Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 40
24 15. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Kópavogsv., áhorf.: 761 Breiðablik Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–12 (7–6) Varin skot Ingvar 2 – Rúnar 5 Horn 7–3 Aukaspyrnur fengnar 16–11 Rangstöður 2–2 GRIND. 4–5–1 Rúnar Dór Daníelss. 6 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kr.Jósefsson 6 (68., Páll Guðm. 6) Jóhann H. Aðalgeirs. 4 (74., Luc Ondo -) Marko Stefánsson 5 Matthías Örn Friðrik. 5 Alexander Magnúss. 5 Óli Baldur Bjarnason 4 *Gilles Ondo 7 *Maður leiksins BREIÐA. 4–3–3 Ingvar Þór Kale 4’ Arnór Sv. Aðalsteins. 7 Elfar Freyr Helgason 4 Kári Ársælsson 5 (90. Olgeir Sig. -) Kristinn Jónsson 5 Guðm.Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 6 Andri Rafn Yeoman 4 (87. Finnur Orri -) Guðm. Pétursson 4 (76., Haukur Baldv. -) 0-1 Gilles Ondo, víti (18.), 1-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (23.), 2-1 Alfreð Finnbogason (32.), 2-2 Páll Guð- mundsson (75.), 2-3 Ondo (85.) 2-3 Þóroddur Hjaltalín (6) Laugardalsvöllur, áhorf.: 600 Fram Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–8 (5–2) Varin skot Hannes 3 – Bjarni 4 Horn 9–5 Aukaspyrnur fengnar 11–10 Rangstöður 1–0 STJARNAN 4–5–1 Bjarni Þórður Halld. 7 Baldvin Sturluson 4 Tryggvi Sv. Bjarnason 5 Daniel Laxdal 5 (76., Bjarki Páll Eyst. -) Hilmar Þór Hilmarss. 4 Dennis Danry 6 Atli Jóhannsson 5 (45., Ellert Hreinss. 6) Jóhann Laxdal 5 (45., Björn Pálsson 6) Steinþór Freyr Þorst. 6 Halldór Orri Björnss. 5 Þorvaldur Árnason 5 *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Hannes Þór Halldórs. 7 Daði Guðmundsson 6 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 7 Sam Tillen 7 Halldór Hermann 6 Jón Gunnar Eysteins. 6 Almarr Ormarsson 6 Tómas Leifsson 7 (85., Kristinn Ingi -) Hjálmar Þórarinsson 7 (63., Jón Orri Ólafss. 5) *Ívar Björnsson 8 (75., Hlynur Atli -) 1-0 Ívar (34.), 2-0 Tómas (60.), 2-1 Hilmar Þór (89.). 2-1 Gunnar Jarl Jónsson (8) Kaplakriki, áhorf.: 2.238 FH KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–12 (8–5) Varin skot Gunnleifur 3 – Lars 5 Horn 5–10 Aukaspyrnur fengnar 9–11 Rangstöður 3–2 KR 4–4–2 Lars Ivan Moldsked 5 Guðm. Reynir Gunn. 6 (69., Viktor Bjarki 5) Grétar Sigurðarson 7 Skúli Jón Friðgeirss. 5 Eggert Rafn Einarss. 5 (82., Gunnar Kristj. -) Jordao Diogo 6 Baldur Sigurðsson 5 Bjarni Guðjónsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Kjartan Henry Finnb. 3 (69., Gunnar Örn 5) Björgólfur Takefusa 6 *Maður leiksins FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifs. 5 Hjörtur Logi Valgarðs. 7 Tommy Nielsen 6 Freyr Bjarnason 6 Guðm. Sævarsson 5 Hákon Atli Hallfreðss. 6 Björn Daníel Sverris. 6 Matthías Vilhjálmss. 7 *Atli Guðnason 8 Ólafur Páll Snorras. 7 Atli Viðar Björnsson 6 (85., Torgeir Motland -) 1-0 Matthías (51.), 1-1 Óskar Örn (68.), 2-1 Tommy, víti (77.), 3-1 Hjörtur Logi (84.), Björgólfur (86.) 3-2 Jóhannes Valgeirsson (7) Staðan í Pepsi-deildinni: Fram 7 4 2 1 14-9 14 Valur 7 4 2 1 14-10 14 ÍBV 7 4 2 1 11-7 14 Keflavík 7 4 2 1 7-7 14 Breiðablik 7 3 2 2 13-9 11 FH 7 3 2 2 12-12 11 Stjarnan 7 2 3 2 16-11 9 Fylkir 7 2 2 3 13-14 8 Selfoss 7 2 1 4 11-12 7 KR 7 1 3 3 11-13 6 Haukar 7 0 3 4 7-16 3 Grindavík 7 1 0 6 6-15 3 Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 utilegumadurinn.is Eximo 2010 hjólhýsi á einstöku verði ! • Létt og meðfærileg hús, auðveld í drætti. • Mjög gott verð. • Sterklega smíðuð hús. • Falleg hönnun. • 91 Lítra ísskápur. • Gasmiðstöð m/ Ultra heat ( rafm. hitun ) • Litaðar