Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 8
8 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyris- sjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu ára- mót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðun- um að skerða greiðslur sé stað- an neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðsl- ur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræði- legrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu líf- eyrissjóðirnir hafi þegar brugð- ist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári,“ segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóð- anna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega trygginga- fræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyris- sjóðanna er með tryggingafræði- lega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þess- ir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunar- manna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bil- inu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyris- sjóðanna var með jákvæða rau- návöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxt- un. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 pró- sent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyris- sjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niður- stöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 pró- sent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt nei- kvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðsl- ur, vegna ábyrgðar ríkis og sveit- arfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxt- un á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is Staða flestra lífeyris- sjóðanna neikvæð Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna var neikvæð um 11 prósent um síðustu áramót samkvæmt úttekt FME. Sjóðirnir hafa brugðist við með því að skerða greiðslur segir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. 0,15 0,10 0,05 0,00 -0,05 -0,10 -0,15 -0,20 -0,25 -0,30 Staða almennra lífeyrissjóða Lögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum að skerða réttindi sjóðsfé- laga fari trygginga- fræðileg staða þeirra undir -10 prósent. Þau mörk hafa verið rýmkuð tímabundið í -15 prósent. Al m en ni lí fe yr iss j. Ef tir lau na sj. F ÍA Ef tir lau na sj. S S Fe sta lí fe yr iss j. Fr jál si líf ey ris sj. Gi ld i l ífe yr iss jó . Ef tir lau na sj. st ar fsm . G lit ni s Ísl en sk i l ífe yr iss j. Kj öl ur lí fe yr iss j. Líf ey ris sj. b an ka m . a ld ur sd ei ld Líf ey ris s. ba nk am a. hl ut fa lls d. Líf ey ris sj. b æ nd a Líf ey ris s. Ra ng æ in ga Líf ey ris sj. st ar fsm . B ún að ar b. Líf ey ris sj. Ta nn l.f él . Í sla nd s Líf ey ris sjó . v er kf ræ ði ng a Líf ey ris sj. v er sz lu na rm . Líf ey ris sj. V es tfj ar ða Líf ey ris sj. V es tm .e yja Líf ey ris sj. S kjö ld ur Sa m ei na ði lí fe yr iss j. St af ir líf ey ris sjó ðu r St ap i l ífe yr iss jó ðu r Sö fn un ar sj. lí fe yr isr ét tin da Trygginga- fræðileg staða Raunávöxtun Þegar talað er um tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða er í raun verið að leggja mat á hvort sjóðirnir muni á endanum geta staðið undir skuldbind- ingum við þá sem greiða í sjóðinn. Ef staðan er á núllinu duga greiðslur nákvæmlega fyrir útgjöldum, sé gert ráð fyrir 3,5 prósenta ávöxtun. Sé staðan jákvæð má búast við að sjóðurinn skili afgangi. Sé staðan hins vegar neikvæð, eins og hún var hjá flestum sjóðunum um síðustu áramót, duga greiðslur ekki til að ábyrgjast óbreyttar greiðslur úr sjóðnum í framtíðinni. Lífeyrissjóðirnir eiga að vera með tryggingafræðilega á milli fimm prósent- um í plús og fimm prósentum í mínus. Fari þeir yfir fimm prósentin fimm ár í röð ber þeim að auka réttindi. Fari þeir undir mínus fimm prósent fimm ár í röð ber þeim að skerða réttindi. Fari sjóðirnir undir mínus tíu prósent ber þeim að skerða greiðslur strax. Þau mörk hafa verið rýmkuð tímabundið svo sjóðirnir þurfa ekki að skerða greiðslur nema þeir fari undir mínus fimmtán prósent. Meta hvort greiðslur dugi fyrir útgjöldum LÖGREGLUMÁL „Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlí- usar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyf- seðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lög- brota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnu- dagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh Eigandi verslunarinnar Draumsins við Rauðarárstíg losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær: Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni JÚLLI Á GÓÐUM DEGI Júlíus Þorbergsson hefur rekið Drauminn í 22 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Högum hf. Miðvikudaginn 23. júní 2010 verða hlutabréf í Högum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Haga hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verður ekki tekið við tilkynningum um eigendaskipti á bréfum félagsins 22. og 23. júní 2010. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Högum hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum f lokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Haga hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Haga hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogi, eða í síma/tölvupóstfangi 530-5500/geg@hagar.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri fyrir skráningardag við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum framangreindum takmörkunum á tilkynningum um eigendaskipti 22. og 23. júní 2010. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína, svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun stofnar í þessu skyni VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins er kynnt framangreint bréf leiðis. Stjórn Haga hf. Drengir með loftskammbyssu Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði nýverið hald á loftskammbyssu sem nokkrir fimmtán ára drengir höfðu í fórum sínum. Drengirnir höfðu gert sér að leik að skjóta úr byssunni. Lögregla áréttar að skotvopnaleyfi þurfi til þess að eiga og skjóta úr loftskammbyssu, því sömu reglur gildi um slík vopn og önnur skotvopn. LÖGREGLAN Börn vígja nýja sundlaug Ný sundlaug verður opnuð á Blöndu- ósi í dag, 17. júní. Það verða börn í grunnskólanum á Blönduósi sem fyrst fá sér sundsprett í lauginni, en með því taka þau forskot á sæluna, því laugin verður ekki vígð formlega fyrr en á Húnavöku í júlí. BLÖNDUÓS DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi og til ævilangar sviptingar öku- réttar. Hann var meðal annars dæmd- ur fyrir skjalafals. Hann falsaði nafn konu á bílasamning vegna bifhjóls. Samningurinn var upp á 1,6 milljónir. Þá braust hann inn í sendibíl og stal 56 kössum af sælgæti. Maðurinn reyndist vera með loftriffil og loftbyssu í fórum sínum, án þess að hafa skot- vopnaleyfi. Hann braut margoft umferðarlög, meðal annars með fíkniefnaakstri. -jss Með loftskotvopn án leyfis: Falsaði nafn á bílasamning VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað heitir nýr stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur? 2. Hversu margar námsbrautir voru lagðar niður hjá Háskól- anum í Reykjavík í fyrradag? 3. Hvaða landsliðsmaður í handbolta útskrifaðist í gær sem einkaþjálfari? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.