Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 10

Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 10
10 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrð- ist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagn- rýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breyt- ingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þing- starfið, í það minnsta var stressið á lokametr- unum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórn- lagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þings- ins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdag- ur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðju- dags eftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundað- ar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra upplýsti að staðgengill þýska sendiherr- ans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikil- vægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarn- ardóttir upplýsti meðal annars að útflutn- ingstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýs- ingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mót- fallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunn- stefið í tillögum forsætisráðherra um breyt- ingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is Kemur aftur saman í júní Alþingismenn eru farnir í sumarfrí en munu koma aftur saman í júní vegna dóms Hæstaréttar um gengis- tryggð lán. Fjöldi laga var samþykktur á síðustu dögum fyrir hlé. Mikilvæg mál bíða þó haustþingsins. Fjöldi frumvarpa varð að lögum á síðustu dögum þingsins. Hér má sjá nokkur þeirra: Lög um: ■ stjórn fiskveiða (byggðakvóta) ■ siðareglur fyrir Stjórnarráð Íslands ■ framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna ■ réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum ■ ívilnanir vegna nýfjárfestinga ■ aðför og gjaldþrotaskipti ■ sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands ■ stjórnlagaþing ■ stofnun hlutafélaga við vegaframkvæmdir ■ gjaldeyrismál og tollalög ■ fjármálafyrirtæki ■ heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðrétt- indi ■ lokafjörlög ■ byggingu nýs Landspítala ■ mat á umhverfisáhrifum Nýsamþykkt lög frá Alþingi Ekki tókst að ljúka öllum þingmálum sem ríkis- stjórnin ætlaði sér að klára. Má þar nefna samkeppnis- lög og lög um innstæðutrygg- ingasjóð, en það eru stærstu málin sem bíða. Þá er ekki útséð með gildistöku vatnalaga, en henni var þó frestað um eitt ár. Þá má nefna að ætlunin er að ræða aðgerðir til bjargar heimilunum enn frekar þegar þing kemur saman á ný 24. júní. Að auki liggur fjöldi þingmála frá þing- mönnum fyrir, sem óvíst er hvort tekin verða til atkvæðagreiðslu. Af þeim er tillaga um að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði afturkölluð athyglisverðust. Það sem bíður FÉLAGSMÁL Þrír Haítíbúar, kona um fimmtugt, þrettán ára stúlka og ellefu ára drengur, eru væntanleg- ir til Íslands í ágúst. Í kjölfar jarðskjálftans á Haítí í janúar fól ríkisstjórnin flótta- mannanefnd að fjalla um mögu- leika þess að taka á móti fólki þaðan á grundvelli fjölskyldu- sameiningar. Athugun leiddi í ljós að með vísan til þeirra laga væri hægt að taka á móti skyldmennum tveggja kvenna frá Haítí á Íslandi. Ströngu verklagi er fylgt við fjölskyldusameiningu. Nú hefur verið greitt úr málum annarrar konunnar og á hún von á þremur ættmennum í ágúst; móður sinni, bróður og fósturdóttur. Ekki er vitað hvenær fæst skorið úr máli hinnar konunnar. - bs Fjölskylda frá Haítí sameinast: Þrír Haítíbúar á leið til Íslands SVEITASTJÓRNARMÁL Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarmanns Jóns Gnarr borgarstjóra. Heiða Kristín var kosninga- stjóri Besta flokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarn- ar í vor. Hún er 27 ára gömul og er stjórn- málafræðing- ur frá Háskóla Íslands. Heiða starfaði síðast sem almannatengill hjá Vitvélastofnun Íslands. Áður hefur hún starfað sem alþjóðafulltrúi hjá Háskól- anum í Reykjavík, sem markaðs- stjóri Jafningafræðslunnar og sem heimilisfræðikennari í Ísaks- skóla. - þeb Heiða Kristín Helgadóttir: Aðstoðar nýjan borgarstjóra HEIÐA KRISTÍN HELGADÓTTIR TVEIR FORMENN Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Stökktu til Bodrum í Tyrklandi 29. júní frá aðeins kr. 99.990 frá kr. 119.900 m/hálfu fæði - kr. 134.900 m/„öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á allra síðustu sætunum til sumarleyfi sperlunnar Bodrum í Tyrklandi 29. júní í 11 nætur. Þú bókar fl ugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfi sstaðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftirsóttasta áfangastaður Tyrklands. Gríptu tækifærið og bókaðu strax frábært frí á hreint ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði 29. júní og 10. júlí. Kr. 99.900 – 11 nátta ferð Verð m.v. m.v. 2–4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 11 nætur. Aukalega m.v. hálft fæði kr. 20.000 fyrir fullorðna og kr. 10.000 fyrir börn. Aukalega m.v. „allt innifalið“ kr. 35.000 fyrir fullorðna og kr. 17.500 fyrir börn. Sértilboð 29. júní. EFNAHAGSMÁL Aðstæður í efna- hagslífinu eru slæmar að mati 87 prósenta stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin var gerð í maí og byrjun júní en afstaða stjórnenda hefur ekki breyst frá síðustu könn- un sem gerð var í febrúar og mars síðastliðnum. Aðeins eitt prósent stjórnenda taldi aðstæður góðar í efnahagslífinu en tólf prósent töldu þær hvorki góðar né slæmar. - mþl Könnun meðal stjórnenda: Horfur slæmar í efnahagslífi HM HUMAR Vegna heimsmeistara- mótsins í fótbolta er sá háttur nú hafður á í sædýrasafninu í Berlín að færa humrum safnsins í dagslok litla fótbolta fyllta af rækjum. NORDICPHOTOS/AFP BORGARMÁL Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskól- um borgarinnar samkvæmt mál- efnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns. Systkinaforgangur var afnum- inn 2008 þar sem hann var talin ganga í berhögg við jafnræðis- reglu stjórnsýsluréttar. Í áliti borgarlögmanns frá 26. apríl þessa árs kemur svo fram að samkvæmt lögum skuli forgangsraðað á bið- lista eftir leikskólavist. Þar vegi aldur þeirra og þroski þyngst. „Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra [...] og verður varla fundin stoð í sérlegum hags- munum við - komandi barna, umfram hags- muni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist,“ segir í álitinu. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, minnir á að stuttu eftir að lögmaður kynnti álit sitt hafi hann verið beðinn að meta það sem Oddný kallar systkina- aðskilnað, út frá meðalhófsreglu. „Ég hef lengi beðið borgarlög- mann og leikskólasvið um að end- urskoða þetta. Borgarlögmaður dæmdi þetta út frá því kerfi sem var, en það er ekki kerfið sem við ætlum að nota,“ segir hún. Nýja kerfið verði líklega með meiri tak- mörkunum, til dæmis víkjandi rétti til skólavistar fyrir börn sem ekki eiga systkini í skólanum. Ýmislegt komi til greina til að gera kerfið fjölskylduvænna. - bs, kóþ ODDNÝ STURLUDÓTTIR Borgarlögmaður telur systkinaforgang á leikskólum ekki standast lög: Oddný vill búa til nýtt kerfi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.