Fréttablaðið - 17.06.2010, Page 14

Fréttablaðið - 17.06.2010, Page 14
14 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Ráðhús Reykjavíkur Kl. 14.00 Dagskrá afmælisnefndar 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar árið 2011. Rikka og töfrahringurinn á Íslandi. María&Matti. Flautuoktettinn KóSi Kraftakeppni Kl. 20.00 Harmónikuball Leiði Jóns Sigurðssonar Kl. 10.00 Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Austurvöllur Kl. 11.20 Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytis Kl. 14.00 - 17.00 Ýmsar uppákomur Hljómskálagarðurinn Kl. 13.00 - 17.00 Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna Arnarhóll Kl. 13.00-16.00 Hópakstur Fornbíla- klúbbsins og sýning við Arnarhól Kl. 14.00 Barna- og fjölskylduskemmtun Kl. 19.00 Tónleikar með mörgum af helstu hljómsveitum landsins Hlemmur Kl. 13.40 Skrúðganga niður Laugaveg með Götuleikhúsinu og Lúðrasveit verkalýðsins. Sundið við Sæbrautina Kl. 15.00 17. júnímót Brokeyjar í siglingum Hallgrímskirkja KL. 16.00 Bænastund fyrir Íslandi með þátttöku fjölmargra kristilegra trúfélaga. Börn velkomin. Hagatorg Kl. 13.45 Skrúðganga í Hljómskálagarð. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur. Ingólfstorg Kl. 14.00 Barna- og fjölskylduskemmtun Kl. 19.00 Dansleikur Hátíðahöld í miðborg Reykjavíkur í dag 17. júní Fyrstu 17. júní hátíðarhöldin áttu sér stað árið 1911 á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, sem á einmitt 200 ára afmæli á næsta ári. Dagurinn varð þó ekki þjóðhátíðardagur Íslend- inga fyrr en með stofnun lýð- veldisins árið 1944. 1. desember hafði gegnt því hlutverki framan af, en Ísland varð fullvalda ríki þann dag árið 1918. Í gegnum tíðina hafa hátíða- höldin í landinu að mestu farið fram utanhúss með skrúð- göngum, barnaskemmtunum, íþróttum, tónlistarskemmtun- um og leikjum. Ein sterkasta hefðin í Reykjavík er fjallkonan, en þá er kona valin til þess að standa fyrir þennan tákngerving Íslands, kemur fram á Aust- urvelli í skautbúningi og les ljóð. Hver fjallkonan verður í ár verður að koma í ljós þegar hún birtist í dyrum Alþingishússins. Ágrip af sögu hátíð- arhaldanna 17. júní ■ Kvosin, hverfahlutinn norðan Tjarnarinnar, austan Aðalstræt- is og vestan Lækjargötu verður lokuð frá morgninum. ■ Strætó gengur eftir laugar- dagsáætlun og byrjar að ganga um hádegi og til hálf eitt um nóttina. ■ Gjaldfrjálst verður í bílastæði. Umferð og stæði ■ „Ekki fara á bílnum ef minnsti möguleiki er á áfengisneyslu,“ segir Einar Magnús Magnússon, verk- efnastjóri hjá Umferðarstofu. „Menn verða svo að taka þolinmæðina með sér ef þeir ætla að koma akandi. Það borgar sig að taka Strætó á svona dögum.“ Ráð frá Umferðarstofu Nánar er fjallað um 17. júní í sér- blaði sem fylgir Fréttablaðinu í dag ■ Einar segir að það sé mjög mikil- vægt að huga vel að því hvar leggja skal bílum og hvernig. Forðast beri að leggja í íbúðahverfum, allir vilji hafa forgang að heimilum sínum. Einnig ber að hafa í huga að leggja ekki óvarlega eða ólöglega, þar sem það getur hindrað umferð gangandi vegfarenda, sérstaklega fatlaðra, og jafnvel valdið hættu. Umferðarstofa mælir með: ■ Strætó ■ Bílastæðahúsum ■ Bílastæðum við BSÍ, HÍ, Borgartún og austan Rauðarárstígs. LÖGREGLUMÁL Fjórir menn í annar- legu ástandi réðust inn í íbúð í sunnanverðum Hafnarfirði á laugardaginn var vopnaðir hníf- um og réðust að húsráðanda sem þar var með ungum syni sínum. Mennirnir virðast hafa verið að leita að fyrrverandi leigjanda íbúðarinnar og gekk húsráðanda illa að koma þeim í skilning um að hann væri annar maður á milli þess sem hann vék sér undan atlögum mannanna, en tveir reyndu ítrekað að stinga hann