Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 14
14 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Ráðhús Reykjavíkur Kl. 14.00 Dagskrá afmælisnefndar 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar árið 2011. Rikka og töfrahringurinn á Íslandi. María&Matti. Flautuoktettinn KóSi Kraftakeppni Kl. 20.00 Harmónikuball Leiði Jóns Sigurðssonar Kl. 10.00 Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Austurvöllur Kl. 11.20 Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytis Kl. 14.00 - 17.00 Ýmsar uppákomur Hljómskálagarðurinn Kl. 13.00 - 17.00 Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna Arnarhóll Kl. 13.00-16.00 Hópakstur Fornbíla- klúbbsins og sýning við Arnarhól Kl. 14.00 Barna- og fjölskylduskemmtun Kl. 19.00 Tónleikar með mörgum af helstu hljómsveitum landsins Hlemmur Kl. 13.40 Skrúðganga niður Laugaveg með Götuleikhúsinu og Lúðrasveit verkalýðsins. Sundið við Sæbrautina Kl. 15.00 17. júnímót Brokeyjar í siglingum Hallgrímskirkja KL. 16.00 Bænastund fyrir Íslandi með þátttöku fjölmargra kristilegra trúfélaga. Börn velkomin. Hagatorg Kl. 13.45 Skrúðganga í Hljómskálagarð. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur. Ingólfstorg Kl. 14.00 Barna- og fjölskylduskemmtun Kl. 19.00 Dansleikur Hátíðahöld í miðborg Reykjavíkur í dag 17. júní Fyrstu 17. júní hátíðarhöldin áttu sér stað árið 1911 á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, sem á einmitt 200 ára afmæli á næsta ári. Dagurinn varð þó ekki þjóðhátíðardagur Íslend- inga fyrr en með stofnun lýð- veldisins árið 1944. 1. desember hafði gegnt því hlutverki framan af, en Ísland varð fullvalda ríki þann dag árið 1918. Í gegnum tíðina hafa hátíða- höldin í landinu að mestu farið fram utanhúss með skrúð- göngum, barnaskemmtunum, íþróttum, tónlistarskemmtun- um og leikjum. Ein sterkasta hefðin í Reykjavík er fjallkonan, en þá er kona valin til þess að standa fyrir þennan tákngerving Íslands, kemur fram á Aust- urvelli í skautbúningi og les ljóð. Hver fjallkonan verður í ár verður að koma í ljós þegar hún birtist í dyrum Alþingishússins. Ágrip af sögu hátíð- arhaldanna 17. júní ■ Kvosin, hverfahlutinn norðan Tjarnarinnar, austan Aðalstræt- is og vestan Lækjargötu verður lokuð frá morgninum. ■ Strætó gengur eftir laugar- dagsáætlun og byrjar að ganga um hádegi og til hálf eitt um nóttina. ■ Gjaldfrjálst verður í bílastæði. Umferð og stæði ■ „Ekki fara á bílnum ef minnsti möguleiki er á áfengisneyslu,“ segir Einar Magnús Magnússon, verk- efnastjóri hjá Umferðarstofu. „Menn verða svo að taka þolinmæðina með sér ef þeir ætla að koma akandi. Það borgar sig að taka Strætó á svona dögum.“ Ráð frá Umferðarstofu Nánar er fjallað um 17. júní í sér- blaði sem fylgir Fréttablaðinu í dag ■ Einar segir að það sé mjög mikil- vægt að huga vel að því hvar leggja skal bílum og hvernig. Forðast beri að leggja í íbúðahverfum, allir vilji hafa forgang að heimilum sínum. Einnig ber að hafa í huga að leggja ekki óvarlega eða ólöglega, þar sem það getur hindrað umferð gangandi vegfarenda, sérstaklega fatlaðra, og jafnvel valdið hættu. Umferðarstofa mælir með: ■ Strætó ■ Bílastæðahúsum ■ Bílastæðum við BSÍ, HÍ, Borgartún og austan Rauðarárstígs. LÖGREGLUMÁL Fjórir menn í annar- legu ástandi réðust inn í íbúð í sunnanverðum Hafnarfirði á laugardaginn var vopnaðir hníf- um og réðust að húsráðanda sem þar var með ungum syni sínum. Mennirnir virðast hafa verið að leita að fyrrverandi leigjanda íbúðarinnar og gekk húsráðanda illa að koma þeim í skilning um að hann væri annar maður á milli þess sem hann vék sér undan atlögum mannanna, en tveir reyndu ítrekað að stinga hann í