Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 36
20 14. júní 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það er ekki annað hægt en að elska sumarið. Yndisleg blóm útum allt. Já, sjáðu allar þessar ynd- islegu blómarósir, maður ætti að tína nokkrar í vönd og fara með heim. Þú g æ tir tæ m t ru sl af öt un a þí na ! O g ey ði la gt a lla sp en nu na ? Hvernig hafa börnin það? Þau eru bara þau sjálf. Hoppandi og æpandi með blautar bleyjur. Hrein og öflug lífræn orka Haltu blóðsykrinum í jafnvægi Grænt te og ginseng. Bragðbætt með Acai safa og granateplum með lágu GI-gildi, sem skilar orkunni hægt út í blóðið og gefur jafnvægi á blóð- sykurinn. Svart te og ginseng. Orkudrykkur sem er ljúffengur á bragðið og ríkur af andoxunar- efnum. Vissir þú að POWERSHOT er svalandi drykkur? Vissir þú að grænt te er vatnslosandi? Hvítt te og ginseng. Bragðbætt með kirsuberjasafa og Acai safa sem gefur sætt og ljúffengt bragð. Vissir þú að lágt GI-gildi gefur jafnvægi á blóðsykurinn? Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyði-leggja heilabú heimilisfólks. Góu- þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneið- arnar, mega sín lítils gegn lamandi hávað- anum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta. ÞEGAR leikurinn er hálfnaður segist bull- an vera komin með hausverk og í seinni hálfleik er lækkað í tækinu. Alþjóðaknatt- spyrnusambandinu er bölvað, því þrátt fyrir kvartanir áhorfenda og leikmanna, sem segjast ekki heyra í hver öðrum, hefur FIFA enn ekki viljað banna lúðr- ana. Enda væri það víst álíka og að banna Austurríkismönnum að jóðla og baðstofugestum í Laugum að fara með möntruna sína í búningsklefunum. HM í ár verður eins og að eyða sumarfríinu með Sturlu Jónssyni og bloggvinum hans. KNATTSPYRNUÁHORFENDUR hafa síð- ustu mánuði þróað sinn ósnertanlega helgidóm júní- og júlímánaðar. Börn- in send í sumarbúðir, sólarglugga- tjöld frá Álafoss sett upp, rétta snakkið valið með margra mánaða prófunum og sumarfríið stílað inn á á HM. Þetta er því svolítið óvænt og óviðráðanleg truflun. Sumir hafa á orði að skárra væri að hafa James Blunt eða einhverja Listahátíðar sígaunatónlist undir leikjunum. Og þó. Afr- íski undirleikurinn er einmitt svolítið eins og Listahátíðaratriði. Það er ekki að undra að einhverjir, sem ekki fíla fótboltann, gangi glottandi um. EN sem sagt. Skrattinn hitti fyrir ömmu sína. Fótboltabullur vita ekkert sérstaklega mikið um tillitssemi. Það veit barnatíminn í sjónvarpinu (og börnin í sumarbúðunum) og tölvupósturinn minn, sem er einmitt þessa stundina fullur af skeytum frá vinnufélög- um, sem giska á hvernig næstu leikir fara í von um nokkrar bjórdollur. Má ég heldur biðja um tölvuskeyti um gelneglur og hár- lengingar. Spa-mánuður í ágúst væri þema að mínu skapi. Allir með ilmkerti og hár- lakk í vinnunni. Lyftutónlist á kantinum og einn ískaldur kísilbakstur á ennið. FÓTBOLTABULLUR standa og klóra sér í hausnum og réttlætinu er kannski fullnægt – nema FIFA snúist hugur. Það er ekkert hægt að gera nema sýna menningarlegt umburðarlyndi, erfitt að hafa eitthvað á móti þjóð sem hefur verið arðrænd og þræl- að út í margar aldir. Það er varla á það bæt- andi að setja eitthvað út á það – allir vita hvernig það fór þegar breska pressan fjall- aði um flippaðan klæðaburð forseta Suður- Afríku og fjölkvænið. Enginn vill láta nappa sig á framandi-menningarfordómum. Skrattinn og amman

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.