Fréttablaðið - 17.06.2010, Page 18

Fréttablaðið - 17.06.2010, Page 18
18 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Verð á pakka af Winston-sígarettum Heimilt er að taka inn í landið varning sem fenginn er erlendis, í fari eða toll- frjálsri verslun hér á landi, að verðmæti allt að 65.000 krónum. Verðmæti einstaks hlutar skal þó að hámarki vera 32.500. Börn innan 12 ára njóta að hálfu þessara réttinda. Fyrir nokkrum árum var hægt að kaupa myndavél í Danmörku fyrir um 3.000 danskar krónur og koma með hana heim til Íslands án þess að borga af henni toll. Til þess að sleppa við slík gjöld í dag verður fólk að sætta sig við helm- ingi ódýrari myndavél, en hún má ekki vera dýrari en um 1.500 danskar krónur. Tollalög hafa ekki enn tekið mið af gengisfalli íslensku krónunnar svo ferða- menn mega í raun kaupa helm- ingi minna í útlöndum nú heldur en fyrir hrun. Kári Gunnlaugsson, yfirtoll- vörður hjá tollstjóra, segir að tollalög séu eins og hver önnur lög og reglur og þeim beri að fylgja. „Ef maður fer yfir magnið sem ákveðið er hér á Íslandi, er maður að brjóta lög,“ segir Kári. „Málin eru þá meðhöndluð sem smygl.“ Þegar verslað er á Netinu skal hafa í huga að tollar, skattar og aðrar álagningar eru mjög mismun- andi eftir vöruflokkum. Hljómflutn- ingstæki eins og iPod, magnarar og hátalarar hafa vörugjalds- og tolla- álagningu sem til dæmis myndavél- ar hafa ekki. Tryggvi Axelsson, for- stjóri Neytendastofu, segir að þessi vörugjöld og tollar sem leggjast á aðsendar vörur séu flókin sökum þess að Ísland er ekki með aðild að Evrópusambandinu. „Með því að einfalda það umhverfi myndum við Íslendingar kannski eiga aðgang að virkari samkeppni.“ segir hann. Yfirvöld fara eftir alþjóðlegu tollakerfi sem samræmi vöru- flokka um allan heim. Vörur eru flokkaðar niður í mismunandi flokka og gjöld lögð á þær sam- kvæmt þeim. Oft eru lægri gjöld á vörum sem skilgreindar eru sem nauðsyn, heldur en á þeim sem teljast til lúxusvarnings. „Það er misjafnt hvernig þetta er flokkað,“ segir yfirtollvörður hjá tollstjóra. „Til dæmis eru tölvur og myndavélar ekki taldar mun- aðarvörur í dag, heldur nauðsyn. Hljómflutningstæki á borð við iPod eru aftur á móti talin mun- aðarvara.“ sunna@frettabladid.is Tollalög hafa ekki aðlag- ast hruni krónunnar Áfengi: Fjórir möguleikar 1. 1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra af léttvíni 2. 3 lítra af léttvíni 3. 1 lítra af sterku áfengi og 1,5 lítra af léttvíni 4. 1 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af bjór Miðað er við að sterkt áfengi sé meira en 21% vínandi að rúmmáli og að léttvín sé áfengi, annað en bjór, sem í er minna af vínanda. Tóbak: Tveir möguleikar 1. 200 sígarettur (10 pakkar) 2. 250 g af öðru tóbaki Lágmarksaldur til innflutnings áfengis er 20 ár og 18 ár að því er varðar tóbak. Tollfrjálst áfengi og tóbak Takmarkast við 18.500 krónur og hámark 3 kg að þyngd. Dæmi um matvæli sem ekki má koma með til Íslands: ■ Reyktar, saltar eða þurrkaðar kjötvörur, án suðu. (Salami og hvers konar reyktar, ósoðnar pylsur, hamborgarhryggi og fuglakjöt.) ■ Ósoðin mjólk og ósoðin egg, þar með talinn ostur sem er ekki nægilega vel innpakkaður. Mikilvægt er að umbúðir utan um matvöru séu með innihaldslýsingu. Sælgæti, matur og drykkur Jakkaföt keypt erlendis sem kosta um 50.000 krónur, eru tæpum 20.000 krónum yfir hámarki sem koma má með inn í landið. Ferðamaður skal þá fara að rauða hliðinu í tollinum og tilkynna um vöruna. Þá þarf að borga virðisaukaskatt af mismuni vörunnar, eða 25,5 prósent (og önnur gjöld sem eru viðloðandi vöruna). Fari ferðamaður að græna hliðinu gæti hann lent í upptöku varnings, skýrslutöku og sekt. Hæsta refsing við broti á tollalögum er tveggja ára fangelsi. Keypt erlendis Apple iPod 40.000 krónur (hingað kominn með öllum kostnaði, flutningi, tryggingu ...) Álagning frá Tollinum: Tollur (7,5%): 3.000 