Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.06.2010, Blaðsíða 42
34 16. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Á árum áður höfðu Spán- verjar litla trú á landsliði sínu á stórmótum. Sama gamla sagan virt- ist endurtaka sig aftur og aftur, liðið var skipað frábærum leikmönnum sem náðu svo ekki saman sem lið. Það olli alltaf vonbrigðum og á end- anum sættu sig allir við meðal- mennsku. En nú er öldin önnur. Spánverjar hafa gríðarlega trú á sínu liði, líkt og veðmangarar sem flestir setja Spánverja í efsta sæti yfir þau lið sem eru líklegust til að verða heims- meistari í júlí. Þeir hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Svisslend- ingum. Spánverjar eru því komnir í nýja stöðu eftir að hafa orðið Evrópu- meistarar árið 2008. Þeir eru undir miklu meiri pressu en oft áður og í kvöld sjást fyrstu merki þess hvern- ig liðið tekur á henni. Ef liðið spilar eitthvað í líkingu við 6-0 burstið á Pólverjum í síð- asta æfingaleiknum fyrir HM verða önnur lið í vanda stödd. Spánverjar voru einfaldlega hrikalega góðir. Annað markið var með þeim fal- legri á þessu ári, stórbrotinn sam- leikur sem lauk með einföldu marki. Það hefur verið kallað Playstation- mark og Spánverjum líkt við Harl- em Globetrotters. Móralinn í liðinu er frábær en samkeppnin um stöður í liðinu er jafnframt mikil. Enginn virðist geta velt Iker Casillas úr sessi í markinu og vörnin er sterkari en á EM 2008. Gerard Pique átti frábært tímabil og er góður með boltann. Hann verður væntanlega í byrjunarliðinu í hjarta varnarinnar með Carles Puyol. Árið 2008 var Carlos Marchena í vörn- inni. Bakverðir eru svo líkt og 2008, þeir Joan Capdevilla vinstra megin og Sergio Ramos hægra megin. Á miðjunni vandast málið. Þar er hreinlega ekki pláss fyrir Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal. En Andres Iniesta, sem reyndar er ekki 100% heill en þó líklegur til að byrja leikinn í kvöld, held- ur honum út úr liðinu. Xavi, besti leikmaður EM 2008, á svo fast sæti. Xabi Alonso spilar svo vænt- anlega á miðjunni með þeim. David Silva á líka öruggt sæti í liðinu, sem hluti af þriggja manna sóknarlínu með David Villa og Fernando Torres. Meiðsli þarf til þess að breytingar verði á sóknar- línunni. Þessi upptalning er ástæða þess að Spánverjar eru líklegastir til að verða þriðja þjóðin til að vera heims- og Evrópumeistari á sama tíma. Frakkar voru meistarar 1998 og 2000 og Vestur-Þjóðverjar 1972 og 1974. Besti árangur Spánverja á HM er fjórða sæti árið 1950 en þjóðina þyrstir í meira. Tækifærið er núna. hjalti@frettabladid.is Spánverjar í nýrri stöðu á stórmóti Spánverjar hefja leik á HM í kvöld sem líklegasta liðið til að hampa titlinum. Mórallinn í liðinu virðist vera þeirra tólfti maður. Heima á Spáni bíður þjóðin í ofvæni eftir kvöldinu og raunar heimsbyggðin öll. GÓÐUR LIÐSANDI Liðið hjá Spánverjum nær einkar vel saman og meira að segja þjálfarinn er ekki hataður af blaðamönnum, líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Hér er liðið á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP F-RIÐILL Nýja-Sjáland - Slóvakía 1-1 0-1 Robert Vittek (50.), 1-1 Winston Reid (90.+3) STAÐAN Ítalía 1 0 1 0 1-1 1 Nýja-Sjáland 1 0 1 0 1-1 1 Paragvæ 1 0 1 0 1-1 1 Slóvakía 1 0 1 0 1-1 1 NÆSTU LEIKIR Slóavkía-Paragvæ sunnudagur kl. 11.30 Ítalía - Nýja-Sjáland sunnudagur kl. 14.00 F-RIÐILL Fílabeinsströndin - Portúgal 0-0 Brasilía - Norður-Kórea 2-1 1-0 Maicon (55.), 2-0 Elano (72.), 2-1 Ji Yun-nam (88.) STAÐAN Brasilía 1 1 0 0 2-1 3 Fílabeinsstr. 