Fréttablaðið - 17.06.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 17.06.2010, Síða 4
4 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambands- ins samþykkir að öllum líkind- um aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur. „Næsta skref er að kalla saman það sem Evrópusambandið kallar milliríkjaráðstefnu,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu í Brussel, sem jafnframt er formaður íslensku samninga- nefndarinnar. Stefán segir ekki vitað hvenær þessi fundur verður haldinn, en almennt er reiknað með að það verði í haust. Á þeirri ráðstefnu koma saman ráðherrar allra aðildarríkjanna 27 ásamt Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráð- herra og ýta viðræðunum form- lega úr vör. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, því eftir ríkjaráðstefnuna hefst vinna við nákvæman samanburð á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópu- sambandsins, þar sem sérfræð- ingar af beggja hálfu skilgreina nákvæmlega hvað ber á milli og hvar þarf að brúa bilin. Fyrst að þeim samanburði lokn- um verður hægt að hefja hinar efnislegu viðræður, sem geta tekið ár eða meira, allt eftir því hve mikið ber á milli í hverjum kafla viðræðnanna. Samningsmarkmið Íslands voru skilgreind í meginatriðum í nefnd- aráliti meirihluta utanríkismála- nefndar frá 9. júlí 2009. Íslenska samninganefndin hefur haft þetta nefndarálit að leiðarljósi í störfum sínum hingað til. „Heimavinnan okkar hefur gengið bara vel og allt á réttri leið hvað það varðar,“ segir Stefán Haukur. „Samningahóparnir eru búnir að hittast nokkrum sinn- um, misoft eftir sviðum. Þeir hafa verið að fara yfir löggjöf Evrópu- sambandsins og greina þetta hvað okkur varðar.“ Af hálfu Evrópusambandsins verður, eins og jafnan í aðild- arviðræðum, áhersla lögð á að Ísland taki upp löggjöf sambands- ins óbreytta. Íslendingar reyna aftur á móti að fá samþykki fyrir undanþágum eða sérlausnum út frá hagsmunum Íslands. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa Íslendinga jafnóðum um gang viðræðnanna. Nú þegar hefur verið opnuð upplýsingasíða á vef utanríkisráðuneytisins, evr- opa.utanrikisraduneyti.is, þar sem er að finna hafsjó af upplýsingum um aðildarviðræðurnar. gudsteinn@frettabladid.is Leiðtogaráðið tekur umsókn Íslands fyrir Aðildarumsókn Íslands er á dagskrá fundar Leiðtogaráðs Evrópusambandins í dag. Eiginlegar aðildarviðræður hefjast þó varla fyrr en næsta vor, þegar ná- kvæmum samanburði á löggjöf Íslands og Evrópusambandsins er lokið. STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður samninga- nefndar Íslands ásamt utanríkisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt fimm Litháa, Darius Tomasevskis, Deividas Sarapinas, Gediminas Lisauskas, Sar- unas Urniezius og Tadas Jasnauskas í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir man- sal, hlutdeild og hylmingu. Um var að ræða athæfi fimmmenninganna gegn lit- háískri stúlku, en þeir stóðu að því með einum eða öðrum hætti að hún var flutt hingað til lands til að stunda vændi. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness hafði áður dæmt alla mennina í fimm ára fangelsi. Þá voru þeir dæmdir til að greiða litháísku stúlkunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Hæstiréttur mildaði dóm yfir fjórum þeirra í fjögur ár. Hann lækkaði einnig miskabætur þeirra til stúlkunnar niður í eina milljón. „Við ákvörðun refsingar var litið til þess að samverknaður þeirra laut að því að taka úr höndum ungrar konu, sem mátti sín lítils, frelsi til að ráða ferð- um sínum og dvalarstað í þeim tilgangi að láta hana leggja stund á vændi hér á landi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Þessi háttsemi var greinilega þaulskipulögð með einbeittum ásetningi í samstarfi við brotamenn erlendis, sem ekki hafði orðið uppvíst um.