Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 22
22 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórn- arkosninga, þar sem Samfylking- unni og Lúðvíki Geirssyni bæjar- stjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjar- stjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breyting- ar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjör- sóknin var dræm eins og raun ber vitni – aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirsson- ar, fyrrverandi og núverandi bæj- arstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosn- ingarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja – af hverju kemst Lúð- vík í og þiggur bæjarstjórastól- inn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guð- rún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störf- um bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst – að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjór- um árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skyn- samlegra hefði verið að ráða ópól- itískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meiri- hluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurn- ingar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjár- hagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostu- legt það sem fram kemur í yfirlýs- ingu nýja meirihlutans: „Nýi meiri- hlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun.“ Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eft- irlitsnefnd um fjármál sveitarfé- laga hefur haft fjárhagsstöðu sveit- arfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbinding- ar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjór- inn sem borið hefur ábyrgð á fjár- hagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undan- farin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæj- arstjórninni í Hafnarfirði. Meiri- hlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fífl- um? Að lokum verð ég að gera athuga- semdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæj- armálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylk- ingar? Er ekki lýðræði í Hafnarfirði? Bæjarmál í Hafnarfirði Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir sagnfræðingur Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Íslandi er stjórnað með sameigin-legu ábyrgðarleysi stjórnmála- flokkanna. Getur verið að einn fárra möguleika fyrir sigraða þjóð sé að lýsa yfir hugsanlegu gjald- þroti og fá nýja kennitölu á Ísland. Íslendingar geta þá beint fyrirhug- uðum samningaviðræðum við Evr- ópusambandið til ríkisstjórnar Kan- ada og/eða með inngöngu í Nafta? Íslensk stjórnvöld hafa ekki skoðað þann möguleika að semja við Kan- ada, þeir stefna frekar á að reyna að takast í hendur við kreppta hnefa þjóðarinnar og í Evrópusamband- ið skal fara, sama hvað það kostar Íslendinga. Ég er sannfærður í dag að íslensku stjórnmálaflokkarnir eru mesta vandamál þjóðarinnar. Brotlending þjóðarbúsins er að mestu leyti stjórnmálaflokkun- um að kenna. Þjóðin mun þó ekki gleyma stelsjúkum bankamönnum og útrásarvíkingum. Búið er að þjóðnýta skuldir einka- vinavæddu bankanna yfir á íslensk- an almenning. Skuldaklafar sem hellast yfir almenning og virðast engan endi ætla að taka. Ábyrgð síð- ustu ríkisstjórna er mikil, gáleysi og tómlæti kann að varða við lands- lög að mínu mati. Hver ber ábyrgð? Enginn, því Íslandi er stjórnað sam- eiginlega með ábyrgðarleysi stjórn- málaflokkanna. Þurfum við Íslendingar ekki að kalla til erlenda sérfræðinga til að reisa efnahaginn við? Íslenskum stjórnmálamönnum mun ekki tak- ast það, þeir eru of flæktir í hags- muni samtryggingarkerfis stjórn- málaflokkanna? Af hverju könnum við ekki viðræður við frændur okkar í vestri um skjól og aðstoð, í skiptum fyrir samstarf og eða hlutdeild í t.d. olíuleitarsvæðum Íslands? Staðreynd: Íslendingar eiga meiri samleið með þjóðum á Norðurhveli en nokkurri annarri. Hlýnandi loftslag þýðir að norð- urleiðin er að opnast og því eiga þjóðir á norðurhveli jarðar meiri samleið með hver annarri. Áætl- að er að yfir 280 þúsund Kanada- menn eigi ættir að rekja til Íslands. Hvers vegna beinum við ekki sjón- um okkar til Kanada? Kanada er ríkjasamband sem samanstend- ur af tíu fylkjum og þremur sjálf- stjórnarsvæðum, Ísland það fjórða? Kanada er þingbundið lýðræðisríki í Breska samveldinu. Geta Kan- adamenn ekki náð að lenda þessari Icesave vit leysu fyrir okkur Íslend- inga farsællega? Ef ekki er samið við stjórn Kan- ada eigum við að fá erlenda sér- hæfða aðila til að stjórna hér næstu tólf ár og mynda utanþings- stjórn/starfsstjórn. Við veljum fólk sem er ekki í samtryggingarkerfi íslensku stjórnmálaflokkanna. Við gefum út yfirlýsingu vegna skulda íslenskra óreiðumanna erlendis: Á Íslandi varð brotlending efnahags og bankakerfisins vegna gáleysis og spillingar tengdra aðila fram til ársins 2010. Við höfum vikið öllum stjórnmálaflokkum burt og kynnt nýja aðila til stjórnunar vegna sér- stæðra aðstæðna á Íslandi. Takið upp í skuldir íslensku einkavina- væddu bankanna eignir þeirra erlendis. Þá fyrst verða þessir menn látnir borga brúsann og axla ábyrgð gerða sinna. Það mun ekki gerast í skjóli íslenskra stjórnmálaflokka við völd á Íslandi. Semjum við Kanada Efnahagsmál Sveinbjörn Ragnar Árnason sölumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.