rúður • 12 og 220 Volta rafkerfi. Eximo 520L Hjólhýsi Eximo 460 Hjólhýsi Verð: 2.550.000krVerð: 2.698.000krVerð: 2.698.000kr Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 5 (kojuhús) Lengd: 5,03 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1050 kg Svefnpláss fyrir 4 Lengd: 4,57 m Breidd: 2,30 m Þyngd: 1000 kg Svefnpláss fyrir 4 Frábær kaup Eximo 520B Hjólhýsi > Fjórir leikir hjá stelpunum í kvöld Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Vals hafa gert tvö jafntefli í röð en Breiðablik hefur ekki náð að gera betur og því munar enn þremur stigum á liðun- um. Þór/KA minnkaði forskot Vals í eitt stig með sigri um helgina. Valur tekur á móti Aftureldingu í kvöld en Afturelding náði stigi af Blikum í síðasta leik og hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð. Blikar taka á móti botnliði FH en aðrir leikir eru: Fylkir-KR og Haukar- Grindavík. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. FÓTBOLTI Þetta var mikill léttir,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason sem stýrði Grindavík í fyrsta sinn af hliðarlínunni í 2-3 sigri á Blik- um í gær. Þetta voru fyrstu stig Grindvíkinga í sumar. „Ég hef reynt að koma með áherslur á betri varnarleik og aðeins að létta skapið í mönnum. Það er stutt í húmorinn og við þurfum að vinna svona áfram.“ Blikar komust í 2-1 en Grindvík- ingar náðu að skora tvö mörk á síðustu 20. mínútunum. Blikar geta sjálfum sér um kennt fyrir að klára leikinn ekki en barátta Grindvíkinga var aðdáunarverð. „Mér fannst þetta sanngjarnt,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálf- ari Blika. „Við lögðum ekki nógu mikla vinnu í seinni hálfleikinn til að verðskulda sigur.“ - hþh Fyrstu stig Grindvíkinga: Baráttan skilaði Grindavík sigri ÓLAFUR ÖRN Grindavík vann fyrsta leik- inn undir hans stjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tíu Framarar unnu 2-1 sigur á sprækum Garðbæingum í Laugardaln- um í gærkvöldi og tylltu sér í efsta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrsta skiptið síðan árið 1992. Heimamenn spiluðu gríðar- lega þéttan varnarleik og beittu skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og öllum þeim stigum sem í boði voru. Einum fleiri pressuðu gestirnir grimmt að marki Framara í blálokin, en varnarmúr heimamanna var hreinlega of þéttur og Stjörnumenn urðu að játa sig sigraða. Framherjinn Ívar Björnsson skoraði sitt fimmta mark í deildinni með stórkostlegri hjólhesta- spyrnu þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum. „Ég er alveg gríðarlega ánægður með þenn- an sigur og spilamennskuna hjá okkur,“ sagði Ívar Björnsson sem átti frábæran leik og skoraði eitt af mörkum sumarsins. „Eftir klúðrið í síðustu viku þá kom það hreinlega ekki til greina að tapa þessum leik og ég held að við höfum haft meiri vilja til að sigra hér í kvöld,“ sagði Ívar ánægður í leikslok. „Liðin voru jöfn svona mestmegnis af leiknum,“ sagði Bjarni Jóhannsson , þjálfari Stjörnunnar, bragðdaufur eftir leikinn í gærkvöldi. „Ég þurfti að gera tvær breytingar á liðinu í hálfleik og taka tvo miðjumenn útaf sem riðlaði skipulaginu mikið og á þeim kafla fáum við á okkur annað markið. Framarar missa síðan mann af velli sem gaf okkur tækifæri til að komast aftur inn í leikinn, en það hafðist ekki að þessu sinni,“ sagði Bjarni Jóhannsson eftir leikinn. „Ég er virkilega ánægður að hafa náð í þessi þrjú stig og komast aftur á sigurbraut,“ sagði Þorvaldur Örlygs- son, þjálfari Fram, sáttur eftir leikinn í gærkvöldi. „Ég var sérstaklega ánægður með það