Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2010, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 14.06.2010, Qupperneq 41
MÁNUDAGUR 14. júní 2010 25 Hásteinsvöllur, áhorf.: 705 ÍBV Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–7 (7–6) Varin skot Albert 5 – Fjalar 7 Horn 8–6 Aukaspyrnur fengnar 11–17 Rangstöður 4–5 FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 6 Þórir Hannesson 7 Kristján Valdimarss. 6 Valur Fannar Gíslas. 6 Andrés Már Jóh. 6 Ólafur Ingi Stígsson 6 Ásgeir Börkur Ásg. 5 Kjartan Ágúst Breiðd. 6 (78. Ásgeir Ö. Arnþ. -) Ingimundur Níels 7 (74. Jóhann Þórhalls. -) Pape M. Faye 6 Albert Brynjar Ingas. 5 *Maður leiksins ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 7 James Hurst 6 Eiður Aron Sigurbj. 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6 (67. Ásgeir Aron Ásg. 7) Finnur Ólafsson 6 (76. Eyþór Helgi B. -) Andri Ólafsson 7 Tryggvi Guðmundss. 6 *Þórarinn Ingi Vald. 8 Denis Sytnik 6 (87. Yngvi Borgþórss. -) 1-0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (69.) 1-0 Örvar Sær Gíslason (4) Það skiptir okkur miklu máli að bjóða viðskiptavinum okkar það besta sem mögulegt er hverju sinni. Við leitum sífellt nýrra leiða og höfum hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi. En þótt við sækjum fram þá gætum við þess ávallt að sýna fyrirhyggju. Góð vinna og vandaðar leiðir eru vænlegastar til árangurs. Við ætlum að gera betur FÓTBOLTI ÍBV komst í gær á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á Fylki á Hásteinsvelli. Eina mark leiksins skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson á 69. mínútu leiksins. Fyrri hálfleikur var bragð- daufur og lítið um marktækifæri. Fyrsta marktilraunin leit ekki dagsins ljós fyrr en á 30. mín- útu er Tryggvi Guðmunds- son skaut yfir markið af stuttu færi. Það færðist meira fjör í leikinn í síðari hálfleik. Eyjamenn voru nálægt því að komast yfir er Denis Stynik slapp einn inn fyrir vörn Fylkis eftir sendingu Andra Ólafssonar en Fjalar Þorgeirsson varði vel í marki Fylkis. Í næstu sókn komst Pape Mamadou Faye einn gegn Alberti Sævarssyni, mark- verði ÍBV, sem varði vel frá honum. Stuttu síðar komst Andri í gott færi eftir send- ingu Tryggva en skaut yfir mark gest- anna. Vendipunktur leiksins kom á 60. mínútu er Fylkis- maðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirs- son fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum, er hann reyndi að fiska auka- spyrnu á Tryggva Guðmundsson á miðjum vellinum. Eyjamenn færðu sér þetta í nyt því níu mínútum síðar skor- uðu þeir eina mark sitt í leiknum. Andri Ólafsson komst inn í teig Fylkismanna en Kristján Valdi- marsson, varnarmaður Fylk- is, náði að koma boltan- um undan fótum Andra en beint á Þórarin Inga sem skoraði með laglegu skoti. Bæði lið fengu nokk- ur hálffæri eftir þetta en fleiri mörk voru ekki skoruð. Eyja- menn unnu því sann- gjarnan 1-0 sigur. „Ég er stolt- ur af strákunum,“ sagði Heimir Hall- grímsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Þetta var nú samt ekki okkar besti leikur í ár. Við áttum erfitt með spilið okkar í fyrri hálfleik en þetta var þó aðeins betra í þeim síðari. Ég var þó samt ósáttur við að við skoruðum ekki fleiri mörk og getum skrifað það á eigin klaufaskap.“ Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var vitanlega heldur ósáttur við niðurstöðu leiksins. „Það var ansi margt sem fór úrskeðis hjá okkur í dag. Við létum Eyjamenn bara taka okkur – þeir voru grimmari, ákveðnari og gengu hreint til verks. Við nýtt- um þó ekki þau færi sem við feng- um og með smá heppni hefðum við getað fengið stig úr leiknum.“ - vsh ÍBV komið á topp Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Fylki á Hásteinsvelli í gær: Ég er stoltur af strákunum ÞJÁLFARINN Heimir Hallgrímsson var ánægður með sigurinn á Fylki í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.