Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 16
16 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvert stefnir í Reykjavíkurborg eftir að nýr meirihluti er kominn til valda? 105 Setja á upp innileikvöll í Perlunni. Víðsvegar um borgina Tuttugu græn svæði og leikvellir borgarinnar verði teknir í gegn í sumar. 110 Gera á faglega rekstrarúttekt á Orkuveitu Reykjavíkur. 101 Reykjavíkurborg styðji við „kvikmyndastofu“, nýtt heimili kvikmyndanna í Regnboganum. 104 Borgarstjóri verði stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. 104 Stefnt skal að því að þróa „norðurhjaragarð“ í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. 101 Takmarka á í tilraunaskyni bílaumferð á tilteknum svæðum í miðborginni. 101 Stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðis- tengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðs- setningu á háskólasvæðunum í Vatnsmýrinni. Víðsvegar um borgina Samræma á starfsdaga og frí í leik- og grunnskólum innan hverfa. Víðsvegar um borgina Skólar keppi um „Menningarfána“. Þannig geta skólar sem skara fram úr í menning- ar- og listfræðslu fengið viðurkenningu. Síðar mætti svo bæta við fánum fyrir aðrar greinar. 105 108 Hugað verði að byggingu nýs sérskóla þar sem starfsemi Öskjuhlíðar- og Safamýrar- skóla fer undir eitt þak. Skóli án aðgreiningar verði sem fyrr hornsteinn menntastefnu borgarinnar. 111 Efla á mannlíf og borgarmynd í Efra-Breiðholti undir merkjum átaksins „111 Reykjavík“. 110 113 Við uppbyggingu íþróttaaðstöðu verði fyrst horft til þeirra hverfa þar sem lítil aðstaða er í boði, til dæmis Grafarholts, Norðlingaholts og Úlfarsárdals. Víðsvegar um borgina Áhersla skal lögð á að vernda ströndina þar sem hún er ósnortin og græna trefilinn umhverfis höfuðborgarsvæðið. Víðsvegar um borgina Lögð verði áhersla á endurnýjun úr sér genginna iðnaðar- og verslunarsvæða og þéttingu byggðar. 101 Byggðamynstrið í miðborg Reykjavíkur verði verndað. Heildstæð húsverndaráætlun fyrir alla borgina verði hluti af nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Hluti af fyrirhuguðum breytingum í Reykjavíkurborg Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingar- innar í Reykjavík er að hluta í gamni, en flest í alvöru. Strax daginn eftir valdatöku flokkanna í borginni var hrint í framkvæmd fyrsta stefnumálinu, að ókeypis verði fyrir börn í sund. Stefnt er að opnari stjórn- sýslu, einföldun stjórnkerf- isins og virkri þátttöku í eflingu atvinnulífs. Á fyrsta borgarráðsfundi eftir valdatöku Besta flokksins og Sam- fylkingarinnar í Reykjavík var samþykkt að hrinda þegar í fram- kvæmd einu þeirra atriða sem athygli vakti í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Frá og með næsta laug- ardegi, 19. júní, og allt til loka ágúst verður ókeypis í sund fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri. „Blautur borgari er glaður borg- ari,“ er haft eftir nýjum borgar- stjóra, Jóni Gnarr á Reykjavik.is. Tilvitnunin er í anda þess hálf- kærings sem einkennt hefur bæði kosningabaráttu og embættistöku borgarstjórans. Ákvörðunin er hins vegar tekin í fúlustu alvöru og að margra mati besta mál að börn þurfi ekki að borga inn á sundstaði. Reykjavík fylgir þarna fordæmi sveitarfélaga á borð við Árborg, þar sem börn fá ókeypis í sund, bæði um sumar og vetur. Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar má hins vegar segja að blandist saman gaman og alvara, svo sem þar sem farið er beint úr því að lofa öruggu húsaskjóli fyrir útigangs- konur fyrir fyrstu snjóa í að taka upp systkinaforgang í leikskólum. Þá les hver eins og hann vill úr lof- orði um að fækka mislægum gatna- mótum, en „fjölga einlægum“. Í samstarfsyfirlýsingunni kemur fram að nýta eigi vef borgarinn- ar til að koma á opnari og gagn- særri stjórnsýslu. Til dæmis á að opna almenningi dagbók borgar- stjóra á vef Reykjavíkurborgar. Þá á að nýta vefinn Betri Reykjavík (www.betrireykjavik.is) til stuðn- ings við ákvarðanir og stefnumótun og opna vefsvæði fyrir ábending- ar almennings. Dagur B. Eggerts- son, formaður borgarráðs og stað- gengill borgarstjóra, lýsti í viðtali við Fréttablaðið í gær þeirri skoðun sinni að þáttur í nýrri sýn á stjórn borgarinnar væri ekki bara aukið samráð við flokka og borgarfull- trúa í minnihluta, heldur einnig við íbúa borgarinnar og aðra sem láta sig málefni borgarinnar varða. Í samstarfsyfirlýsingunni er enda kveðið á um að fjölgað verði beinum atkvæðagreiðslum um mikil væg mál og settur skýrari rammi um framkvæmd þeirra. sömuleiðis á að endurvekja opna hverfafundi borgarstjóra. Í þeim anda á að hafa markvissara samráð við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum. Við valdatöku flokkanna á þriðju- dag var einnig frá því greint að fækka ætti nefndum borgarinn- ar með það fyrir augum að auka skilvirkni og spara nefndarlaun. Sömuleiðis á að liggja fyrir í lok árs langtímaáætlun um fjármál, fram- kvæmdir, borgarþróun og atvinnu- mál Reykjavíkur. Efla á hverfaráð borgarinnar og skerpa á verkaskiptingu milli stjórnmálamanna og embættis- manna. „Öll störf hjá Reykjavíkur- borg, önnur en pólitískra aðstoðar- manna, verði auglýst og ráðningar ákveðnar á faglegum forsendum,” segir í samstarfsyfirlýsingunni. Þá er lögð sérstök áhersla á skólamál og eflingu atvinnulífsins í samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Ljóst er að kosta þarf nokkru til við að hrinda þeim öllum í verk. Til dæmis er rætt um að flytja hús í Árbæjarsafni ýmist á upprunalega staði eða í Hljómskálagarðinn. Efna á til funda með samtökum í atvinnulífi og fulltrúum fyrirtækja og stofnana til að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnu- lífs Reykjavíkurborgar. Þá verði nágrannasveitarfélögum, ríkis- stjórn, menntastofnunum og aðilum vinnumarkaðar boðið til þátttöku í samningi um vöxt atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. „Þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavík- urborgar í atvinnumálum verði endurreist. Það verði vettvangur samstarfs opinberra og einkaaðila um að fjölga nýjum fjárfestingum í borginni,“ segir í samstarfsyfir- lýsingunni. Þá fá umhverfismálin sinn skerf, því orkuskipti í samgöngum skulu verða forgangsmál til framtíðar. Innan áratugar á annar hver bíll í borginni hið minnsta að vera knú- inn innlendri, vistvænni orku. Þar ætlar borgin að ganga á undan með góðu fordæmi. Alls konar alvara í samstarfi Samfylkingar og Besta flokks Í RÁÐHÚSINU Á ÞRIÐJUDAG Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, les upp í pontu samstarfsyfirlýsingu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Jón Gnarr borgarstjóri hlusta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óli Kristján Ármannsson oka@frettabladid.is SUÐURLANDSBRAUT 12 . BRAGAGATA 38a . LAUGAVEGUR 81 S T O F N A Ð 1 9 8 6 • PI Z Z U R N A R O K K A R ER U BA KAÐAR VIÐ LOGA A F ÍS L E N S K U B IR KI • ELDBAKAÐAR BRAUÐSTANGIR MEÐ OSTI OG SÓSU 895.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.