Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 20
20 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 A llar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópu- sambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB. Sumir andstæðingar ESB-aðildar fara hamförum yfir að fjall- að skuli um málið á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði það „hroka“ af hálfu ESB að ræða málið á þessum degi. Fundardagurinn, sem var ákveðinn fyrir löngu, ekki ólíklega áður en Ísland sótti um aðild að ESB, er auðvitað tilviljun. En vilji menn lesa eitthvað út úr tilviljunum ættu menn frekar að fagna því að ákvörðunina beri upp á þennan dag, því að hún er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameiginleg- ar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum. Þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu um að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Í rökstuðningi þeirra segir meðal annars að umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu gerbreyti áherzlum Íslands í utanríkismálum. Það er alröng fullyrðing. Evrópusambandsaðild er þvert á móti rökrétt framhald af þeirri utanríkisstefnu, sem hefur verið rekin á lýð- veldistímanum og gengur út á að rótfesta Ísland í kjarna sam- starfs vestrænna lýðræðisríkja, en standa þar ekki á jaðrinum. Ástand undanfarinna ára, þar sem Ísland stendur utan við, hefur verið á skjön við þá stefnu sem var mótuð á fyrstu árum lýðveld- isins. Í rauninni þarf miklu ýtarlegri rökstuðning fyrir því að standa utan Evrópusambandsins en að ganga inn, í félagsskap þar sem flest nánustu vina- og bandalagsríki Íslands eru fyrir. Andstæðingar aðildar hafa réttilega gagnrýnt að pólitíska for- ystu fyrir umsókninni vanti. Þótt utanríkisráðherrann hafi haldið vel á málinu, er ríkisstjórnin augljóslega klofin í því. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forystuleysið er formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Benediktsson, sem sagðist hér í blaðinu á þriðjudag myndu styðja tillöguna um að draga aðildarumsókn til baka. Fyrir síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins sagðist Bjarni hins vegar vilja að samþykkt yrði opið umboð fyrir forystu flokks- ins að „taka heils hugar þátt í samningaviðræðum sem kunna að leiða til ESB-aðildar á grundvelli tiltekinna samningsmark- miða“. Niðurstaðan varð önnur og ekki varð vart við að vænt- anlegur formaður beitti sér gegn henni á landsfundinum. Þar með afsalaði Sjálfstæðisflokkurinn sér sínu sögulega hlutverki, sem hefur verið að hafa forystu fyrir meiriháttar ákvörðunum í utanríkismálum þjóðarinnar, ekki sízt um þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Það fer forystusveit Sjálfstæðisflokksins ekki vel að kvarta undan forystuleysi í Evrópumálunum. Hún ætti sjálf að sýna þessa forystu. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Þrautseigja í blóð borin Árið 2008 kom út skýrsla á vegum for- sætisráðuneytisins um ímynd Íslands. Að mati skýrsluhöfunda fólst sérstaða Íslendinga í frelsisþrá og athafnagleði sem hefði fylgt Íslendingum allt frá landnámi. „Aðlögunarhæfni og þraut- seigja eru talin Íslendingum í blóð borin og hafa gert þjóðinni kleift að lifa af í harðbýlu landi í nábýli við óblíð náttúruöfl.“ Lagt var til að stjórnvöld réðust í kynningarátak til að koma þessari ímynd á framfæri við aðrar þjóðir. Gott væri að fá atvinnulífið líka í lið með sér. Ímynd í stað aðgerða Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað um Ímyndarskýrsluna. Þar stendur meðal annars: „Hugmyndir um sérstöðu og ágæti okkar Íslend- inga urðu áberandi á „góðæristím- anum“ og áttu eflaust sinn þátt í því að stór hluti þjóðarinnar varð sleginn eins konar blindu á hættumerki og hve móttökuskil- yrði fyrir hvers konar aðvaranir og gagnrýni voru slæm.“ Markaðs- átak hafi ekki getað komið í stað nauðsyn- legra aðgerða. Skýrslan orðin að veruleika Það er vert að rifja þetta upp því ekki verður betur séð en að nýlegt markaðsátak stjórnvalda, Inspired by Iceland, sem og auglýsingaher- ferð Icelandair leggi upp með sömu forsendur og útfærslur og gert var í Ímyndarskýrslunni. Á heimasíðu utan- ríkisráðuneytisins er markmið átaksins sagt vera að „draga úr neikvæðum áhrifum á trausta markaði sem tekið hefur langan tíma að byggja upp“. Sama markmið lá að baki Ímynd- arskýrslunni. Eða eins og segir í Rannsóknarskýrslunni: „Veruleikanum skyldi breyta með ímyndarvinnu, enda mögulegt að „tala“ markaðinn bæði upp og niður.“ bergsteinn@frettabladid.is 17. júní er góður dagur til að ákveða að hefja aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Ísland er velkomið Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sam- einingunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofn- ana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og ann- ars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr samein- ingum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfn- ast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefnda- skipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðing- in tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfir- vegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórn- ar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill! Kálsopi Hagræðing í ríkisrekstri Líf Magneudóttir En þar gildir von- andi hið forn- kveðna: Fall er faraheill! Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 12 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.