háls og kvið. Manninum tókst að forða syni sínum frá mönnunum og skömmu síðar virtust þeir átta sig á því að þeir hefðu farið mannavillt og létu sig hverfa. Enginn hefur verið handtek- inn vegna málsins en lögregl- an hefur hóp manna í sigtinu og telur nokkuð víst að árásarmenn- irnir séu í þeim hópi. Ekki er búið að ná tali af þeim öllum. Margeir Sveinsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögregl- unnar í Hafnarfirði, segir málið litið mjög alvarlegum augum. „Það gefur augaleið. Við kærum okkur ekki um að það sé verið að æða inn á heimili fólks með svona látum,“ segir hann. - sh Hafnfirskur fjölskyldufaðir fékk fjóra ókunnuga menn inn á gafl, gráa fyrir járnum: Reynt að stinga rangan mann LITIÐ ALVARLEGUM AUGUM Málið hefur verið kært til lögreglu en enginn hefur enn verið handtekinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÁTTÚRA Fimmtungur arna og fjórðungur fálka sem fundist hafa dauðir á Íslandi síðustu ár hafa verið skotnir. Báðar fuglategund- ir eru þó á válista og eru algjör- lega friðaðar. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur rannsakað 23 erni og 68 fálka sem fundist hafa dauðir eða deyjandi síðustu fimm ár. Af þeim reyndust fimm ernir vera með högl í líkamanum og höfðu tveir þeirra örugglega drepist af sárum sínum. Höglin höfðu einnig átt þátt í dauða hinna. Þá fundust högl í átján fálkum og áttu áverk- arnir þátt í dauða allra. Í einum fálkanna fundust 26 högl. Náttúrufræðistofnun segir virð- ingarleysi skotveiðimanna gagn- vart lögum koma á óvart, en telur líklegt að helsta ástæðan fyrir fálkadrápi sé gróðavon. Upp- stoppaðir fálkar gangi kaupum og sölum hér á landi þó bannað sé að versla með fuglana. Reglu- gerð frá árinu 1996 gerir fólki sem finnur dauða fálka kleift að fá þá stoppaða upp á löglegan hátt. Þetta vill Náttúrufræðistofnun að komið verði í veg fyrir með skýr- ari lagasetningu. Þá segir stofn- unin að rótgróin óvild fámenns hóps í garð arna eigi hlut að máli í drápum á þeim. - þeb Náttúrufræðistofnun rannsakar dauða fálka og erni: Friðaðir ernir og fálkar skotnir ítrekað HAFÖRN Talið er að um 65 varppör hafarnar séu í stofninum hér á landi. Fuglinn var nær útdauður um miðja síðustu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa kýlt og sparkað í stúlku í íbúðar- húsnæði í Kópavogi. Afleiðingar líkamsárásarinn- ar urðu þær að stúlkan hlaut rifu við vinstra augnlok, sprungu og mar á neðri vör, eymsli og mar yfir vinstri kjálka og eyra og kúlu á höfuð. Forráðamaður stúlkunnar krefst þess að árásarmanninum verði gert að greiða henni 1,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur. -jss Krafinn um tvær milljónir: Kýldi og spark- aði í stúlku VIÐSKIPTI Í gær voru liðin fimm ár frá því færeyska olíuleitar- félagið Atlantic Petroleum var skráð í Kauphöllina hér. Skráningin markaði tíma- mót á hlutabréfamarkaði enda í fyrsta sinn sem færeysk hluta- bréf buðust bæði fjárfestum hér og í Færeyjum. Þá var þetta jafnframt fyrsta erlenda félag- ið sem skráð var hér og fyrsta skráningin á hlutabréfamarkaði í eitt og hálft ár. Gengi hlutabréfa Atlantic Petroleum stóð í 380 dönskum krónum á hlut á fyrsta degi og fór hæst í 2.433 krónur um miðjan nóvember 2007. Það stendur nú í 154 dönskum krón- um á hlut. - jab Fimm ár frá komu Færeyinga: Fyrsta skrán- ingin í rúmt ár FORSTJÓRINN FAGNAR Fimm ár eru liðin frá því Wilhelm Petersen, forstjóri Atlant- ic Petroleum, tók við gjöfum í tilefni af skráningu félagsins í Kauphöllina. HEGRI Á OLÍUSLÓÐUM Á ströndum Mexíkóflóa stóð þessi hegri á öðrum fæti meðan unnið var að hreinsun strandarinnar af olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.