“ Dómurinn sagði mennina ekki eiga sér neinar málsbætur. Hins vegar hefði sá, sem fékk fimm ára dóm- inn, átt ríkastan þátt í athæfinu. -jss Hæstiréttur mildaði dóm yfir fjórum af fimm mansalsmönnum og lækkaði skaðabætur: Mansalsmenn í fjögur og fimm ár inni MANSALSMENN Eiga áralanga fangelsisvist fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 21° 25° 20° 17° 20° 19° 19° 22° 21° 25° 27° 36° 22° 19° 19° 19°Á MORGUN Víða hægur vindur en 8-15 m/s á Snæfellsnesi. LAUGARDAGUR SV 3-8 m/s og væta V-lands. 15 13 13 12 12 8 12 15 20 12 7 3 4 5 4 4 7 7 5 5 5 4 14 15 18 18 15 14 13 16 20 21 GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ! Hæg- ur vindur og lítil úrkoma einkenna þjóðhátíðarveðrið. Þó þykknar heldur upp í höfuðborg- inni og nágrenni seint í dag eða kvöld. Næstu daga má búast við hæglætisveðri og helst er von á vætu vestantil. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka mál fornbókasalans Ara Gísla Bragasonar til meðferð- ar. Ari Gísli er ákærður fyrir að hafa tekið við um 300 stoln- um, verðmæt- um fornbók- um til sölu. Héraðsdóm- ur vísaði fyrir skemmstu frá dómi þeim þátt- um ákærunn- ar sem sneru að Ara Gísla, en Hæstiréttur hefur nú ómerkt þá ákvörðun. Bækurnar sem málið snýst um hurfu úr dánarbúi Böðvars Kvaran árin 2006 og 2007. Böðv- ar Yngvi Jakobsson hefur játað á sig þjófnaðinn. Ættingjar Böðvars Kvaran krefjast 33 milljóna króna í bætur fyrir þjófnaðinn. - sh Hæstiréttur ómerkir frávísun: Ari Gísli aftur til héraðsdóms ARI GÍSLI BRAGASON HESTAMENNSKA Enn hefur ekki verið hægt að tengja smitandi hósta í hrossum þeim veirum sem þekktar eru fyrir að leggjast á öndunarfæri hrossa. Þetta kom fram á fundi stýrihóps fulltrúa Matvælastofnunar, Tilraunastöðv- arinnar á Keldum og sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis í gær. Aftur á móti hefur komið í ljós að bakterían Streptococcus Zooepidemicus ræktast úr öllum hrossum með hósta og graftar- kenndan hor. Frumorsök sjúk- dómsins er því enn óþekkt en markmiðið með þeirri sérstöku rannsóknaráætlun sem nú verður unnið eftir er áframhaldandi leit að orsök hans og uppruna. - jss Hrossaveiki enn í rannsókn: Orsök pestar enn óþekkt PARÍS, AP Árið 2018 munu Frakkar hækka eftirlaunaaldur úr 60 í 62 ár. Áætlað er að þetta muni spara ríkinu um 19 milljarða evra sama ár og mun rétta af eftirlaunahall- ann sem hefur hrjáð Frakkland. Erik Woerth, vinnumálaráð- herra Frakklands, segir aðgerð- ina ábyrga og sanngjarna: „Það eru engar töfralausnir þegar kemur að eftirlaunamál- um,“ segir Woerth og tekur fram að aðgerðin muni færa landið nær öðrum löndum Evrópu hvað varðar eftirlaunamál, þar sem aðgerðir sem þessar hafa skilað tilætluðum árangri. - sv Frakkar breyta eftirlaunaaldri: Hækkar um tvö ár árið 2018 ENGLAND Breskur lögreglumað- ur var í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að bjóða konum sem hann stöðvaði vegna umferðarlagabrota, kynlíf. Bauðst hann þá til að sleppa þeim ef þær hefðu við hann samfarir. Tvær konur sváfu hjá mannin- um í þeim tilgangi, en hann þykir hafa gerst sekur um alvarlegt brot á reglum um hegðun lög- regluþjóna og embættið hafi liðið mikinn álitshnekki. Dómarinn minntist einnig á að maðurinn hegðaði sér eins og rándýr. - sv Lögregluþjónn dæmdur: Bauð konum kynlíf fyrir brot HESTAPEST Ekki hefur verið hægt að tengja pestina við þekktar veirur. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 16.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,2678 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,47 128,07 188,66 189,58 156,59 157,47 21,051 21,175 19,877 19,995 16,319 16,415 1,3910 1,3992 187,32 188,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR www.ellingsen.is Abu veiðivörur í miklu úrvali

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.