í háls og kvið. Manninum tókst að forða syni sínum frá mönnunum og skömmu síðar virtust þeir átta sig á því að þeir hefðu farið mannavillt og létu sig hverfa. Enginn hefur verið handtek- inn vegna málsins en lögregl- an hefur hóp manna í sigtinu og telur nokkuð víst að árásarmenn- irnir séu í þeim hópi. Ekki er búið að ná tali af þeim öllum. Margeir Sveinsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögregl- unnar í Hafnarfirði, segir málið litið mjög alvarlegum augum. „Það gefur augaleið. Við kærum okkur ekki um að það sé verið að æða inn á heimili fólks með svona látum,“ segir hann. - sh Hafnfirskur fjölskyldufaðir fékk fjóra ókunnuga menn inn á gafl, gráa fyrir járnum: Reynt að stinga rangan mann LITIÐ ALVARLEGUM AUGUM Málið hefur verið kært til lögreglu en enginn hefur enn verið handtekinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÁTTÚRA Fimmtungur arna og fjórðungur fálka sem fundist hafa dauðir á Íslandi síðustu ár hafa verið skotnir. Báðar fuglategund- ir eru þó á válista og eru algjör- lega friðaðar. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur rannsakað 23 erni og 68 fálka sem fundist hafa dauðir eða deyjandi síðustu fimm ár. Af þeim reyndust fimm ernir vera með högl í líkamanum og höfðu tveir þeirra örugglega drepist af sárum sínum. Höglin höfðu einnig átt þátt í dauða hinna. Þá fundust högl í átján fálkum og áttu áverk- arnir þátt í dauða allra. Í einum fálkanna fundust 26 högl. Náttúrufræðistofnun segir virð- ingarleysi skotveiðimanna gagn- vart lögum koma á óvart, en telur líklegt að helsta ástæðan fyrir fálkadrápi sé gróðavon. Upp- stoppaðir fálkar gangi kaupum og sölum hér á landi þó bannað sé að versla með fuglana. Reglu- gerð frá árinu 1996 gerir fólki sem finnur dauða fálka kleift að fá þá stoppaða upp á löglegan hátt. Þetta vill Náttúrufræðistofnun að komið verði í veg fyrir með skýr- ari lagasetningu. Þá segir stofn- unin að rótgróin óvild fámenns hóps í garð arna eigi hlut að máli í drápum á þeim. - þeb Náttúrufræðistofnun rannsakar dauða fálka og erni: Friðaðir ernir og fálkar skotnir ítrekað HAFÖRN Talið er að um 65 varppör hafarnar séu í stofninum hér á landi. Fuglinn var nær útdauður um miðja síðustu öld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa kýlt og sparkað í stúlku í íbúðar- húsnæði í Kópavogi. Afleiðingar líkamsárásarinn- ar urðu þær að stúlkan hlaut rifu við vinstra augnlok, sprungu og mar á neðri vör, eymsli og mar yfir vinstri kjálka og eyra og kúlu á höfuð. Forráðamaður stúlkunnar krefst þess að árásarmanninum verði gert að greiða henni 1,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur. -jss Krafinn um tvær milljónir: Kýldi og spark- aði í stúlku VIÐSKIPTI Í gær voru liðin fimm ár frá því færeyska olíuleitar- félagið Atlantic Petroleum var skráð í Kauphöllina hér. Skráningin markaði tíma- mót á hlutabréfamarkaði enda í fyrsta sinn sem færeysk hluta- bréf buðust bæði fjárfestum hér og í Færeyjum. Þá var þetta jafnframt fyrsta erlenda félag- ið sem skráð var hér og fyrsta skráningin á hlutabréfamarkaði í eitt og hálft ár. Gengi hlutabréfa Atlantic Petroleum stóð í 380 dönskum krónum á hlut á fyrsta degi og fór hæst í 2.433 krónur um miðjan nóvember 2007. Það stendur nú í 154 dönskum krón- um á hlut. - jab Fimm ár frá komu Færeyinga: Fyrsta skrán- ingin í rúmt ár FORSTJÓRINN FAGNAR Fimm ár eru liðin frá því Wilhelm Petersen, forstjóri Atlant- ic Petroleum, tók við gjöfum í tilefni af skráningu félagsins í Kauphöllina. HEGRI Á OLÍUSLÓÐUM Á ströndum Mexíkóflóa stóð þessi hegri á öðrum fæti meðan unnið var að hreinsun strandarinnar af olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.