Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 17. júní 2010 25 Undirrituð birtu grein í mars-hefti Læknablaðsins um auka- verkanir af Herbalife og í maí- hefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þess- arar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Lækna- blaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförn- um árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúru- legar afurðir er að ræða er nokk- uð almenn trú að þær séu skað- lausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifr- arskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar rit- gerðir í virtum erlendum læknis- fræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheld- ur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerð- arinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife- vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu vald- ið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsaka- valdar vegna þess að þau eru í vör- unum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töfl- ur, hylki eða duft og í innihaldslýs- ingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu inni- haldi valdið lifrarskaða í svo mikl- um mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða vald- ið skaða en helst er horft til nokk- urra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oft- ast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inni- heldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herba- life og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjald- gæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenning- ur sé meðvitaður um þessa alvar- legu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfja- stofnun.is, er vefeyðublað til til- kynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmuna- tengsl sem gætu haft áhrif á niður- stöður okkar. Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða Fæðubótarefni Magnús Jóhannsson læknir og prófessor við Háskóla Íslands Sif Ormarsdóttir meltingarlæknir á Lyfjastofnun Sigurður Ólafsson meltingarlæknir á Landspítala Við mælum ekki gegn notkun fæðu- bótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um auka- verkanir sem fylgt geta notkun þeirra. Fréttir bárust af því nýlega að Birgir Ármannsson hefði hald- ið langa tölu í umræðum um stjórn- lagaþing, sem meirihluti á Alþingi vill koma á, sem og meirihluti þjóð- arinnar. Birgir þingmaður brást þannig ekki skyldu sinni til þess að stuðla að því að sú virðing sem Alþingi nýtur meðal almennings héldist óbreytt enn um sinn, en alltaf er sú hætta fyrir hendi að það breyt- ist ef enginn sinnir þessu verkefni. Birgir fór nákvæmlega yfir stjórn- arskrár a.m.k. tveggja þjóða. Mik- ilvægi þess að ræða í þaula stjórn- arskrár annarra ríkja hlýtur öllum að vera augljós og skal Birgi bent á að það eru hátt í 200 ríki á jörðinni, sem sjálfsagt eru flest með stjórnar- skrá, og því er honum ærið verkefni fyrir höndum. Honum skal líka bent á að framsóknarþingmaður að norð- an talaði fyrir ári síðan alls 229 sinn- um í einu og sama málinu og varla nema eðlilegt markmið fyrir Birgi að slá það met, til þess að viðhalda enn frekar þeim virðingarsessi, sem Alþingi hlýtur að vera full þörf á að standa vörð um. Svo tíðar göngur í ræðustól bera að vísu ekki vott um lýðræðisást og sennilega ber það líka vott um óskýrleika í frásögn – og kannski vöntun á hæfileika á því sviði – og því viðkomandi til minnk- unar, en einhverju verður að fórna þegar mikið liggur við. Áfram Birgir. Þú átt mikið verk fyrir höndum en þér er að takast ætlunarverk þitt. Vei Birgir Stjórnmál Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur Starfsfólk Eignastýringar Arion banka bý r yfir áralangri reynslu í að leiða saman markmið og ávöxtunarkosti. Okk ur er ljóst að langtímasamband og langtímaárangur fara saman. Hvort sem um er að ræða uppbyggingu á eignasafni, eignastýringu eða lífeyrissp arnað getum við frætt þig um kostina í stöðunni og hjálpað þé r að taka vel upplýstar ákvarðanir. Við ætlum að gera betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.