hvernig menn komu til baka eftir tapið í síðustu umferð og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Það sýndi sig í dag að strákunum finnst gaman að spila fótbolta og leggja sig alltaf alla fram,“ sagði Þorvaldur að lokum. ÍVAR BJÖRNSSON ÁFRAM Á SKOTSKÓNUM Í GÆR: FRAMARAR Á TOPPINN Í FYRSTA SKIPTI Í 18 ÁR Ekki kom til greina að tapa eftir klúðrið í síðustu viku FÓTBOLTI Íslandsmeistaraefnin í KR eru í vondum málum eftir enn eitt tapið í sumar. Að þessu sinni gegn Íslandsmeisturum FH, 3-2, í fjörugum leik þar sem mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri. Það er óhætt að tala um níu stiga leik því liðin voru í áttunda og tíunda sæti deildarinnar fyrir leikinn. FH komst með sigrinum upp í sjötta sætið og er aðeins þremur stigum frá toppsætinu. KR er aftur á móti enn í tíunda sæti með aðeins sex stig eftir sjö leiki. Þrátt fyrir mótlætið er Logi Ólafsson, þjálfari KR, ekki á því að gefast upp og segja starfi sínu lausu. „Ég er baráttumaður og það er engan bilbug á mér að finna. Ég hef enn trú á því að þetta þjálf- arateymi geti rétt skútuna af. Ég tel mig enn ná til leikmanna liðs- ins. Uppskeran er vissulega rýr en það er lítið að falla með okkur og varnarleikurinn er okkar helsti höfuðverkur,“ sagði Logi eftir leikinn í gær og var langt frá því að vera bugaður þó svo hann væri vissulega svekktur. Það var markalaust í leikhléi sem var ótrúleg staða þar sem bæði lið fengu þónokkur dauða- færi. FH-ingar þeim mun fleiri og þar fór Atli Viðar Björnsson fremstur í flokki. Matthías kom FH yfir snemma í síðari hálfleik en Óskar Örn kom KR aftur inn í leikinn með laglegu marki úr aukaspyrnu KR fór í kjölfarið að spila 4-3- 3 og tók leikinn yfir. Þeir voru líklegri til þess að skora er hinn afar mistæki norski markvörður, Lars Moldsked, braut klaufalega af sér í teignum og það að óþörfu. Víti dæmt sem Tommy Nielsen skoraði örugglega úr. Afar blóð- ug mistök hjá Moldsked. Margir KR-ingar vilja Moldsked á burt en Logi segir hann ekki vera á förum. „Þegar markvörður fer með fæturnar á undan sér er teflt í tvísýnu. Þetta var ekki gott. Við munum ekki vinna þannig að við rekum hann úr landi. Hann hélt okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik.“ FH-liðið spilaði hugsanlega sinn besta leik í sumar í gær og þegar á heildina er litið var FH sterkari aðilinn í leiknum og átti sigurinn skilið. Sóknar- leikur liðsins var flottur í gær, Atli Guðnason er að komast í sitt fyrra form og Matthías Vil- hjálmsson var einnig sterkur. Ef Atli Viðar hefði verið líkur sjálf- um sér fyrir framan markið þá hefði FH líklega klárað þennan leik snemma. „Þetta er okkar besti leik- ur ásamt Fylkisleiknum. Það er mikill stígandi hjá okkur og mér finnst við á löngum köflum miklu betra liðið í þessum leik. Við yfir- spiluðum KR-inga og þetta var sanngjarn sigur að mínu mati,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálf- ari FH, sem tók út leikbann í gær og þurfti að fylgjast með úr stúk- unni. „Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur ef við ætluðum að vera í toppbaráttunni,“ sagði Heimir. henry@frettabladid.is Risinn er vaknaður á ný Íslandsmeistarar FH eru farnir að líkjast sjálfum sér á ný og spiluðu afar fínan sóknarleik gegn KR í gær. FH vann sanngjarnan sigur, er komið í toppbarátt- una aðeins þremur stigum á eftir toppliðunum en KR er enn í miklu basli. MIKILVÆGUR SIGUR HJÁ FH FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason í baráttu við KR-inginn Guðmund Reyni Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.