Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 2010 3 „Þrándheimur er vinsæll ferða- mannastaður,“ segir Line Vikrem, sem tekur við stjórn ferðamála í borginni í ágúst. Bókanir í flug Icelandair hafa gengið vel og þegar hefur verið bætt við flugi í haust af þeim sökum. „Við erum staðsett í miðjum Noregi og fáum marga ferðamenn um helgar og á sumrin. Fólk sem er að keyra sunnan úr Evrópu og til Norður- Noregs stoppar oft í Þrándheimi eina nótt eða svo.“ Þrándheimur er ein af elstu borgum Skandinavíu og var fyrsta höfuðborg Noregs en gekk þá undir nafninu Niðarós. Ólafur Tryggvason konungur setti borg- ina á stofn árið 997. „Íslendingar ættu að fara til Þrándheims til að sjá eitthvað nýtt og vera í nota- legu umhverfi.“ Line segir að Þrándheimur sé söguleg borg. Þar er hægt að skoða kapelluna í Niðarósi, gamla bæinn sem kallaður er Bakkland- et, söfn og Munkholmen sem er lítil eyja rétt fyrir utan borg- ina. „Þar er hægt að fara í sól- bað á sumrin en þangað er líka farin ferð með leiðsögn. Þangað er gaman að fara á fallegum sum- ardegi,“ segir Line og bætir við að Þrándheimur sé einnig góð versl- unarborg. En er Þrándheimur dýr borg? „Þetta er ekki dýrasta borg Nor- egs. Það er ódýrast að koma til Þrándheims á sumrin og um helgar.“ martaf@frettabladid.is Ein elsta borg Skandinavíu Fyrsta flug Icelandair til Þrándheims var farið í síðustu viku. Line Vikrem sem tekur við stjórnun ferða- mála í borginni í ágúst brá sér af því tilefni til Íslands. Hún segir Þrándheim ódýrastan á sumrin. Kapellan í Niðarósi var byggð yfir gröf Ólafs Haraldssonar hins helga. MYND/TOM GUSTAVSEN Inn í gamla bæinn liggur gömul brú og þar er einnig dómkirkjan. MYND/VISIT TRONDHEIM AS Bakklandet heitir gamli bæjarhlutinn í Þrándheimi. Þar er gaman að ganga um og skoða það sem fyrir augu ber. MYND/TERJE RAKKE Line Vikrem segir margt að skoða í Þrándheimi og þar sé líka gott að versla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Miðnæturganga upp á eyjuna í Ásbyrgi verður í boði á sumar- sólstöðum. Boðið verður upp á miðnætur- göngu upp á Eyjuna í Ásbyrgi á sumarsólstöðum 21. júní. Af Eyj- unni er gott útsýni norður á sand- ana og ef vel viðrar má sjá sólina renna sér eftir sjóndeildarhringn- um. Gangan hefst við Gljúfrastofu í Ásbyrgi klukkan 23.00 og reikn- að er með að hún taki um einn og hálfan til tvo klukkutíma. - eö Ganga á sólstöðum Gott útsýni er af Eyjunni í Ásbyrgi. Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Mikið úrval • Stærðir 36–52 25% afsláttur af öllum bolum Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is 98% bómull + 2% stretch Nýtt frá Str. 36 - 56 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. DECO - glæsilegur, létt fylltur í D,DD,E,F,FF,G skálum á 8.850 kr. NÝTT GLÆSILEGT • YNDISLEGT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.