Fréttablaðið - 16.06.2010, Page 1

Fréttablaðið - 16.06.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI16. júní 2010 — 139. tölublað — 10. árgangur MIÐVIKUDAGUR skoðun 16 veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 MATUR OG MENNING er hátíð sem haldin verður í Vestur- byggð dagana 17. til 20. júní. Áhersla verður lögð á það besta í menningu og mat á sunnanverðum Vestfjörðum. Sumarmarkaður Vestfjarða verður opinn og boðið verður til sjávarfangssælkeraveislu. „Uppáhaldsstaðurinn minn er bærinn Vashisht í Manali-dal á Norður-Indlandi. Hann er í tveggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli í Himalaja-fjallgarðinum, nálægt landamærum Kína,“ segir Valdi-mar Ólafsson stjórnmálafræðing-ur. Valdimar segir engan hægðar-leik að komast að bænum Vashisht, en það tekur tuttugu klukkustund-ir í rútu frá Delhi. Hann mælir frekar með að taka þetta ferðalag í áföngum og taka lest til Shimla,gista eina nótt og taka þ ðtil M adís á jörðu yfir sumartímann en þar er víst frekar lítið um að vera á veturna,“ segir Valdimar og bætir við að heppilegasti tím-inn til að heimsækja bæinn sé í september, því þá sé eplauppsker-an. „Ég og konan mín, Kristbjörg Kristjánsdóttir, fórum þangað til að flýja fimmtíu stiga sumarhit-ann í Delhi þegar við vorum að læra þar kvikmyndagerð árið 2004 til 2005. Ætlunin var einungis að komast í mannsæmandi loftslkæla okk fundum skartgripasmið á staðnum og hann smíðaði fyrir okkur hringi sem gerðir voru úr silfri úr Him-al ajafjöllum. Eftir að hafa sett upp hringana fórum við síðan í heitt bað, skelltum okkur á burrito, bjór og myndina Fear and Loathing in Las Vegas á bíóhúsi/kaffihúsi bæj-arins. Létt og nokkuð þétt skottuð-umst við síðan niður fjallveginn og inn á hótelherbergi okkar sem varmeð fjallasýn Trúlofuðu sig á Indlandi Valdimar Ólafsson stjórnmálafræðingur og Kristbjörg kona hans lærðu kvikmyndagerð á Indlandi fyrir nokkrum árum. Í norðurhluta landsins fundu þau bæ sem hreif þau svo mikið að þau ílengdust í mánuð. Valdimar og Kristbjörg heimsóttu auðvitað Taj Mahal eins og ferðalanga er siður. Auglýsingasími Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Útsala Á vor og sumarvörum Friendtex 2010 Opið mánud.–föstud. frá kl. 11–18Laugard. frá kl. 11–16 Komið og gerið frábær kaup Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt Fjölskylduhátíð 10. – 16. júní »Frábær tilboð! »Hoppukastalar »Andlitsmálun »Blöðrur ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag létt&laggott er komið í nýjan búning Sannur ættjarðarvinur Bók með ljóðum Þorsteins Jóhannssonar frá Svínafelli í Öræfum kemur út. tímamót 24 VIÐSKIPTI Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprota- fyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjun- um í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórar- inn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skipt- ir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrir- tækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor. com, sem nýtur allnokkurra vin- sælda á heimsvísu og nú Ticket- master.com, stærsti miðasöluvef- ur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi raf- rænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samn- ingi,“ segir Þórarinn, en aðdrag- andi að viðmótsskiptum Ticket- master hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þór- arinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinn- an sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmast- er. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöld- um sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká Milljónasamningur í höfn Íslenska sprotafyrirtækið Mobilitus annast farsímasöluviðmót fyrir Ticketmaster, eitt stærsta miðasölufyrir- tæki í heimi. Samningurinn skilar verulegum tekjum. Ticketmaster selur inn á stórviðburði um allan heim. LÉTTIR TIL Í dag verða víðast vestan 3-8 m/s. Léttir til upp úr hádegi en dálítil væta austan til fyrri partinn. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 12 10 14 18 15 UTANRÍKISMÁL Hægt verður að hefja aðildarviðræður Íslands við Evr- ópusambandið þrátt fyrir að ekki hafi náðst samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave- málið. Sá kafli í viðræðunum sem fjallar um fjármálakerfið verður þó að bíða þess að deilan leysist, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Leiðtogaráð ESB, sem funda mun í Brussel á morgun, mun sam- þykkja að hefja aðildarviðræður við Ísland, samkvæmt drögum að lokaályktun fundarins, sem Frétta- blaðið hefur undir höndum. Ekki er fjallað beint um Icesave- málið í drögunum, en augljóst út frá samhenginu að vísað er til málsins. „Leiðtogaráðið staðfest- ir að viðræðurnar fari fram á for- sendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðn- anna,“ segir þar enn fremur. - bj / sjá síðu 8 Aðildarviðræður hefjast: Kafli um fjár- málakerfi bíður REYKJAVÍK Nýr meirihluti Besta flokksins og Sam- fylkingar tók við völdum í gær og Jón Gnarr varð borgarstjóri. Borinn var fram sameiginlegur listi allra flokka í ráð og nefndir og er það nýbreytni. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi VG, segir að með þessu hafi hefðbundin „bandalaganálgun“ verið brotin upp og er það henni léttir. Ella hefði hún þurft að skipa sér í sveit með annaðhvort meiri- eða minnihluta: Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgar- stjórnar, segir að hún hafi lagt á það áherslu í við- ræðum nú að fulltrúum allra flokka væri gefið tækifæri. Þessi nálgun sé í fullu samræmi við hennar áherslur sem borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, nýr formaður borgar- ráðs, segir að það taki tíma fyrir fólk að fóta sig í nýju umhverfi sem þessu. „Það eru allir að læra,“ segir hann. Maður dagsins, Jón Gnarr, óttast ekki að nýja kerfið hafi í för með sér flækjur: fólk eigi ekki að hafa óþarfa áhyggjur. - kóþ, óká /sjá síðu 6 Besti flokkurinn og Samfylking hafa tekið við völdum í Reykjavíkurborg: Bandalagsnálgun brotin upp MÚMÍNPABBI FÆR LYKLAVÖLD Létt var yfir mönnum þegar Jón Gnarr tók við sem borgarstjóri af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í gær. Nýi borgarstjórinn segist vilja leysa málin með jákvæðni að leiðarljósi og er víst ekkert að grínast með það. Hann líkir flokk sínum við Múmínpabba: stundum ringlaður, en aldrei vondur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Logi Geirs einkaþjálfari Logi Geirsson og Ingibjörg kærastan hans útskrifast í dag sem einkaþjálfarar. fólk 38 Hvað gera Spánverjar? Evrópumeistarar Spánar hefja keppni á HM í dag. íþróttir 34

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.