserindi um krabba- mein í briskirtli við Kar- ólínsku stofnunina (Karol- inska Institutet) í Stokkhólmi 19. júní. Karólínska stofnunin er talin vera á meðal fremstu læknaskóla heims. Hún fagn- ar 200 ára afmæli í júní og í tilefni af því hefur ýmsum þekktum fræðimönnum verið boðið að halda fyrir- lestra á ráðstefnum innan háskólans. Þar með tal- inn er fundur evrópskra Briskirtilssérfræðinga en þar eru prófessorar Karól- ínsku stofnunarinnar nú í forystu. Birgir verður því í góðum hópi en rannsóknir hans hóf- ust við nám og kennslustörf við Yale-háskólann 1970 og hefur hann síðan haldið þeim áfram. Flytur erindi við virta stofnun Öldrunarráð Íslands er regnhlífarsam- tök fjölda aðila sem vinna að málefnum aldraðra á Íslandi en í Öldrunarráði er 31 aðili, félög, stofnanir og sveitarfélög um allt land. Ný stjórn Öldrunarráðs var kosin á dögunum og tók þá við nýr formaður, Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu og fulltrúi Sjómannadags- ráðs. „Öldrunarráð Íslands hefur það að markmiði að vinna að bættum hag og lífsaðstæðum aldraðra sem er ört stækkandi hópur. Innan ráðsins eru landssambönd ýmiss konar, félag eldri borgara, Samtök atvinnulífsins, stofn- anir sem vinna að öldrunarmálum og ýmsir aðrir hagsmunaðilar. Nú eru ákveðin tímamót hjá Öldrunarráðinu, þar sem sex nýir stjórnarmenn koma inn, þar á meðal ég, og þá er ágætt að setjast niður og fara yfir starfið,“ segir Pétur. Margt hafi breyst til betri vegar í málefnum aldraðra síðan ráðið var stofnað fyrir 35 árum. „Samfélagið er orðið mun meðvitaðra um aldraða og þeirra hagsmunamál og eldra fólk er miklu sýnilegra í almennri umræðu en er ekki afskrifað eftir sjö- tugt. Þetta er hópur sem fer stækkandi en samkvæmt mannfjöldaspá Hagstof- unnar mun fjöldi þeirra Íslendinga sem eru sjötíu ára og eldri tvöfaldast á næstu 20 árum. Betra heilsufar og aðbúnaður allur í samfélaginu gerir það að verk- um að fólk er hressara á þessum aldri og gerir meiri kröfur á líf sitt, sem er hið besta mál og fullkomlega eðlilegt.“ Pétur segir að nauðsynlegt sé fyrir Öldr- unarráðið að staldra við á þessum tíma- mótum, fara yfir málefni aldraðra í heild sinni og skoða hvað megi gera betur. „Í byrjun starfs Öldrunarráðsins var mikið um fræðslu þar sem takmarkið var að upplýsa þjóðina um ýmis hagsmunamál aldraðra. Í dag, þegar vitundin er orðin mun sterkari, er okkar hlutverk að skoða hvar veikir blettir eru á hagsmunagæslu aldraðra og finna út frá því hvar kraftar ráðsins nýtast best. Það er mikilvægt að andlega, líkamlega og félagslega þætt- inum í lífi aldraðra sé sífellt haldið á lofti. Takmark okkar er að ná breiðri samstöðu um það í þjóðfélaginu.“ juliam@frettabladid.is PÉTUR MAGNÚSSON: NÝR FORMAÐUR ÖLDRUNARRÁÐS ÍSLANDS ÞJÓÐIN SÉ VEL UPPLÝST UM HAGSMUNAMÁL ALDRAÐRA STÆKKANDI HÓPUR Pétur Magnússon, nýr formaður Öldrunarráðs Íslands og forstjóri Hrafnistu, segir mikilvægt að hlúa að félagslega þættinum í lífi aldraðra, ekki síður en þeim líkamlega og andlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1900 Hawaí verður hluti af Bandaríkjunum. 1940 Fyrstu fangarnir eru flutt- ir í Auschwitz-útrýmingar- búðirnar. 1949 Þyrlu er flogið í fyrsta sinn á Íslandi. Þyrlan er tveggja sæta af Bell-gerð. 1975 Ferjusamgöngur hefjast milli Færeyja og Íslands þegar ferjan Smyrill kemur til Seyðisfjarðar. 