Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.06.2010, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 2010 25 FÓTBOLTI Guðmundur Steinn Haf- steinsson sneri aftur í Valsbúning- inn með stæl en hann skoraði sig- urmark liðsins gegn Selfyssingum eftir að hafa komið inn á sem vara- maður. Guðmundur hóf tímabilið á láni hjá HK í 1.deildinni en var mættur í hópinn hjá Val í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mín- útu og skoraði svo fjórum mínútum síðar. Skemmtunin á Vodafone-vell- inum í gær kom í köflum sem voru of fáir. Í fyrri hálfleiknum fengu heimamenn nokkur dauðafæri sem ekki nýttust og fengu þeir svo blauta tusku í andlitið strax í upp- hafi seinni hálfleiks þegar Davíð Birgisson skoraði. Stuðningsmenn Selfyssinga voru líflegir í stúkunni og voru þeir enn að fagna markinu þegar Ian Jeffs jafnaði. Fjörleg byrjun á seinni hálfleiknum en eftir mark Jeffs komst meira jafnvægi í hann og fátt markvert gerðist þar til sigurmark- ið kom. Þetta var fjórði sigurleik- ur Vals í röð í deildinni. „Við náðum ekki meira en tveimur samliggjandi sigurleikjum í fyrra svo þetta gefur okkur mikinn kraft,“ sagði Reynir Leósson, varnarmaður Vals, eftir leik. „Þessi leikur var mjög erfiður en við fengum langbestu færin í þess- um leik. Við áttum að vera búnir að skora þegar þeir komast yfir því við erum ekki vaknaðir. Við sýnum svo strax styrk okkar liðs í ár, við brotn- um ekki og náum að jafna strax. Svo sýnir það breiddina að við fáum Steina [Guðmund Stein] af bekknum og skorar fínt mark.“ Valsmenn líta ansi vel út um þess- ar mundir. „Varnarlega erum við að verða þéttari og svo erum við allt- af hættulegir fram á við. Ef við KEFLAVÍK 1-1 HAUKAR 0-1 Sam Mantom (51.) 1-1 Magnús Þórir Matthíasson (86.) Njarðtaksvöllur, áhorf.: Ekki uppgefið Dómari: Einar Örn Daníelsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–9 (4–3) Varin skot Ómar 2 – Daði 2 Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 13–14 Rangstöður 5–6 Keflavík 4–4–2 Ómar Jóhannsson 5 - Alen Sutej 6 (77., Brynjar Guðmundsson -), Haraldur Freyr Guð- mundsson 5, Bjarni Hólm 5, Guðjón Árni Antoníusson 5 - Jóhann Birnir 6, Paul McShane 5, Andri Steinn Birgisson 6 (77., Magnús Þórir -), Hólmar Örn Rúnarsson 6 - Guðmundur Steinarsson 4, Magnús Þorsteinsson 5 Haukar 4–5–1 Daði Lárusson 5 - Gunnar Ormslev Ásgeirsson 6, *Guðmundur Viðar Mete 7, Daníel Einarsson 7, Þórhallur Dan Jóhannsson 5 (45., Pétur Örn Gíslason 5) - Úlfar Hrafn Pálsson 5 (62., Ásgeir Þór Ingólfsson x), Kristján Ómar Björnsson 6, Guðjón Pétur Lýðsson 6, Hilmar Geir Eiðsson 5, Sam Mantom 7 - Arnar Gunnlaugsson 5. FÓTBOLTI Nýliðar Hauka voru afar nálægt því að ná sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í 1-1 jafn- tefli gegn Keflavík í gærkvöldi. Haukar höfðu náð aðeins tveimur stigum í sex leikjum fyrir leikinn og vantaði enn fyrsta sigurinn. Keflvík- ingar þurftu hins vegar að rífa sig upp eftir stórtap gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Leikurinn var lítið fyrir augað enda fót- boltaaðstæðurnar gríðar- lega erfiðar, völlurinn var afar blautur og gríðarlega mikill vindur. Sam Mantom, lánsmaður frá WBA, skor- aði annan leikinn í röð en það var svo Magnús Þórir Matthíasson sem kom af bekknum og skoraði jöfn- unarmarkið rétt undir lokin. „Á stundum sem þessum er stig betra en ekkert. Við eigum þó að geta gert betur,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur. „Ég verð að hrósa báðum liðum fyrir að spila fínan fótbolta þrátt fyrir erfið- ar aðstæður. Það var þó eins og gjarnan að lið án sigurs reynir að liggja aftur og halda sigri,“ sagði Willum. Keflavíkurliðið hefur þar með aðeins fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum og er dottið af toppnum. „Maður fann nasa- þefinn af því að landa sigri og því er sárt að tapa þessu niður,“ sagði A ndr i Marteinsson þjálfari Hauka. „V i ð vo r u m komnir langt í leikinn og markið kemur úr engu í raun þannig að þetta er mjög svekkjandi. Lukkuhjólin hljóta þó að fara að snúast okkur í hag,“ sagði Andri. - kpt Nýliðar Hauka voru 4 mínútum frá sigri á Keflavík: Nálægt fyrsta sigri MAGN- ÚS ÞÓRIR Jafnaði í gær. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Val sinn fjórða sigur í röð: Mættur heim og tryggði 3 stig Á GÓÐU SKRIÐI Ian Jeffs og Valsmenn hafa unnið 4 leiki í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN höldum áfram svona eru okkur allir vegir færir,“ sagði Reynir. Selfyssingar þurfa að fara að safna fleiri stigum og það veit þjálf- arinn Guðmundur Benediktsson vel. „Við sofnuðum á verðinum og gefum tvö mörk að mínu mati. Við eigum eftir að ná í fleiri stig þótt þau hafi ekki komið í dag,“ sagði Guðmundur sem var ekki sáttur við dekkning- una í vörninni í mörkum Valsliðsins. - egm VALUR 2-1 SELFOSS 0-1 Davíð Birgisson (46.) 1-1 Ian Jeffs (47.) 2-1 Guðmundur St. Hafsteinss. (78.) Vodafone-völlur, áhorf.: 1009 Dómari: Þorvaldur Árnason. (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–6 (5–5) Varin skot Kjartan 4 – Jóhann 3 Horn 4–8 Aukaspyrnur fengnar 11–14 Rangstöður 3–1 Valur 4–3–3 Kjartan Sturluson 6 - Greg Ross 4, Reynir Leósson 7, Atli Sveinn Þórarinsson 6, Rúnar Már Sigurjónsson 5 - *Sigurbjörn Hreiðarsson 7, Haukur Páll Sigurðsson 6, Ian Jeffs 7 - Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (74., Guðmundur Steinn -), Arnar Sveinn Geirsson 6, Dannig König 6 (80., Viktor Unnar -) Selfoss 4–3–3 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 - Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 (90., Einar Ottó -) , Agnar Bragi Magnússon 6, Stefán Ragnar Guðlaugsson 6, Andri Freyr Björnsson 5 (90., Viðar Örn -) - Jón Guðbrandsson 7, Arilíus Marteinsson 4, Guðmundur Þórarinsson 5 (46., Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) - Ingi Rafn Ingibergsson 5, Jón Daði Böðvarsson 6, Davíð Birgisson 6.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.