Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2010 17 Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármála- kreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á reglu- verki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrum- bótum á regluverki í Bandaríkj- unum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ron- alds Reagan fyrir 30 árum. Óbeisl- aðir markaðir eru hvorki skilvirk- ir né stöðugir. En orrustan – og jafnvel sigurinn – hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum – hvort eð heldur seðla- bankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjár- málaráðuneytið – hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hag- kerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðn- ings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eft- irlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgð- inni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsað- ilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuð- unum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að banka- menn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerf- inu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að banka- mönnum er „siðferðislega ábóta- vant“. Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyr- irtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðis- hlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármála- geirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður lík- lega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing sam- þykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnu- brögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu – áhættustýringu, að ráðstafa fjár- magni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrir- tækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kaup- hallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalána- markaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélags- ins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stór- ir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svo- nefndu Volcker-reglu (sem geng- ur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate Regluvæðing fjármálakerfisins Efnahagsmál Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Passat EcoFuel® er eitt best geymda leyndarmálið í íslenskri umferð. Visthæfur lúxusbíll sem gengur fyrir íslensku metaneldsneyti. Eldsneytiskostnaðurinn er því nær helmingi minni en hjá sambærilegri bensínbifreið. Auk þess leggur hann frítt í stæði í Reykjavík, 90 mín. í senn – og losar aðeins um 119 CO2 g/km. Íslenskt metan er unnið úr lífrænum efnum, því verður engin aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu við bruna þess. Das Auto. Sparar allt nema gæðin Passat EcoFuel® kostar aðeins frá 3.890.000 kr. METAN er innlendur orkugjafi METAN er helmingi ódýrara en bensín Sparaðu allt að 50% af árlegum eldsneytiskostnað i.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.