Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 40
32 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is í BYKO! Frábær tilboð Vnr. 0291412 Girðingar- efni SALVIA ESPALE 1800x1800 mm. Vnr. 0077260 Vatnsklæðning Vatnsklæðning, kúpt, 20x120 mm, B-gagnvarið. 0058325 Fura, alhefluð 27x120 mm A-gagnvarið. ÓDÝRT Lægra verð á pallaefni! 299* Fullt verð : 375 kr./ lm. Vnr. 0291530 Tröppukjálki Þriggja þrepa tröppukjálki, A-gagnvarið. Vnr. 0291500 Ræktunarkassi Ræktunarkassi, 500x1000x1200 mm. *Tilboðin gilda til 20. júní. Sértilboð um helgina í Timbursölum BYKO - Sértilboð umSértilbo el ina í Timbursölum BYKO - Sértilboð um 469* Fullt verð : 675 13.990* Fullt verð : 19.900 11.990* Fullt verð : 15.900 30% afsláttur 30% afsláttur 17% afsláttur 31% afsláttur 20% afsláttur 59.900* Fullt verð : 69.900Vnr. 0297060 Fánastöng Fánastöng, 6 m. 25% afsláttur 1.529* Fullt verð : 2.190 > 33 klukkutíma ferðalag til Brasilíu Íslenska landsliðið í handbolta spilar í dag fyrri leik sinn gegn Brasilíu. Leiknir verða tveir æfingaleikir við heimamenn ytra en leikirnir fara fram í fallegum strand- bæ, Balneário Camboriú. Þar ætti ekki að væsa um strákana sem þurftu nægan tíma til að jafna sig eftir ferðalagið til borgarinnar frá Íslandi. Það tók heila 33 klukkutíma. Liðið flaug til Þýskalands þar sem það beið í rúma tíu klukkutíma áður en þrettán tíma flug til Sao Paulo fór í loftið. Þá tók við önnur bið í stærstu borg Brasilíu áður en flogið var í þrjá tíma til Balneário Camboriú. Seinni leikurinn er á föstudag. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni varð Íslands- meistari í fyrsta sinn í fyrra og hefur byrjað golfsumarið frábærlega í ár. Hún hefur unnið tvö fyrstu mótin á Eimskipsmótaröðinni, í Eyjum fyrir tveimur vikum og svo á Leirdalsvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar um helgina. „Ég er ánægð með þetta. Það er aðeins meira pressa á mér í sumar að standa mig,“ segir Valdís sem hefur aldrei áður náð að vinna tvö mót í röð á mótaröðinni. Valdís Þóra vann Fitness Sportmótið með minnsta mun, einu höggi á undan Signýju Arnórsdóttur úr GK. „Ég vissi ekki hver staðan var í öðrum hringnum því við vorum allar að spila úti um allt. Ég gat ekki fylgst með en ég sá Signýju fá skolla á 17. holu. Ég ætlaði mér allavega að ná pari eða betra og það var fínt að ná fugli á þeirri holu. Þá vissi ég að ég væri tveimur höggum betri heldur en hún á þeirri holu,“ sagði Valdís og þessi 17. hola réð miklu um útkomuna. Fyrsti hringurinn á mótinu um helgina var felldur niður vegna slæms veðurs. „Ég var búin með sex holur þegar þeir frestuðu keppni. Ég var alveg sammála þessari ákvörðun. Þetta var bara bull og ekkert veður til að spila golf í,“ sagði Valdís og bætti við: „Ég er vön alls kyns aðstæðum hér heima en regnhlífin mín brotnaði á fimmtu holu, þetta var það slæmt,“ sagði Valdís. Valdís stundaði nám við Texas State-háskólanum í vetur og stóð sig vel á golfvellinum. „Ég var einu sinni í 2. sæti og einu sinni í 4. sæti. Ég var oftast meðal efstu 30 í einstaklingskeppninni. Ég átti hringi sem voru alveg hræðilegir en ég náði að bjarga skorinu ágætlega,“ segir Valdís um fyrsta árið af fjórum í skólanum. Valdís stefnir að sjálfsögðu á sigur í þriðja mótinu í röð sem fer fram hjá Oddi eftir tvær vikur. „Þær verða örugglega brjálaðar í næsta móti og ætla sér örugg- lega að reyna að vinna mig. Ég læt það ekkert á mig fá og æfi bara meira í staðinn. Það er stefnan að vinna þrjú mót í röð,“ segir Valdís. VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR BYRJAR GOLFSUMARIÐ VEL: BÚIN AÐ VINNA TVÖ FYRSTU MÓTIN Á EIMSKIPSMÓTARÖÐINNI Regnhlífin