Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2010, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 14.06.2010, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 14. júní 2010 21 Raftónlistardúóið Stereo Hypno- sis, sem samanstendur af feðgun- um Óskari og Pan Thorarensen, spilar á þrennum tónleikum í Flórens á Ítalíu dagana 13., 15. og 19. júní. Þeir spila á menningar- hátíðinni La Cité Cultural Festi- val, í Villa Strozzi og á útitónleik- unum Parcosud. Þeir feðgar eru einnig að undirbúa stóra raftón- listarhátíð á Snæfellsnesinu helg- ina 6. til 8. ágúst. Meðal þeirra sem stíga þar á svið verða Reptil- icus, Biogen, Yagya, Ruxpin, Futuregrapher og Xerxes frá Noregi. Feðgar til Flórens STEREO HYPNOSIS Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen spila á þrennum tónleikum í Flórens á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Samkvæmt vefmiðlinum Radar- Online á leikkonan Jodie Foster að hafa ráðist á ungan pilt fyrir utan kvikmyndahús í lok maí síð- astliðins. Að sögn föður piltsins, sem er sautján ára gamall, hlaut hann skrámur og marbletti á handlegg við árásina. „Sonur minn var á leið í bíó ásamt kær- ustu sinni þegar hann sá Jodie. Hann er mikill aðdáandi hennar og gekk í áttina að henni og tók nokkrar myndir. Hún elti hann, potaði í hann og sagði: „Átt þú einu sinni móður, viðbjóðurinn þinn?“ Sonur minn svaraði ekki fyrir sig heldur bað hana afsök- unar og var í raun mjög hræddur við hana,“ sagði faðirinn, sem vildi ekki greina frá nafni sínu. Fórnarlamb árásinnar fór því næst upp á lögreglustöð ásamt föður sínum og lagði fram kæru. Jodie Foster á tvo syni, Charl- es og Christopher, sem voru með henni þegar árásin átti að hafa átt sér stað. Leikkonan hefur aldrei gefið nokkuð upp um faðerni sona sinna og er mjög dul þegar kemur að einkalífi hennar sjálfrar. Foster réðst á aðdáanda DULARFULL Jodie Foster á að hafa ráðist á ungan aðdáanda sinn í maí. Hún er mjög dul þegar kemur að einkalífi hennar. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Amy Winehouse hefur áhuga á því að gerast leikkona. Hún er þegar byrjuð að sækja leiklistarnámskeið í London og vonast til að láta drauma sína rætast í Hollywood í framhald- inu. „Öllum í kringum hana finnst þetta frábær hugmynd og þeir telja að hún muni eiga auðvelt með að feta leiklistarbrautina,“ sagði fjölskylduvinur. Talið er að gífurlegur áhugi hennar á Mar- ilyn Monroe hafi ýtt undir ákvörðun hennar. „Amy talar endalaust um Mari- lyn Monroe. Hún er með hana á heilanum og allt sem henni teng- ist.“ Söngkonan er einnig að undir- búa sína fyrstu plötu síðan Back to Black kom út árið 2006 við miklar vinsæld- ir. Vonast er til að platan komi út í desember. Amy prófar leiklistina AMY WINEHOUSE Söng- konan vill breyta til og gerast leikkona og feta þar í fótspor Marilyn Monroe. Leikararnir Scarlett Johansson og Ryan Reynolds eru að sögn Star Magazine að íhuga að ættleiða barn annaðhvort frá Eþíópíu eða Líbíu. Hjónakornin eiga að hafa átt fund með starfsmanni ættleið- ingarskrifstofu fyrir skemmstu, en móðir Johansson ættleiddi nýlega litla stúlku frá Eþíópíu. Reynolds á einnig ætt- leiddan bróður og er þetta því parinu hjartans mál. „Þau vilja ættleiða barn áður en þau eignast sitt eigið. Þau eru mjög hamingjusöm saman og þegar þau giftu sig lofuðu þau hvort öðru að þau mundu ekki tala um sambandið við fjöl- miðla. Þau hafa til að mynda aldrei mætt saman á opinbera við- burði og þau passa upp á það að það líði aldrei meira en tvær vikur á milli þess sem þau hitta hvort annað,“ var haft eftir ónafn- greindum vini hjónanna. Vilja ættleiða barn SCARLETT JOHANSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.