1 0 1 0 0-0 1 Portúgal 1 0 1 0 0-0 1 Norður-Kórea 1 0 0 1 1-2 0 NÆSTU LEIKIR Brasilía - Fílabeinsströnd. sunnudag kl. 18.30 Portúgal - Norður-Kórea mánudag kl. 11.30 LEIKIR DAGSINS Hondúras - Chile kl. 11.30 Spánn - Sviss kl. 14.00 Suður-Afríka - Úrúgvæ kl. 18.30 HM Í GÆR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. BJARGVÆTTURINN Bakvörðurinn Win- ston Reid tryggði Nýja-Sjálandi 1-1 jafn- tefli á móti Slóvakíu þegar hann jafnaði leikinn á þriðju mínútu í uppbótartíma, aðeins nokkrum sekúndum áður en flautað var til leiksloka. FRÉTTABLAÐIÐ /AP FÓTBOLTI Tveir öflugustu fram- herjar heims, Cristiano Ronaldo og Didier Drogba, þurftu að sætt- ast á markalaust jafntefli í fyrsta leik Portúgals og Fílabeinsstrand- arinnar á HM í Suður-Afríku. Ronaldo spilaði sinn tíunda landsleik í röð án þess að skora og Drogba kom inn á sem varamað- ur þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn bauð ekki upp á mörg marktækifæri og olli mörgum von- brigðum enda bjuggust margir við því að þessi lið ættu að geta lífgað upp á markaleysið í keppninni. „Þetta var jafn leikur og bauð ekki upp á mörg tækifæri til að skora,“ sagði Sven-Göran Eriks- son, þjálfari Fílabeinsstrandarinn- ar. „Mér fannst við samt eiga meiri möguleika á að vinna þennan leik. Ég er mjög ánægður með frammi- stöðuna. Við héldum skipulaginu og spiluðum agað allar 90 mínút- urnar,“ sagði Eriksson. Didier Drogba byrjaði á bekkn- um en kom inn á sem varamaður á 65. mínútu, en það eru aðeins liðn- ir tíu dagar síðan hann handleggs- brotnaði. „Ég talaði við hann eftir æfinguna í gær og hann vildi byrja á bekknum. Ég var að vonast til þess að við þyrftum ekki að nota hann en við vildum vinna leikinn,“ sagði Sven-Göran. „Þetta voru sanngjörn úrslit miðað við færin sem Portúgal fékk í fyrri hállfeik og færin sem Fílabeinsströndin skapaði sér úr skyndisóknum,“ sagði Carlos Queiroz, þjálfari Portúgals. - óój Leikur Fílabeinsstrandarinnar og Portúgals í dauðariðlinum var markalaus og olli vonbrigðum á HM í gær: Drogba bað um að fá að byrja á bekknum TAKK FYRIR LEIKINN Didier Drogba með Ricardo Carvalho eftir leikinn. MYND/AP FÓTBOLTI Brasilíumenn unnu 2-1 sigur á Norður- Kóreu í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku í gærkvöldi. Norður-Kóreumenn komu mörgum á óvart með góðri frammistöðu og það er ljóst á leik „leyniliðsins“ á HM að Norður-Kórea er sýnd veiði en ekki gefin í dauðariðlinum og það verður mjög spennandi að sjá hvernig Portúgal og Fílabeins- ströndinni gengur á móti þeim. Norður-Kóreumenn gerðu brasilíska liðinu mjög erfitt fyrir í fyrri hálfleik með skipulögðum varn- arleik og nokkrum skemmtilegum skyndisóknum. Brasilíumenn fundu ekki taktinn og fengu fá færi. Það tók Brasilíumenn 55 mínútur að koma boltanum í markið hjá skipulögðu liði Norður-Kóreubúa og það þurfti algjöra snilld eða kannski bara mikla heppni hjá bakverðinum Maicon til þess að koma Brasilíu á bragðið í keppninni. Maicon tók til sinna ráða á 55. mínútu þegar hann tók enn eitt hlaupið upp allan hægri kantinn og fékk síðan boltann frá Elano. Þegar Maicon var kom- inn upp að endamörkum horfði hann út í teiginn og virtist ætla að gefa boltann fyrir en skotið/sending- in hans fór hins vegar á nærstöngina og fram hjá Ri Myong-guk sem var óviðbúinn í markinu. Markið var algjört augnakonfekt og er enn eitt dæmið um eftirminnilegt mark frá brailískum bak- verði í úrslitakeppni HM en það verður örugglega mikið rætt um það hvort að hann hafi ætlað að skora eða gefa fyrir. Brasilía komst síðan í 2-0 á 72. mínútu þegar Elano skoraði laglegt mark eftir að hafa fengið stórkost- lega sendingu frá Robinho þvert í gegnum vörnina. Þeir Robinho og Elano spiluðu saman hjá Manchest- er City á sínum tíma og ná greinilega vel saman. Þetta var það síðasta sem Elano gerði í leiknum því honum var skipt strax út af en mark og stoðsending var ekki slæmur árangur hjá honum í fyrsta leik. Norður-Kóreumenn voru ekki á því að gefast upp þrátt fyrir að vera komnir 2-0 undir og Ji Yun-nam minnkaði muninn á 88. mínútu með laglegu marki eftir að hafa platað brasilísku vörnina. Markið var hálfgerður sigur fyrir lið Norður-Kóreu en sigur Brasilíu var engu að síður nokkuð öruggur og sann- færandi. - óój Brasilíski bakvörðurinn Maicon kom Brasilíu á bragðið á HM með glæsimarki: Heppni eða algjör snilld? STÓRKOSTLEGT MARK Maicon fagnar hér marki sínu sem kom Brasilíumönnum í 1-0. Hér er hann ásamt Robinho sem lagði upp seinna mark Brasilíu á snilldarlegan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.