mín brotnaði, veðrið var það slæmt Valur-Afturelding 10-0 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.), 2-0 Rakel Logadóttir (10.), 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.), 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.), 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.), 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.), 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.), 8-0 Björk Gunnarsdóttir (58.), 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.), 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (75.). Fylkir-KR 1-1 1-0 Arna Sigurðardóttir (4.), 1-1 Katrín Ásbjörns dóttir (90.+3). Haukar-Grindavík 0-1 0-1 Rachel Furness (34.) Breiðablik-FH 3-1 1-0 Hlín Gunnlaugsdóttir (19.), 1-1 Margrét Sveinsdóttir (70.), 2-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (86.), 3-1 Ásta Eir Árnadóttir (88.) STAÐAN Í DEILDINNI Valur 7 5 2 0 31-4 17 Breiðablik 7 4 2 1 10-6 14 Þór/KA 7 4 1 2 18-11 13 KR 7 3 2 2 11-5 11 Grindavík 7 3 2 2 6-4 11 Stjarnan 7 3 1 3 9-7 10 Fylkir 7 3 1 3 11-10 10 Afturelding 7 3 1 3 7-19 10 Haukar 7 1 0 6 2-16 3 FH 7 0 0 7 5-28 0 Upplýsingar um markaskora eru fengnar frá netsíðunni fótbolti.net. PEPSIDEILD KVENNA FÓTBOLTI Valur og Afturelding mættust í sjö- undu umferð Pepsi-deildar kvenna í gær en Valsstúlkur voru svo sannarlega klárar í þennan leik eftir tvö jafntefli í röð þar sem þær gjörsamlegu gengu frá gestunum úr Mos- fellsbæ og endaði leikurinn, 10-0, fyrir Val þar sem aðeins eitt lið mætti til leiks. „Við svöruðum heldur betur kallinu og spil- uðum frábærlega í þessum leik. Við vorum búin að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og fórum í andlegu hliðina og ég er rosalega ánægður með allt liðið því þær sýndu topp- klassa spilamennsku,” sagði Freyr Alexand- ersson, þjálfari Vals, eftir leikinn í gær en hann gat ekki annað en brosað eftir leikinn. „Við spiluðum okkar besta leik og ég held að hver og einn leikmaður hafi náð sínu besta fram í dag. Ég get ekki annað en verið stolt- ur,“ bætti Freyr við en liðið gerði tvö jafntefli í umferðunum á undan og var hann ánægður með hvernig stelpurnar svöruðu. „Það er erfitt að vinna átján leiki í röð og það gerist mjög sjaldan svo ég skil það vel að við skulum misstíga okkur einhvers staðar. Við komum sterk til baka þannig að ég held að það sé ekkert vandamál hjá okkur. Hópur- inn er sterkur og við erum á réttri leið,” sagði Freyr. Það voru aðeins mættir 140 áhorfend- ur til að fylgjast með leiknum í gær en Freyr vonar að þetta markaregn dragi fólk á völlinn í næstu leikjum. „Maður er kannski mest óánægður með mætinguna á völlinn og þessar stelpur sem hafa verið flaggskip félagsins hérna í fjölda mörg ár fá lítinn stuðning, það er svekkjandi ég viðurkenni það. Næst eigum við bikarleik á móti Breiðablik og ég kalla bara á Valsmenn og bið þá að koma og styðja stelpurnar því þær þurfa virkilega á því að halda,” sagði Freyr ánægður í leikslok. Það fóru þrír aðrir leikir fram í gær. Breiða- blik náði 2. sætinu á ný með 3-1 sigri á FH, KR jafnaði í uppbótartíma á móti Fylki og írska landsliðskonan Rachel Furness tryggði Grindavík sigur á Haukum en hún spilar á móti Íslandi í Laugardal á laugardaginn. - rog, Markaregn á Vodafone-vellinum Valskonur komust aftur á sigurbraut með 10-0 sigri á Aftureldingu í gær. Lið Aftureldingar var ekki búið að fá á sig mark í þremur leikjum í röð. „Spiluðum frábærlega,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals. Á FLUGI Valskonan Andrea Ýr Gústavsdóttir og Lára Kristín Pedersen hjá Aftureldingu í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.