Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 10
 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei það er að koma 17. Júní! Á morgun fögnum við því að íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum á því herrans ári 1944. Við það tækifæri var stjórnarskrá Íslands einnig staðfest og Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Fyrir alla Íslendinga er 17. júní dýrðardagur sem ber að fagna. Skrúðgöngur, helíumblöðrur, kandífloss og tónleikar í tilefni dagsins er það sem koma skal. Vertu tilbúin fyrir lýðveldisdaginn og skemmtu þér með vinum og vandamönnum. Fagnaðu frelsinu! Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Undirbúðu þig fyrir lýðveldisdaginn og helltu upp á hressandi BKI kaffi. Fáðu þér lýðveldiskaffi og njóttu dagsins. Gríptu tækifærið, fáðu þér BKI kaffi. 17. júní er á morgun Fagnaðu lýðveldisdeginum með BKI kaffi Lýðveldisdagurinn er á morgun Kauptu BKI fyrir 17. júní Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. MENNTAMÁL Þrjár námsbrautir við Háskólann í Reykjavík (HR) verða lagðar niður í áföngum til að mæta tæplega 200 milljóna niðurskurði á framlögum ríkis- ins til skólans á næsta ári. Þrett- án starfsmönnum skólans hefur verið sagt upp starfi til að bregð- ast við minnkandi framlögum. Þær námsbrautir sem lagðar verða niður eru diplómanám í kennslufræði, meistaranám í lýðheilsufræði og grunnnám í stærðfræði. Ari Kristinn Jóns- son, rektor skólans, segir að nem- endur sem þegar séu byrjaðir í þessu námi fái að ljúka námi sínu við skólann. Nýir nemendur verði ekki teknir inn. Framlög ríkisins til HR hafa verið skorin niður síðustu tvö ár og hefur þeim niðurskurði verið mætt með launalækkunum starfsmanna og almennu aðhaldi, segir Ari. Nú ætli ríkið sér að skera framlög niður um um það bil átta prósent. Framlög til skól- ans á síðasta ári voru um tveir milljarðar, og nemur niðurskurð- urinn því tæplega 200 milljónum króna. „Starfsmenn skólans hafa fært fórnir til að láta þetta ganga hingað til. Nú verður frekari niðurskurði ekki við komið án þess að það komi niður á gæðum kennslu við skólann,“ segir Ari. Til að standa vörð um gæði kennslu var ákveðið að verja kjarnasvið skólans, tækni, við- skipti og lög, en skera niður ann- ars staðar. Fimmtán nemendur höfðu sótt um að hefja nám í lýðheilsufræði í haust og verða þeir frá að hverfa. Ari segir að þeim verði tryggð- ur aðgangur að námi með öðrum hætti. Töluvert stærri hópur sótti um í árs diplómanám í kennslu- fræði, en sá hópur verður tekinn inn, og verður því síðasti hópur- inn sem fer í það nám hjá skólan- um. „Með þessum breytingum sjáum við fram á að ekki þurfi að breyta námsframboði frekar, og stöðug leiki verði að minnsta kosti til ársins 2012. Þá vonumst við til að hægt verði að hefja uppbygg- ingu að nýju,“ segir Ari. Samhliða því að námsbrautirn- ar verða lagðar niður verða aðrar brautir sem heyrðu undir kennslu- fræði- og lýðheilsudeild færðar undir aðrar deildir skólans og kennslufræði- og lýðheilsudeild- in lögð niður. „Þetta er bara frágengið og klappað og klárt,“ segir Þorlákur Karlsson, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar HR. „Við ætlum bara að horfa fram á veginn,“ segir hann, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um tíðindi gærdags- ins. brjann@frettabladid.is Þrjár námsbrautir hjá HR lagðar niður Um 200 milljarða niðurskurði á framlögum ríkisins til HR verður mætt með því að draga úr námsframboði. Þrettán missa vinnuna. Stöndum vörð um kjarnasvið skólans, segir rektor. Horfum fram á veginn, segir deildarforseti. NIÐURSKURÐUR Talið var ómögulegt að skera meira niður á kjarnasviðum HR án þess að það bitnaði á gæðum kennslunnar, og því var ákveðið að leggja niður þrjár námsbrautir við skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á umfangsmiklu kókaínsmygli hing- að til lands í apríl er lokið. Tvö lögregluembætti, á Suður- nesjum og höfuðborgarsvæðinu, hafa farið með rannsóknina. Suð- urnesjahluti málsins hefur verið sendur til ríkissaksóknara og fíkniefnadeildin á höfuðborgar- svæðinu er að senda hinn hlutann til ákæruvaldsins þessa dagana. Sex manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins, einn að kröfu lög- reglustjórans á Suðurnesjum og fimm að kröfu lögreglustjóra höfuð borgarsvæðisins. Það var helgina 10. til 11. apríl sem lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók fimm fyrstu mennina vegna málsins. Maður og kona voru svo handtekin vegna málsins á Keflavíkurflugvelli á sama tíma- bili. Fólkið hafði reynt að smygla samtals rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni í ferðatösk- um til landsins frá Spáni. Við rann- sókn málsins fann lögregla átta milljónir króna í tveimur aðskild- um bankahólfum. Í öðru hólfinu voru að auki skartgripir sem gull- smiðir hafa metið á rúmar tvær milljónir. Um var að ræða hringa og annað skart. Munirnir voru fáir en fokdýrir. Að auki var svo einn hinna hand- teknu með rúmlega eina milljón króna í umslagi. - jss MILLJÓNIR Lögregla lagði hald á níu milljónir við rannsókn málsins. Rannsókn tveggja lögregluembætta á umfangsmiklu kókaínmáli lokið: Stóra kókaínmálið til ákæruvaldsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.