Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.06.2010, Blaðsíða 40
24 14. júní 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Hafðu samband KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir var á dögunum valin í A- landslið kvenna fyrir tvo leiki í undankeppni HM á Laugar- dalsvellinum. Katrín hefur staðið sig vel með KR í sumar og stríddi Íslandsmeisturum Vals mikið í síðasta leik. „Þetta var stór dagur fyrir mig eiginlega bara besti dagur lífs míns,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir um daginn þegar hún frétti að hún væri komin inn í A-landsliðið. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur mikla trú á henni. „Mér finnst hún vera ein af okkar efnilegustu leikmönnum. Ég hef verið að fylgjast með henni í langan tíma og hef verið að bíða eftir því að hún myndi springa út. Hún hefur frábæra tækni, mikinn leikskilning og góðar sendingar. Hún hefur margt að bjóða fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. Katrín frétti af því að hún hefði verið valin þegar bróðir hennar hringdi í hana. „Það hefur gengið vel hjá mér í sumar,“ sagði Katrín sem hafði áður fiskað víti og skorað af jöfnunarmark leiksins af öryggi. „Mér finnst ekkert mál að taka víti. Ég er ekkert að stressa mig, horfi bara á boltann og er róleg. Það vill bara enginn taka vítin hjá KR þannig að ég tek þau bara,“ segir Katrín sem er alveg tilbúin að axla ábyrgð þrátt fyrir ungan aldur. „Ég ætla bara setja stefnuna núna á það að komast inn í byrjun- arliðið í landsliðinu og ná því að vera ein af ellefu bestu. Svo ætla ég kannski að reyna að koma mér út,“ segir Katrín full sjálfstrausts en hún ætlar þó að klára framhaldsskólann fyrst. Katrín er mjög ánægð með að Guðrún Jóna Kristjánsdótt- ir, þjálfari KR, er búin að setja hana í nýja stöðu. „Jóna er búin að breyta til og farin að hafa mig framarlega á miðjunni. Mér finnst það frábært því þá er ég meira í boltanum og meira inni í leiknum,“ segir Katrín sem bíður spennt eftir að mæta á æfingu með hinum stelpunum okkar. KATRÍN ÁSBJÖRNSDÓTTIR: VALIN Í FYRSTA SINN Í A-LANDSLIÐIÐ Í LEIKINA Á MÓTI NORÐUR-ÍRUM OG KRÓÖTUM Eiginlega bara besti dagur lífs míns Leikir kvöldsins Fram - Stjarnan Kl. 19.15 Keflavík - Haukar Kl. 19.15 Breiðablik - Grindavík Kl. 19.15 Valur - Selfoss Kl. 19.15 FH - KR Kl. 20.00 FÓTBOLTI Stórveldi FH og KR hafa valdið vonbrigðum það sem af er tímabili, en þau sitja í áttunda og tíunda sæti deildarinnar. Þau mæt- ast í Pepsi-deildinni í kvöld. Logi Ólafsson, þjálfari KR, von- ast til þess að karakters-sigurinn gegn Fram á fimmtudag komi lið- inu á beinu brautina. „Sá sigur var virkilega sterk- ur og færir liðinu mikið sjálfs- traust sem er kannski það sem liðið þurfti á að halda,“ sagði Logi rétt fyrir æfingu KR-inga í gær. „Styrkur liðsins kom í ljós þarna, það býr mikill kraftur í þessu liði og við þurfum að draga það fram aftur í leiknum gegn FH.“ Logi á von á skemmtilegum leik í kvöld og segir sína menn fulla tilhlökkunar. „Menn sem voru lít- ils háttar meiddir í síðasta leik eru tilbúnir í slaginn aftur: Vikt- or Bjarki, Gunnar Örn og Mark Rutgers.“ Portúgalinn Jordao Diogo byrj- aði tímabilið mjög illa og missti sæti sitt í liðinu. Hann hefur komið sterkur til leiks í síðustu leikjum. „Það hefur verið samkeppni um stöðurnar í liðinu. Við misstum leiki úr höndunum á okkur í byrj- un og Jordao var þá hluti af öftustu línu. Eftir að hann missti sæti sitt sinnti hann æfingum vel og æfði sjálfur aukalega. Hann er að koma mjög sterkur inn núna og verður vonandi í sama gírnum gegn FH,“ sagði Logi. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, sagði í viðtali um helgina að þrátt fyrir slæma byrjun væri markmið KR enn að verða Íslandsmeistari. „Við þurfum ekki að gera neitt annað varðandi markmiðssetning- ar en reyna að duga betur í næsta verkefni þótt mönnum kunni að þykja það leiðinlegar klisjur. Við gerum okkur grein fyrir því að það er stutt milli hláturs og gráts í þessu,“ sagði Logi. - egm Logi Ólafsson segir að sigur KR-inga gegn Fram síðasta fimmtudag færi liðinu mikið sjálfstraust: Stutt milli hláturs og gráts í boltanum LOGI ÓLAFSSON Þjálfari KR segir sigur liðsins gegn Fram hafa fært leikmönn- um sjálfstraust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Þór/KA í annað sætið Þór/KA kom sér upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna með 3-1 sigri á Stjörnunni í gær. Bojana Besic, Danka Podovac og Vesna Smiljkovic skoruðu mörk Þór/KA í leiknum en fyrsta markið kom úr vítaspyrnu. Kristrún Kristjánsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna í stöðunni 2-0. Þetta var fyrsti leik- urinn í sjöundu umferð en henni lýkur með fjórum leikjum sem fara fram annað kvöld. Þá getur Valur endurheimt fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri á Aftureldingu. GOLF Annað mótið í Eimskips- mótaröðinni í golfi fór fram um helgina þegar Fitness Sport- mótið var haldið á Leirdalsvelli. Í karlaflokki bar Sigþór Jóns- son, GK, sigur úr býtum en hann lék hringina tvo á samtals 138 höggum eða fjórum undir pari. Annar varð Sigmundur Einar Másson, GKG, á 139 höggum og Axel Bóasson, GK, varð þriðji á 140 höggum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL vann í kvennaflokki er hún lék á 149 höggum. Þetta var hennar annar sigur í röð á mótaröðinni. Signý Arnórsdóttir, GK, kom næst einu höggi á eftir og Berg- lind Björnsdóttir, GR, varð þriðja á 151 höggi. - esá Eimskipsmótaröðin í golfi: Sigurþór og Valdís unnu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.