Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 6
6 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Erlend myntkörfulán Lýs- ingar og SP Fjármögnunar eru óheimil, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Niðurstaðan mun hafa áhrif á bæði fyrirtækin. Talsmað- ur neytenda segir þá sem tekið hafi lánin geta búist við endurgreiðslu. „Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Gísli Tryggvason, talsmað- ur neytenda um dóm Hæstaréttar sem úrskurðaði í gær í tveimur aðskildum málum gegn fjármögn- unarfyrirtækjunum Lýsingu og SP Fjármögnun, að gengistryggð bílalán í krónum eru ólögmæt. Í öðru málanna hafði viðkom- andi keypt bíl hjá SP Fjármögn- un og fengið lán í krónum tengt erlendum myntum í ákveðnum hlutföllum sem tók mið af geng- isskráningu þeirra á hverjum tíma auk Libor-vaxta og álags. Mánaðargreiðslur áttu að vera 15.162 krónur á mánuði í 48 skipti frá 5. maí 2006 til 5. maí í ár. Í júlí 2008 var mánaðargreiðslan komin í 21.663 krónur. Ótvírætt kemur fram að samningurinn er í íslenskum krónum. Í málinu gegn Lýsingu hafði maður keypt ársgamlan Volvo fyrir 3,6 milljónir króna og greitt með láni í krónum sem tóku mið af japönskum jenum og svissnesk- um frönkum. Afborganir áttu að vera 84 fram í ágúst 2014 og nam mánaðarafborgun 46.295 krón- um. Hæst fór mánaðargreiðsl- an í 112.186 krónur í desember 2008. Hvorugur aðilanna gat staðið undir afborgunum þegar síga tók á seinni hluta árs 2008. Í báðum úrskurðum Hæsta- réttar í gær var vísað til 13. og 14. greinar laga númer 38 frá 2001 sem kveða á um að óheim- ilt sé að beita verðtrygg- ingu á borð við lán í krón- um sem tengt er erlendum gjaldmiðlum. Það var sömu- leiðis gert í öðru málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar. Beðið hefur verið með óþreyju eftir úrskurðinum síðan þá. Gísli segir þjóðfélagið ekki hafa þolað lengri bið. Hann bendir á að fólk, sem tekið hafi gengistryggð bílalán, geti átt von á endurgreiðslu frá lánveitanda sínum hafi það greitt of mikið líkt og kveðið sé á um í neytendalögum. Í versta falli fari fjármögnunarfyrirtækin á hlið- ina vegna þungrar endurgreiðslu- byrði en við það kunna neytend- ur að tapa kröfum sínum. Niðurstaðan í gær getur haft fordæmisgildi fyrir önnur gengis- tryggð lán í krónum, svo sem íbúðalán, að mati Gísla. Ekki náðist í forsvarsmenn fjármögnunarfyrirtækjanna í gær. Landsbankinn, eigandi SP Fjármögnunar, sendi frá sér yfir- lýsingu vegna málsins. Í henni kemur fram að ekki sé vitað hver áhrifin af dómnum verði á eignir SP-Fjármögnunar þar sem ekki er skorið úr um hvernig reikna eigi lánin. „Þessi dómur mun hafa áhrif á eiginfjárstöðu SP- fjármögnunar en staða Lands- bankans er eftir sem áður sterk,“ segir í yfirlýsingunni. jonab@frettabladid.is Sjáumst á eftir! Kl. 15.00 Ráðhús Reykjavíkur* Kl. 16.00 IÐA, Læjargötu Kl. 16.30 Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 Kl. 17.00 Eymundsson, Skólavörðustíg Kl. 17.30 Eymundsson, Austurstræti Rikka og töfrahringurinn 17. júní! *Í Ráðhúsinu kennir Hendrikka krökkum að teikna skartgripi að upplestri loknum. Lesið verður úr bókinni á eftir- farandi stöðum í dag 17. júní: Gengislán dæmd ólögleg í Hæstarétti Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lána- starfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir veru- legu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niður- staða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða,“ segir fjármálaráð- herra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýst- ingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórn- völd hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram.” Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið“ að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samn- inga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því“. Aðstæður séu mismun- andi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusvipt- ingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað – ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi.“ - kóþ Til hagsbóta fyrir marga Fólk getur búist við endurgreiðslu Dómur Hæstaréttar um ólögmæti myntkörfulána hefur engin áhrif á eignasafn lífeyrissjóðanna, segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. „Lífeyrissjóðir lána ekki neitt í erlendu og eru ekki með neinar erlendar tengingar, því er fljótsvarað að þetta hefur engin áhrif á útlánin,“ segir hann. Þetta hafi heldur engin áhrif á erlendar eignir, né gjaldmiðlaskiptasamninga sjóðanna. - kóþ Engin áhrif á eignir lífeyrissjóða ARNAR SIGURMUNDSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GÍSLI TRYGGVASON BÍLAR Stór hluti bílalána landsmanna er tengdur gengi erlendra gjaldmiðla að hluta eða öllu leyti. Þau lán hafa nú verið dæmd ólögmæt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir,“ segir Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár. Hann segir ágætt að fá niður- stöðu í málið, dómurinn sé skýr og liggi nú fyrir hvernig eigi að fara með gengistryggð lán. „Næsta skref er að vinna úr þessu,“ segir hann og bætir við að boltinn sé nú hjá lán- veitendum sem þurfi að gera upp lánin miðað við breyttar forsendur og senda út nýja greiðsluseðla. Reikna megi með endurgreiðslu í einhverjum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort breyta þurfi lögum vegna nið- urstöðu Hæstaréttar og hefur rík- isstjórnin ekki tekið ákvörðun um slíkt. Gylfi segir að búið sé að kort- leggja hvaða áhrif niðurstaða Hæstaréttar muni hafa á bankana og fjármögnunar- fyrirtækin. „Fyrir stóru bankana er þetta ákveðið áfall en langt innan þolmarka þeirra. Meiri óvissa sé um það hvernig bílalánafyrirtækjum mun reiða af. Áfallið er mest fyrir þau,“ segir hann. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á orðalagi lánasamninga fyrirtækj- anna. Gylfi segir ljóst að hún muni hafa áhrif á önnur gengistryggð lán með svipuðu orðalagi, þar á meðal íbúðalán. - jab Íbúðalánin líklega ólögmæt GYLFI MAGNÚSSON Fyrirtækið Þráinn tók fimm lán upp á 357 milljónir króna á árunum 2006 til 2007. Þeim svipar til mála gengistryggðu lánanna sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt í gær en þau voru tengd japönsku jeni. Í nóvember í fyrra stóð höfuðstóllinn í 887 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Mál Þráins verður tekið fyrir í Hæstarétti á morgun. Jónas Þ. Sigurðsson, eigandi Þráins, bindur vonir við að úrskurðurinn frá í gær hafi áhrif á mál hans. Fari svo að lánin verði dæmt ólögmætt reiknar hann með að höfuðstóll færist aftur til þess tíma sem hann tók lánið að viðbættum Libor-vöxtum. Geng- istryggingin og álag japanskra og íslenskra lánveitenda verða tekin út. Hann áætlar að reiknuð skuld lækki um sex hundruð milljónir króna og fari í rúmar 240 milljónir. Ekki er um endurgreiðslu að ræða heldur niðurfærslu á kröfu. - jab Bíður morguns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.