1982 Falklandseyjastríðinu lýkur með uppgjöf Argentínu. 1985 Schengen-sáttmálinn er undirritaður. 1986 Fyrsta hjartaaðgerðin er framkvæmd á Íslandi, á Landspítalanum. Á þessum degi árið 1985 kom Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, til Akureyrar eftir að hafa lagt af stað gangandi frá Selfossi þremur vikum áður. Þá hafði Reynir Pétur lagt að baki 945 kílómetra. Reynir Pétur sagði í viðtali við Morgunblaðið í tilefni komu sinnar til Akureyrar að hann hefði fengið stórkostlegar móttökur. „Mér var fagnað eins og þjóðhöfðingja, með lúðrablæstri og öllu tilheyrandi.“ Félagar í íþróttafélögum fatlaðra og þroskaheftra gengu á móti Reyni og fylgdu honum að Ráðhústorginu og mikill mannfjöldi var samankominn í miðbænum til að fagna Reyni. Þá flutti varaforseti bæjarstjórnar Akureyrar ávarp ásamt fleirum til að bjóða Reyni velkominn og honum var færður fjöldi gjafa frá fyrirtækjum og einstaklingum. Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið á einum mánuði, alls 1.411 kílómetra eða að meðaltali tæplega 50 kílómetra á sólarhring. Reynir sagðist ekki vera þreyttur þennan dag sem hann náði að ganga til Akureyrar og var fullur þakklætis. „Ég hef fengið svo stórkostlegar mót- tökur hvar sem ég hef komið að ég veit bara ekki hvernig ég get fullþakkað öllu þessu fólki,“ sagði Reynir Pétur á þessum tímamótum. ÞETTA GERÐIST: 14. JÚNÍ 1985 Reynir Pétur kemur til Akureyrar FRÆÐISTÖRF Birgir Guðjónsson verður í hópi boðinna fyrirlesara við Karólínsku stofnunina á laugardag. MYND/ÚR EINKASAFNI Ljósmyndasýningin Gengið að verki hefur verið opnuð í Búrfellsstöð og verður opin í sumar, til 15. ágúst. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir Jakobs Jak- obssonar, flestar frá sjö- unda áratugnum, og sýna þær daglegt mannlíf við uppbyggingu ýmissa mann- virkja á Íslandi. Má þar nefna mannlífsmyndir frá byggingu Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík. Ljósmyndir Jakobs af þessu viðfangsefni voru sýndar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur síðastliðið vor og vöktu þá mikla athygli, einkum fyrir það hve mann- lega sýn þær veittu á við- fangsefnið. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá 10-18. - jma Ljósmyndir í Búrfellsstöð MANNLEG SÝN Ljósmyndir Jakobs hafa vakið mikla athygli. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn E. Guðmundsson bifvélavirki, Skálagerði 11, Reykjavík, lést þriðjudaginn 8. júní sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 15. júní kl. 13.00. Guðríður Geira Kristjánsdóttir Ögmundur Kristinsson Ásta Hulda Kristinsdóttir Jóhanna Kristinsdóttir Guðmundur Bjarni Daníelsson Jóna Björg Kristinsdóttir Salómon Þórarinsson Sigurrós Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Sigurðsson, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis í Fannafold 89, lést mánudaginn 7. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju, miðvikudaginn 16. júní kl 13.00. Sigurður Örn Magnússon Kristín G. Haraldsdóttir Haraldur Ágúst Sigurðsson Auður Brynjólfsdóttir Magnús Sigurðsson Jóhanna Dögg Olgeirsdóttir Einar Þór Sigurðsson Þrúður Maren Einarsdóttir Kristín K. Jónsdóttir Ragnar Magnús Einarsson Linda Elísabet Skaug og langafabörn. MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.