Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 12
12 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR LOFTFIMLEIKAR Ungur Indverji stekkur með tilþrifum út í skurð í Nýju-Delí. FRÉTTABLAÐIÐ / AP Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is Í Smáralind blásum við til þjóðhátíðar 16. júní með glaum og gleði. Hæ, hó, tökum forskot á sæluna og sjáumst í Smáralind! GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ Smáfólkið fær frítt í hoppukastala (kl. 12-19) Frítt kandífloss (kl. 14-17) Frítt í minigolf fyrir fjölskylduna Blöðrur fyrir öll börn (kl. 12-18) Frímiði í Veröldina okkar fyrir öll börn Nöfn þeirra sem kaupa gjafakort fara í RISApott Allir sem mæta með íslenska fánann fá ís í brauði frá Kjörís í Ísbúð Smáralindar (kl. 12-19) Þjóðhátíðartilboð í verslunum Allt ofangreint á meðan birgðir endast. Sjáumst! ALÞINGI Almenn niðurfelling skulda upp á 20 prósent kostar 114 millj- arða, setur Íbúðalánasjóð á haus- inn og eykur útgjöld hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og bönkun- um. Þetta sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, spurði forsætisráðherra út í grein Helga Hjörvar í Fréttablað- inu í gær, en þar talaði hann fyrir því að leið almennrar niðurfellingar yrði skoðuð. Sigmundur sagði Helga hitta naglann á höfuðið og með grein sinni tæki hann undir sjónarmið Framsóknarflokksins í málinu. Við- urkenna þyrfti að um tapað fé væri að ræða sem ætti að afskrifa og leið- rétta þannig lánin. Jóhanna ítrekaði að leið ríkis- stjórnarinnar varðandi heimilin væri eðlilegri. Þar væri komið best til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent nið- urfellingu skulda. Nýta þyrfti það fé sem fyrir hendi væri til að aðstoða þá verst stöddu. Hvatti hún þing- heim til að styðja tillögurnar og afgreiða áður en Alþingi færi í sum- arfrí, þó að mögulega þyrfti að taka nokkra daga aukalega í umræður þar um. Helgi sagði í grein sinni að án almennra aðgerða væri einkum komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn hafi talað fyrir þverpól- itísku samráði um að meta svigrúm- ið til almennrar skuldaleiðréttingar, „enda hefur það smám saman verið að koma í ljós að þessar sértæku leiðir eru allt of tafsamar og hafa nýst of fáum“. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, tekur undir það. Hún segir að á einu ári hafi 400 manns getað nýtt sér úrræði eins og greiðsluaðlögun. Sú tala gæti hækkað í 2.000 eftir ný frumvörp sem liggi fyrir þing- inu. Það sé allt of lítið, um 22 þús- und manns séu á vanskilaskrá. Hún vill fara í almenna niðurfellingu skulda. - kóp Sífellt fleiri vilja leiðréttingu Æ fleiri þingmenn tala fyrir almennri niðurfellingu skulda að einhverju marki. Ríkisstjórnin er á móti þeirri leið. Viðskiptaráðherra segir að koma verði til móts við fólk sem keypti fyrstu eignina þegar verð var sem hæst. STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun gerir ekki athugasemd við undir- búning sameiningar skattumdæma landsins, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í gær. Um síðustu ára- mót voru embætti ríkisskattstjóra og níu skattstjóra víðs vegar um landið sameinuð í eitt og landið gert að einu skattumdæmi. Ríkisendurskoðun telur að und- irbúningur sameiningarinnar hafi byggt á skýrum faglegum og fjár- hagslegum markmiðum og rúmist innan heimilda. Að auki liggi fyrir skýr verk- og tímaáætlun. - kóþ Ríkisendurskoðun tilkynnir: Líst ekki illa á sameininguna HEILBRIGÐISMÁL Læknafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðn- ingi við greinargerð landlæknis vegna detox-meðferðar Jónínu Benediktsdóttur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær. „Félagið vill í þessu samhengi benda á að samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er öll heilbrigðisstarfsemi hér á landi háð starfsleyfi frá landlækni og lýtur eftirlitsskyldu hans, án tillits til þess hvort hún er veitt af ríkinu eða öðrum aðilum með eða án greiðsluþátttöku ríkis- ins,“ segir í stuðningsyfirlýs- ingunni. Landlæknir deilir hart á ristil- hreinsun Jónínu í greinargerð sinni og segir hana gagnslausa. Jónína hefur svarað honum full- um hálsi. - sh Ekki hrifnir af ristilskolun: Læknar styðja landlækni JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON LILJA MÓSESDÓTTIR SIGMUNDUR D. GUNNLAUGSSON KIRGISISTAN, AP Að minnsta kosti nokkur hundruð manns hafa látið lífið í óeirðum í suðurhluta Kirgis- istans síðustu daga, að mati Rauða krossins. Æ fleiri fréttir berast af því að ýtt hafi verið undir átökin beinlínis til þess að koma bráða- birgðastjórn landsins frá völdum. Óeirðirnar hafa beinst að Úsbek- um, sem eru í minnihluta í landinu. Borgin Osh hefur að stórum hluta verið lögð í rúst og yfir hundr- að þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Úsbekistans. Á þriðjudag lokuðu stjórnvöld í Úsbekistan landamærunum, þannig að fjöldi fólks hefur safn- ast saman við landamærin eða situr fast á einskismannslandi milli gaddavírsgirðinga hvoru megin. Bráðabirgðastjórn landsins hefur sakað Kurmanbek Bakijev, fyrrverandi forseta, og fjölskyldu hans um að hafa hvatt til óeirðanna í þeirri von að hætt verði við þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórnar- skrá, sem á að halda 27. júní. Bakijev hraktist frá völdum í apríl í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn honum. - gb Óeirðirnar í Kirgisistan hafa kostað hundruð manna lífið: Fólk innlyksa á landamærum VIÐ LANDAMÆRI ÚSBEKISTANS Yfir hundrað þúsund manns hafa flúið yfir landamærin. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.