Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 24
24 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Hræðsluáróður Í dag er 17. júní. Þjóðhátíðardag-ur okkar Íslendinga þar sem við fögnum sjálfstæði okkar. Af því tilefni velti ég því fyrir mér hversu sjálfstæð við erum í raun. Stór hluti þjóðarinnar er bundinn í skuldavef fjármálafyrirtækja sem sitja eins og púkinn á fjós- bitanum og fitnar og fitnar. Fólk sem skuldar meira en það ræður við er ekki frjálst, getur ekki flutt sig um set, hvorki milli landshluta né til annarra landa. Það er fast í kóngulóarvef. Búið að missa kjarkinn og sjálfsvirðinguna. Fólk er hrætt við að missa allt sitt. Þegar fólk er hrætt þá er það auðvelt skotmark kúgara. Það er akkúrat það sem við erum í dag, fórnarlömb kúgara. Kúgara sem eru fjármálafyrirtæki. Þau sömu og komu okkur í þessa stöðu. Rændu okkur ærunni og aleig- unni. Síðan hafa þau komið með lausnir til að auðvelda okkur að borga ránið þ.e. hjálpa þeim að ræna okkur meira en þeir hafa nú þegar gert. Annars er mér ekki vel við að tala um fjármála- fyrirtæki sem fyrirbæri, það er náttúrulega fólk sem þar stjórn- ar, fólk eins og við hin, nema hvað það hefur meiri völd í augnablik- inu. En vonandi ekki lengi enn. Við getum tekið þessi völd frá þeim með samstöðu. Notað það sem kemur þeim verst. Tekið okkur saman og lýst okkur gjald- þrota í stórum hópum. Tuttugu þúsund heimili og fimm þúsund fyrirtæki, allir á sama tíma. Það er ekki auðvelt fyrir þau að ráða við það. En áður en farið verð- ur í þær aðgerðir þá vörum við fjármagnseigendur við þeim svo þeir geti tekið peningana sína út úr bankanum og fjárfest í ríkis- skuldabréfum eða einhverju öðru svo þeir brenni ekki inni. Ég sjálf er búin að vera í marga mánuði að reyna að ná einhverju vitrænu samkomulagi við minn banka, ríkisbankann Landsbanka Íslands. En ekkert gengið. Búið að draga mig á asnaeyrunum í allt of langan tíma. Nú stend ég frammi fyrir því að láta kúga mig í þrot eða taka til minna ráða. Ég vil heldur taka til minna ráða en að láta kúga mig í þrot. Hvað með þig? Ertu með? Ef svo er þá endilega hafðu samband og við skulum sýna hvers vegna við höldum upp á 17. júní. Það eina sem getur stoppað það að þetta verði framkvæmt er að stjórnvöld grípi inní með sann- gjörnum lausnum. Í nóvember 2008 ræddi ég við þáverandi við- skiptaráðherra og benti á aðgerð sem ég taldi vera réttasta í stöð- unni sem þá var komin upp. Hann hlustaði stundarkorn og vísaði þessu svo frá með þeim orðum að þetta væri ekki hægt. Ég er enn á sömu skoðun og þá og segi að þetta er hægt. Annað er hræðslu- áróður. Öll lán sem eru gengistryggð, verði sett yfir í íslenskar krónur á því gengi sem var þegar lánin voru tekin. Það sem fólk er nú þegar búið að greiða af röngum höfuðstól verði gert upp og notað til lækkunar. Þetta á við bæði um fyrirtæki og einstaklinga. Verðtryggð lán verði færð niður. Tekið meðaltal af láns- kjaravísitölu síðustu fimm ára fyrir hrunið og það notað sem nýtt viðmið. Miðað við það hversu óvarlega fjármálafyrirtæki fóru í útlánum síðustu árin fyrir hrun þá er ekki hægt að gera ráð fyrir að þess- ar aðgerðir hjálpi öllum. Þeir sem eru í þeirri stöðu fái aukaaðstoð. Fjármálafyrirtæki sem lána fólki sem vitað er fyrirfram að getur ekki greitt af lánum sínum þurfa að taka þá ábyrgð á sig. Skuldavandi heimilanna Agnes Arnardóttir verslunareigandi Nú stend ég frammi fyrir því að láta kúga mig í þrot eða taka til minna ráða. Ég vil heldur taka til minna ráða en að láta kúga mig í þrot. Við getum verið sammála um að ölvunarakstur getur haft í för með sér skelfilegar afleiðing- ar. Við þekkjum alltof mörg dæmi þess. Það þarf ekki að koma nein- um á óvart að aðalástæða ölvunar- aksturs er neysla áfengis. Í gegn- um tíðina hafa slys og óhöpp tengd ölvunarakstri tekið of háan toll í umferðinni. Það er okkar að bregð- ast við til að draga úr hættunni. Margar leiðir eru færar og hafa allar það markmið að hvetja öku- menn til að aka ekki eftir neyslu. Okkur kemur málið við. Við eigum að tilkynna ölvunarakstur í síma 112 sama hver á í hlut. Við eigum að bjóða upp á óáfenga drykki fyrir þá sem eru á bíl. Við eigum að stöðva þá sem ætla að aka undir áhrif- um. Við látum ekki vini okkar aka undir áhrifum. Það að hafa aðgengi að edrú bílstjóra sem keyrir þá sem eru að skemmta sér skiptir miklu máli. Leigubílstjórar eru til staðar allan sólarhringinn og án vafa er ódýrara að nýta þjónustu þeirra en að verja því sem við eigum ólifað að borga fyrir tjónið. Sumir hópar sem eru að skemmta sér hafa oft einn ákveðinn bílstjóra sem er edrú allan tímann, fyrirbæri sem er kallað „designated driver“, stað- fastur bílstjóri. Bjórframleiðendur ætla sér að auka sölu áfengis um 6% á meðan HM stendur yfir. Það er líklegt að það auki ölvunarakstur töluvert þar sem sumir fá sér bara einn eða tvo bjóra. Hluti af þessari aukningu er drukkinn á veitingahúsum. Nú stendur yfir átak IOGT á Íslandi þar sem hvatt er til þess að við ökum edrú. Birtar verða auglýs- ingar þar sem heyra má frásagnir fólks um ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar ölvunaraksturs. Markmiðið okkar er að vekja þjóðina til umhugsunar um að aka edrú. Boðið verður upp á bílstjóradrykk á völdum veitinga- húsum sem eru í samstarfi við átak- ið. Sérstakur gestur átaksins, Joon- as Turtonen, framkvæmdastjóri Hälsa och Trafik í Finnlandi, ber saman ölvunarakstur hér sem er að líkjast æ meira því sem er í Finn- landi. Minnt verður á að ölvunar- akstur er dauðans alvara. Ökum edrú Bjórframleiðendur ætla sér að auka sölu áfengis um 6% á meðan HM stendur yfir. Það er líklegt að það auki ölvunarakstur töluvert þar sem sumir fá sér bara einn eða tvo bjóra. Umferðaröryggi Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT Hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.