Fréttablaðið - 14.06.2010, Page 38

Fréttablaðið - 14.06.2010, Page 38
22 14. júní 2010 MÁNUDAGUR Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðis- firði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verður stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælis- tónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verð- ur skemmtileg fatahönnunarsýn- ing á fimmtudeginum og PopUp verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reynd- ar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verð- ur alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagn- ingu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskipti- verkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkus- skóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunar- sveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðj- unni árlega en svo fjölgi gest- um í fjögur þúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún og hlær. - sm Treystir á gott veður í ár GLEÐI OG GAMAN Um hundrað ungmenni sækja listasmiðju LungA hvert sumar. Þessi mynd var tekin á LungA í fyrra. MAMMA LUNGA Alla Borgþórsdóttir hefur séð um skipulagningu LungA alveg frá upphafi og hefur því verið nefnd mamma LungA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 12 12 12 14 10 10 10 L L L SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 7 - 8D - 10 - 11D SEX AND THE CITY 2 kl. 5 - 8 - 11 THE LOSERS kl. 5:50 - 8 - 10:10 PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 THE LAST SONG kl. 5:40 - 8 IRON MAN 2 kl. 10:20 AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali kl. 5 SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 8D - 10D THE LOSERS kl. 6 - 8 - 10 - 11 PRINCE OF PERSIA kl. 5 - 7:30 SEX AND THE CITY 2 kl. 6 - 9 THE LAST SONG kl 6 PRINCE OF PERSIA kl 9 SEX AND THE CITY 2 kl. 8:30 COPS OUT kl. 8:30 ÞEIR VORU BESTIR HJÁ CIA EN NÚNA VILL CIA LOSNA VIÐ ÞÁ HÖRKUSPENNANDI HASARMYND SÍMI 564 0000 L 12 12 16 L 12 SÍMI 462 3500 12 14 L GET HIM TO THE GREEK kl. 6 - 8 - 10 YOUTH IN REVOLT kl. 8 - 10 SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 3 kl. 6 SÍMI 530 1919 L 12 14 L 16 STREETDANCE 3D kl. 5.45 - 8 - 10.15 GET HIM TO THE GREEK kl. 5.30 - 8 - 10.25 GET HIM TO THE GREEK LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.25 SNABBA CASH kl. 8 - 10.30 SKÓGARDÝRIÐ HÚGÓ 3 kl. 6 ROBIN HOOD kl. 5 - 8 STREETDANCE 3D kl. 6 - 9 GET HIM TO THE GREEK kl. 6 - 9 YOUTH IN REVOLT kl. 6 - 8 - 10 OCEANS kl. 5.45 SNABBA CASH kl. 8 .com/smarabio - bara lúxus Sími: 553 2075 STREET DANCE 3-D 4, 6, 8 og 10 10 GET HIM TO THE GREEK 3.50, 5.50, 8 og 10 12 ROBIN HOOD 4, 7 og 10 12 Þ.Þ. -FBL T.V. -Kvikmyndir.isÓ.H.T. -Rás 2 S.V. -MBL T.V. -Kvikmyndir.is S.V. - MBL Tónlist ★★★★ Bits and Pieces of a Major Spectacle Who Knew Bits and Pieces of a Major Spect acle er fyrsta plata reykvísku hljómsveitarinnar Who Knew. Hún er búin að vera starfandi í fjögur ár og hefur m.a. spil- að töluvert í Evrópu. Platan er gefin út af þýska fyr- irtækinu Devil Duck Records í samvinnu við 101 Berlin. Tónlist Who Knew er kraftmikið indí-rokk með nýbylgjuáhrifum. Sérstök söngrödd Ármanns Ingva Ármannssonar setur sterkan svip á hana og það sama má segja um hljóðgervlaleik Hilmis Bergs Ragnarssonar. Það heyrist að hljómsveitin hefur spilað töluvert saman. Þéttleikinn og krafturinn sem einkennir tónleikana hennar er að skila sér vel á plötuna. Bits and Pieces of a Major Spectacle hljómar frek- ar einsleit í fyrstu, en við frekari hlustun fara laga- smíðarnar og útsetningarnar að njóta sín betur þó að hljómurinn sé heilsteyptur. Þetta er ein af þess- um plötum sem batna eftir því sem maður spilar þær oftar. Tónlist Who Knew er ekkert byltingarkennd og yfirbragð hennar ekkert sérstaklega íslensk. En þetta er samt virkilega vel heppnuð plata. Lögin eru hvert öðru betra, útsetningarnar eru áhrifaríkar og hljóðfæraleikurinn tilþrifamikill. Hljómurinn er líka sérstaklega vel heppnaður. Hann er mjög þéttur og kraftmikill og öll hljóðfærin fá að njóta sín í hljóðblönduninni. Mér finnst ekki ólíklegt að Who Knew muni marka sér frekari sérstöðu með næstu plötu. En þessi er þrælskemmtileg. Afbragðs byrjun. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Reykvíska rokkhljómsveitin Who Knew stimplar sig inn með kraftmikilli og skemmtilegri plötu. Afbragðs skemmtun WHO KNEW Fyrsta plata reykvísku hljómsveitarinnar Who Knew nefnist Bits and Pieces of a Major Spectacle. Hljómsveitin Bon Jovi frá New Jer- sey í Bandaríkjunum spilar þessa dagana fyrir fullu húsi á tónleika- röð í O2-höllinni í London. Þrátt fyrir að hafa verið lengi í brans- anum og spilað fyrir fjölda fólks víða um heiminn fá þeir félagar ennþá mikið út úr því að spila fyrir fullu húsi. „Það er frábær tilfinn- ing. Það er magnað að við séum ennþá að spila á stórum leikvöng- um,“ sagði gítarleikarinn Richie Sambora. „Við spiluðum nýlega á nýja Meadowlands-leikvangin- um í New York. Það var uppselt á ferna tónleika og við ætlum aftur að spila á leikvöngum í Bandaríkj- unum í júlí. En það er rosalega góð tilfinning að vera hérna í London,“ sagði hann. Sambora, sem var eitt sinn kvæntur leikkonunni Heather Locklear, segir að lykillinn á bak við öll þessi ár í tónlistarbransan- um sé að halda tónlistinni ferskri og nútímalegri. „Það er ekki auð- velt fyrir hljómsveitir að halda sér ferskum eftir öll þessi ár. Það er ekki mörgum sem tekst það.“ Bon Jovi er ekkert að fara að slaka á næstu misserin, þrátt fyrir að hafa verið starfandi í 27 ár. „Við ætlum ekkert að hvíla okkur, enda erum við að skemmta okkur alltof vel til þess. Við ætlum að spila á leikvöngum í Evrópu næsta sumar og í haust ætlum við að gefa út safnplötu með bestu lögunum okkar og nokkrum nýjum líka.“ Á meðal vinsælustu laga Bon Jovi í gegnum árin eru It´s My Life, Livin´ on a Prayer og You Give Love a Bad Name. Frábært að spila á leikvöngum BON JOVI Rokkararnir frá New Jersey fá ennþá heilmikið út úr því að spila á stórum leikvöngum, 27 árum eftir að þeir hófu störf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.