krónur Virðisaukaskattur (25,5%): 13.515 krónur Vörugjöld (25%): 10.000 krónur Samtals: 66.515 krónur Canon stafræn myndavél 40.000 krónur (hingað komin með öllum kostnaði, flutningi, tryggingu ...) Álagning frá Tollinum: Tollur (7,5%): 0 krónur Virðisaukaskattur (25,5%): 10.200 krónur Vörugjöld (25%): 0 krónur Samtals: 50.200 krónur Keypt á Netinu „Ég verð nú að viðurkenna að ég er með afskaplega lélega neytendavitund, læt yfirleitt svína á mér og þegi þunnu hljóði,“ segir Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða. „Svo ég hef gert óteljandi slæm kaup. Verstu kaupin gætu samt verið í eldhússtólunum sem ég keypti í Ikea á síðasta ári og brotnuðu hver á fætur öðrum og voru nærri búnir að slasa mann og annan.“ „Bestu kaupin eru líklega Nokia 5110 sími sem ég eignaðist einhvern tímann undir lok síðustu aldar. Ódrepandi apparat, sem þoldi ófá höggin, m.a. þurfti hann að þola það að fljúga af þaki bíls á 50 kílómetra hraða en lét það ekkert á sig fá. Þessi sími þurfti samt að játa sig sigraðan þegar ég týndi honum úti á túni rétt fyrir slátt. Þetta hefði þó líklega allt saman blessast og kannski ætti ég hann enn þann dag í dag ef hann hefði ekki endilega þurft að verða rafmagnslaus á meðan ég hringdi í hann í örvæntingarfullri tilraun til að hafa upp á honum á 1,5 hektara túninu. Það var ekkert við því að gera, slátturinn mátti ekki bíða enda brakandi þurrkur sem óvíst var hve lengi myndi halda. Ég sneri mig næstum úr háls- liðnum þegar ég var að snúa heyinu næstu tvo daga við að horfa aftur fyrir traktorinn í von um að síminn blessaður myndi þeytast upp aftan úr heytætlunni. Hann kom ekki í leitirnar fyrr en ég var að raka saman á þriðja degi. Þá var lítið eftir af honum en símakortið þó sem betur fer enn á sínum stað.“ NEYTANDINN: Ingi Björn Guðnason Síminn varð heyönnum að bráð 2002 2004 2006 2008 2010 kr ón ur 44 3 51 2 57 2 61 6 88 7 Heimild: Hagstofa Íslands Hægt verður að fylla út og undirrita skjöl til tryggingafélagsins VÍS á netinu innan tíðar. VÍS verður fyrsta íslenska þjónustufyrirtækið sem gerir viðskipta- vinum mögulegt að skrifa undir skjöl á Netinu með þessum hætti. Hingað til hefur almenn útbreiðsla á upptöku rafrænna undirskrifta strandað á tækninni, en hún hefur miðast við að tengja undirskriftir við rafræn skilríki. Það er ekki raunin í kerfinu sem VÍS tekur nú upp. Fyrstu eyðublöðin eru komin á heima- síðu félagins og á næstu vikum verða algengustu tilkynningaeyðublöðin útbúin fyrir Netið. ■ Þjónusta Hægt að skrifa undir á Netinu HÚSRÁÐ GÓÐUR MEÐLEIGJANDI ■ Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, félagsfræðingur og starfsmaður hjá Ferðaþjónustu bænda, segir sitt besta húsráð vera að eiga góðan meðleigjanda. „Húsráðið mitt er að eignast góðan meðleigjanda, sambýliskonu eða sambýlismann, sem meðal annars kann að elda. Það er bæði lærdómsríkt og nærandi,“ segir Finnborg Salóme. Hún býr með vinkonu sinni og segir einn af fjölmörgum kostum meðleigjandans vera hversu góður kokkur hún sé. „Það ættu eiginlega allir að eiga einn meðleigjanda eins og minn.“ LEIFSSTÖÐ Gengisfall krónunnar gerir það að verkum að ferðamenn erlendis geta keypt nær helmingi minna en áður. Viktoría, krónprinsessa Svía, gengur í hjónaband á laugardaginn og ætlar verslun IKEA á Íslandi að halda upp á það um helgina. Allar konur sem mæta í brúðarkjól í IKEA á laugardag milli 13 og 15 og láta taka mynd af sér í prinsessurúmi í búðinni fá að launum dekur í Mecca Spa, 10 þúsund króna gjafakort í IKEA og máltíð fyrir tvo á veitingastað IKEA. Þá verður gæsum og vinkonum þeirra boðið upp á máltíð og prinsessuköku á brúðkaupsdaginn. Alla helgina munu börn sem mæta klædd sem prinsessur og prinsar fá ókeypis köku og Prince Polo í IKEA og tilboð verða á réttum á veitingastaðnum. ■ Verslun Gjafir handa þeim sem mæta í brúðarkjól Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.