Fréttablaðið - 17.06.2010, Page 2

Fréttablaðið - 17.06.2010, Page 2
2 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Daníel, heldurðu að þú fáir strengi af því að smíða gítara? „Nei, ætli ég slái ekki bara á létta strengi.“ Daníel Smári Hallgrímsson hefur fengið inngöngu í hinn virta skóla Musicians Institute í Los Angeles, þar sem hann mun læra gítarsmíði. SPURNING DAGSINS VINNUMARKAÐUR Endurnýja á stöð- ugleikasáttmálann og er unnið að því í stjórnarráðinu. Stefnt sé að því að ganga frá honum áður en til kjarasamningagerðar kemur í haust. Þetta segja heimildir í stjórnarráði. Unnið hafi verið að þessu í nokkurn tíma og þreifingar verið í gangi, með það að sjónar- miði að koma Samtökum atvinnu- lífsins aftur að borðinu. En nú hefur Alþýðusambandið (ASÍ) einnig sagt sig frá sáttmál- anum. Samkvæmt tilkynningu sem ASÍ sendi í gær gagnrýnir mið- stjórn sambandsins ríkisstjórnina „harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um starfsendurhæfingu“. Forsendur til frekara samstarfs séu brotnar. Hér er vísað til þess að ekki náðist að afgreiða frumvarp um greiðslu- skyldu atvinnurekenda og lífeyrissjóða til starfs- endurhæfingar fyrir þinglok. ASÍ segir að efnd- ir þessa hluta stöðug- leikasáttmálans hafi verið síð- asta hálm- stráið sem rökstuddi aðild ASÍ að sáttmálanum. Það hafi átt að efna fyrir síðustu áramót. Alþingi komi í veg fyrir að „stórir hópar fólks á almennum vinnumarkaði og öryrkjar hjá lífeyrissjóðunum njóti réttar til starfsendurhæf- ingar“. - kóþ Alþýðusambandið segir sig frá stöðugleikasáttmálanum: Unnið að nýjum sáttmála UTANRÍKISMÁL Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland mótmælti því áliti sem stofnunin setti fram í fyrra að ákvæði íslenskra laga og kjarasamn- inga um laun í veikindaforföllum og slysatrygg- ingar ættu ekki að ná til erlendra starfsmanna sem hér ynnu. ESA benti á að tilskipun um útlenda starfsmenn gerði almennt ráð fyrir því að um slík réttindi fari samkvæmt lögum og samningum í heimaríkj- um erlendu starfsmannanna. Vegna þessa telur stofnunin að lög frá árinu 2007 um skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn sína til tímabundinna starfa á Íslandi samræmist hvorki ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) um frjálsa þjónustustarfsemi né ákvæðum tilskipunar um útlenda starfsmenn. ESA gerði einnig athugasemd við að lengra væri gengið en nauðsyn bæri í ákvæðum laganna sem gera fyrirtækjum skylt að veita ákveðnar upplýs- ingar um sig og þá starfsmenn sem þau hyggj- ast senda til Íslands. Á það féllst íslenska ríkið eftir að hafa, í mars í fyrra, fengið áminningu um málið frá ESA og rökstutt álit í nóvember. Lögun- um hefur þegar verið breytt hvað þetta varðar. - óká ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur ríkið brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins: Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn KÍNVERSKIR BORMENN Í VIRKJUN Þó nokkrar starfsmannaleig- ur störfuðu hér á uppgangstímum íslensks byggingariðnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GYLFI ARNBJÖRNSSON ASÍ hefur sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum eins og Samtök atvinnulífsins. Í stjórnarráðinu hefur um nokkurt skeið verið unnið að nýjum sáttmála, segja heimildir þaðan. FERÐAÞJÓNUSTA Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumar- ið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímsla- ferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðl- um,“ segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið.“ Skrímslafélagið er angi af Arn- firðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að mark- miði að aðstoða og efla heimabyggð- ina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferða- menn í bænum. Þeir hafi þar af leið- andi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu mat- vælaiðjunni á Bíldudal; 800 fer- metra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt,“ segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heima- manna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið.“ Um hundr- að sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setr- ið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess.“ Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúf- Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal Skrímslasetrið á Bíldudal var opnað formlega á dögunum. Þar geta gestir kynnt sér forynjur og furðuverur úr þjóðtrúnni. Um hundrað sjálfboðaliðar tóku þátt í að byggja upp safnið, sem laðaði að þúsundir gesta í tilraunaopnun í fyrra. Frá fornu fari hafa verið sagðar sögur á Íslandi um kynjaverur sem heima áttu í undirdjúpunum. Hvergi á Íslandi eru þó fleiri frásagnir um þær en í Arnarfirði og eru á annað hundrað skráðar frásagnir til þar sem menn hafa komist í tæri við skrímsli. Í Skrímslasetrinu á Bíldudal er skrímslasögum gerð skil á ýmsan og oft nýstárlegan hátt, til dæmis með margmiðlunarborði, upplýstum myndskreytingum og upptökum af frásögnum af kynjaverum á borð við förulalla, hafmenn, skeljaskrímsli og marhross. Fjörulallar og marhross VALDIMAR GUNNARSSON Um hundrað sjálfboðaliðar úr röðum heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga unnu í tvö ár við að koma Skrímslasetrinu á laggirnar. aðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safn- ið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í til- raunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra,“ segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið.“ Um fimmtán milljónir króna vant- ar til að ljúka við seinni áfanga set- ursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is FR ÉTTA B LA Ð IÐ /B ER G STEIN N STJÓRNMÁL Ókeypis verður í sund fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri í sundlaugar Reykjavíkur í sumar. Borgarráð samþykkti þetta á fundi sínum í gær. Jón Gnarr borgarstjóri segir þessa ákvörðun vera í samræmi við samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Enn fremur segir Jón að blautur borgari sé glaður borgari, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar rekur sjö sund- laugar í borginni. - mþl / sjá síðu 16 Ný borgarstjórn Reykjavíkar: 18 ára og yngri fá frítt í sund NÁTTÚRA Gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimm- vörðuhálsi hafa fengið nöfn sem sótt eru í ásatrú. Stærri gígurinn fékk nafn- ið Magni en sá minni nafn- ið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Þetta var ákveðið í gær þegar menntamálaráðherra féllst á til- lögu starfshóps undir forystu örnefnanefndar. Nöfnin vísa til Þórsmerkur og Goðalands, en Magni og Móði voru synir þrumuguðsins Þórs. Ný örnefni á Fimmvörðuhálsi: Gígar nefndir Magni og Móði IÐNAÐUR Landsvirkjun og Alcan á Íslandi hafa samið um orku- sölu til álversins í Straums- vík. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir samning- inn fyrsta skrefið í nýrri stefnu um að tengja orkuverð hér við þróun á alþjóðlegum mörkuð- um. Annars vegar er endursamið um verð á núverandi orkusölu til álversins og hins vegar um afhendingu viðbótarorku vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar álversins, að því er fram kemur í tilkynningu. Nýtt raforkuverð tekur gildi 1. október 2010. Það er í Banda- ríkjadölum, verðbætt miðað við bandaríska neysluvísitölu og er álverðstenging afnumin. Samið er til ársins 2036. - óká Orkuverð tengt alþjóðaþróun: Samið um verð til Straumsvíkur ELDSVOÐI Vel gekk að ráða niður- lögum elds í rútu við Smiðju- veg 11 í gærkvöld. Tilkynnt var um eld í húsi klukkan rúmlega átta. Það reyndist ekki rétt því rúta fyrir utan húsið stóð í ljós- um logum þegar slökkviliðið kom á staðinn. Um hálftíma tók að slökkva eldinn. Að sögn slökkvi- liðsins var engin hætta á því að eldurinn bærist í nærliggjandi hús. Eldsupptök eru ókunn. Á sama tíma og barist var við eld í Kópavogi var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að störfum í Mosfellsbæ þar sem kveikt hafði verið í drasli á víðavangi. - sbt Eldur í Kópavogi í rannsókn: Rúta brann á Smiðjuvegi ALELDA Um hálftíma tók að slökkva eld í rútu í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fimmt- án milljóna króna miskabóta- kröfu fíkniefnasmyglarans Rún- ars Þórs Róbertssonar. Rúnar var hnepptur í gæsluvarðhald snemma árs 2007 vegna rann- sóknar á innflutningi á fjórum kílóum af kókaíni og sat í varð- haldi í fimm mánuði. Hann var síðan sýknaður í málinu. Hæstiréttur, líkt og héraðs- dómur áður, kemst að þeirri nið- urstöðu að fullt tilefni hafi verið til gæsluvarðhaldsins og fær Rúnar því engar bætur. Rúnar hlaut í fyrrahaust tíu ára fangelsisdóm fyrir að smygla til Íslands hundrað kílóum af fíkniefnum með skútunni Sirtaki. Annar maður, sem einnig var sýknaður í málinu frá 2007, Jónas Árni Lúðvíksson, hlaut þar fimm ára dóm. - sh Gæsluvarðhald ekki óeðlilegt: Dópsmyglari fær ekki bætur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.