Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 17. júní 2010 3 Úr háborg tískunnar bergþór bjarnason skrifar frá París Húðdropar frá Sif �oS���i�S S�� ko�u á �arkað fyrir �æpu� fjóru� viku� Hafa f�ngið góðar við��kur Hjá íSl�nSku� n�y��ndu�. Sif �osmetics, dótturfélag orf líf- tækni, setti á markað nýja húð- dropa fyrir um mánuði síðan og hafa viðtökurnar að sögn aðstand- enda fyrirtækisins farið fram úr björtustu vonum. „yfir fimm þús- und flöskur af dropunum hafa selst á tæpum fjórum vikum sem mér skilst að svari til meira en fimm prósenta kvenna yfir þrjá- tíu ára aldri á íslandi,“ segir Björn �rvar, framkvæmdastjóri Sif �os- metics. droparnir, sem heita �gf Bio- effect, innihalda �gf-frumuvaka, sem eru framleiddir í byggi af orf líftækni, og eiga að hvetja til náttúrulegrar endurnýjunar húð- frumna og sporna við öldrun húð- arinnar. „viðbrögðin frá fólki hafa verið afar góð og er mikið um að það hringi inn og lýsi ánægju sinni með dropana. Því finnst húðin vera betri og frísklegri auk þess sem margir tala um að þeir séu græðandi og virki vel á hina ýmsu húðkvilla. Þá virðist fólki líka hversu náttúrulegir þeir eru og að þeir skuli vera án allra lyktar-, ilm- og rotvarnarefna,“ segir Björn og bendir á að droparnir séu allt eins fyrir yngri konur og karlmenn. útsölustöðum dropanna fjölgar stöðugt auk þess sem aukin sókn á erlenda mark- aði er í undir- búningi. drop- arnir eru þegar til sölu í dan- mörku og á ítalíu. nánari upplýsingar er að finna á www.sifcos- metics.is. - ve húðdropar seljast vel droparnir eru sagðir sporna við öldrun húðarinnar. �ynd/Sif �oS���i�S Launahæsta fyrirsæta heims er komin aftur á sýningarpallana eftir barnsburðarleyfi. Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er komin aftur til starfa eftir sex mánaða barnsburð- arleyfi og tók upp þráðinn með því að kynna vor -og sumarlínu brasilíska tískuvörufram- leiðandans Colcci á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum. Gisele eignaðist son í desem- ber á síðasta ári og hefur augljóslega ekki átt í nokkrum vandræðum með að koma sér í fyrra form. Það er heldur ekki lítið í húfi enda Gisele launahæsta fyrirsæta heims. Hún var þó ekki ein um að spóka sig á pöllunum því þar mátti sjá Paris Hilton bregða fyrir í fötum frá Titon og Evu Herzigovu sem sýndi fyrir Adriönu Degreas. - ve gisele tók upp þráðinn með því að sýna vor- og sumarlínu �olcci á tískuvikunni í Sao paulo. nordi�pHo�oS/g���y Komin í fyrra form m stöndum Laugavegi 63 • s: 551 442 SUMARTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR af völdum stöndum F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is HEILSUSKÓR St. 35-44 Verð 9.450.- Fyrsta flokks innlegg LaugardagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Þegar sólin skín sem hæst og júlí nálgast með sum-arfríum landsmanna er einkennileg stemning hér í París. Tískuhúsin eru sem óðast að setja vetrartískuna í útstill- ingargluggana og nýjar vörur eru nú víða til sölu enda áhuga- verðasti varningurinn hjá fínu merkjunum löngu uppseldur í algengustu stærðum. Við þær óheppnu konur sem enn eru að undirbúa brúðkaup er helst hægt að mæla með því að fresta öllu fram á næsta ár. Innkaupin hafa einnig verið gerð af varkárni og því úr minna magni að spila. Í venjulegum búðum eru hins vegar hásumarútstillingar, sand- ur, sólgleraugu og léttur klæðn- aður til sýnis. Á sama tíma nálg- ast útsölur sem hefjast að þessu sinni 30. júní sem er óvenju seint en það skýrist af því að sumar- útsölur hefjast alltaf síðasta miðvikudag mánaðarins sem að þessu sinni er síðasti dagur hans. Víða sjást hins vegar tilboð og afslættir sem fylgja í kjölfar einkaútsalanna sem flest þekkt- ari merki hafa boðið viðskipta- vinum sínum upp á undanfarið. Þetta skýrist af tvennu, útsölurn- ar hefjast seint en einnig eru erf- iðir tímar í verslunarrekstri þar sem árið 2010 hefur ekki verið ár efnahagsbata eins og von- ast hafði verið til heldur hefur ástandið aðeins versnað. Lækk- un evrunnar og Grikklandsfárið sem og almennir efnahagserfið- leikar í Evrópusambandslönd- unum hræða sömuleiðis almenn- ing frá því að eyða í óþarfa hvort sem hann hefur efni á því eða ekki. Atvinnuleysi er hér farið yfir tíu prósent þó að bankarn- ir hafi ekki farið í þrot. Þess- ir erfiðleikar skapa því eins konar vítahring sem ekki sér fyrir endann á í bili. Kaupmenn eru því í klemmu: hvernig á að selja almenningi sumarvarning- inn áður en sumarleyfi hefjast og helst án þess að lækka verð- ið niður í útsöluverð til þess að einhver hagnaður verði þó á söl- unni? Hjá Gap eru boðnir þrír bolir ef tveir eru keyptir. Aðrir bjóða afslátt á völdum vörum. Enn aðrir á öllum vörum versl- ananna og svo eru það stóru magasínin á Hausmann-búlvarði og víðar sem bjóða afslátt með vildarkortum sínum. Viðskipta- vinirnir á móti hugsa: hvernig er hægt að kaupa allt það sem vant- ar til að vera vel til fara í fríinu án þess að eyða allt of miklu. Greinilegt að ekki er allt eins og á að vera og að þessi tvö mark- mið, kaupmanna og viðskipta- vina, geta ekki farið algjörlega saman. Sumum finnst ekkert vanda- mál að bíða eftir útsölunum í enda júní. Margir fara einfald- lega ekki burt í fríinu þar sem ekki er úr neinu aukafé að spila og því skiptir sumartískan þá afskaplega litlu máli. Þeir geta þá huggað sig við að hafa nógan tíma til að bíða eftir útsölulokum þegar margt verður að finna á hlægilegu verði. bergb75@free.fr kreppusumar og frí fyrir suma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.