Fréttablaðið - 17.06.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 17.06.2010, Síða 32
 17. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● 17. júní Fjallkonan er tákn Íslands. Frá lýðveldisstofnun 1944 hefur leikkona komið fram í gervi Fjallkonunnar í Reykjavík og flutt ljóð við hátíðahöld 17. júní. „Maður fann svolítið fyrir því að vera Íslendingur í sporum Fjall- konunnar og það var mjög sterkt í huga manns að vera íslensk, sem og íslenska þjóðin, stolt hennar og vegferð. Ég upplifði mig í miklu ábyrgðarhlutverki og man að ég reyndi að brosa sem minnst á svo hátíðlegri stund,“ segir leikkon- an Kristbjörg Kjeld sem valin var Fjallkonan árin 1962 og 1971. Undir orð Kristbjargar tekur leikkonan Þórunn Lárusdóttir sem var Fjallkonan 2001. „Maður fylltist jákvæðri þjóð- erniskennd og fann fyrir upphefð að vera í hlutverk Fjallkonunnar. Það er álitinn mikill heiður og mér leið sérstaklega vel með það ný- komin heim úr námi,“ segir Þór- unn. Móðir hennar Sigríður Þor- valdsdóttir leikkona var Fjall- kona 1967. „Báðar fórum við mamma með fjallkonuljóð eftir Matthí- as Johannessen, en mitt var sér- staklega samið fyrir daginn. Mér þykir óskaplega vænt um ljóðið og finnst það standa upp úr í minn- ingu dagsins,“ segir Þórunn. Fjallkonuljóð Kristbjargar 1962 var Nú strýk ég gullnum boga eftir Jóhannes úr Kötlum og Land míns föður eftir sama skáld árið 1971. „Í fyrra skiptið flutti ég fjall- konuljóðið af svölum Alþingishúss- ins en í seinna skiptið hafði athöfn- in verið færð á Austurvöll. Það er ógleymanlegt að standa á svölun- um og horfa yfir mannhafið,“ segir Kristbjörg og Þórunn minnist þess að hafa flutt ljóð sitt fyrir framan landsfeðurna á Austurvelli. „Það tók ekkert á taugarnar því þetta fólk kemur gjarnan í leikhús- ið. Mér fannst bara falleg hefðin að Fjallkonan flytji ljóð því það hæfir vel bókmenntaþjóð,“ segir hún. „Ég var gagntekin þjóðernis- tilfinningu, en átti ekki í vanda með að flytja ljóðin þótt ég hafi átt tregt um tungu. Í seinna skipt- ið varð þó löng þögn hjá mér svo hljómsveitin kom of snemma inn í, en ég stóð það af mér og kláraði mitt. Það var ekkert mál, þótt stundin væri hátíðleg,“ segir Kristbjörg og hlær. - þlg 0000 Hjónaleysin Jónína Guðrún Kristinsdóttir kennari og Jóhann Valdimarsson rafeindavirki áttuðu sig á því á sunnudaginn var að þau ættu tuttugu ára trú- lofunarafmæli í dag og tóku ákvörðun um það dag- inn eftir að láta pússa sig saman á trúlofunarafmæl- inu. „Við byrjuðum saman 17. júní fyrir tuttugu og einu ári og trúlofuðum okkur ári síðar. Það hefur svo alltaf staðið til að efna heitin en einhverra hluta vegna hefur ekki orðið af því fyrr en nú,“ segir Jónína. Þau Jónína og Jóhann eiga þrjú börn sem hafa reglulega rukkað þau um brúðkaup. Þau tóku frétt- unum því afar vel. „Sú yngsta er sex ára og ég held að hún hefði varla þolað meiri fyrirvara. Hún er alveg á hjólum,“ segir Jónína og hlær. Jónína segir lítið tilstand í kringum brúðkaupið og einungis for- eldrum og systkinum brúðhjónanna er boðið. „Ég ætla að vera í upphlutnum sem ég fermdist í en ég fór þó með jakkafötin hans Jóhanns í hreinsun. Sú stutta fær hins vegar að vera brúðarmey í prins- essukjól. Allir fá því að hafa þetta eins og þeir vilja enda mottóið ekkert vesen.“ Athöfnin verður látlaus en Jón Dalbú, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, gefur brúðhjónin saman. Vígslan fer hins vegar fram í Háteigskirkju enda búa brúðhjónin í Háteigssókn. „Að athöfninni lok- inni strollum við svo heim og sláum upp léttri veislu.“ -ve Brúðkaupið ákveðið með þriggja daga fyrirvara Þau Jónína og Jóhann hafa verið trúlofuð í tuttugu ár en hafa nú loksins ákveðið að láta gefa sig saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gagntekin þjóðarstolti Leikkonurnar og fyrrum Fjallkonurnar Þórunn Lárusdóttir og Kristbjörg Kjeld á Aust- urvelli, þar sem minningar fyrri þjóðhátíðardaga drjúpa af hverjum stokk og steini. 17. júní 1962. Fjallkonan Kristbjörg Kjeld í Alþingisgarðinum. 17. júní 2001. Þórunn Lárusdóttir í hlutverki fjallkonunnar á Austurvelli, íklædd skautbúningi í eigu borgarinnar. FRÉTTA BLA Ð IÐ /VILH ELM ● HÁTÍÐ Á VEST- FJÖRÐUM Hátíðardag- skrá verður bæði á Ísafirði og Hrafnseyri í dag. Guðsþjón- usta hefst í Ísafjarðarkirkju kl. 11 en á sama tíma verð- ur víðavangshlaup ræst bæði á Suðureyri og Þingeyri. Skrúðganga fer frá Silfurtorgi klukkan 13.45 með lúðra- sveit og fánaborg skáta í far- arbroddi en hefðbundin dagskrá hefst á Eyrartúni klukkan 14. Hátíðar- ræðuna flytur Sigurður Pétursson sagnfræðingur. Sunnukórinn syngur og fjallkonan stígur á stokk. Að því loknu verður boðið upp á skemmti- dagskrá fyrir börn og fullorðna. Á Hrafnseyri verður háskólahátíð með útskrift meistaranema frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan 12 og guðsþjónusta klukkan 14. Að henni lokinni verður hátíðardagskrá þar sem Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarráðherra flytur ræðu dagsins. Klukkan 21 hefjast rokktónleikar á Silfurtorgi á Ísafirði og á Þingeyri fer söngvarakeppni Höfrungs fram. ● BARNASKEMMTUN Barna- og há- tíðardagskrá hefst í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 11 í dag en þar verð- ur boðið upp á söngatriði, leikrit, andlits- málningu, sverðasmiðju, legófjör og ým- islegt fleira fram eftir degi. Skátamessa hefst í Egilsstaðakirkju klukkan 13.30 en hálf- tíma síðar verður efnt til skrúðgöngu frá kirkj- unni að Tjarnargarðinum þar sem vegleg hátíðardagskrá fer fram. Klukkan 15.30 verður formleg opnun á Ljóðabænum Egilsstöðum í Minjasafni Austur- lands og á ljóðaverkefni til heiðurs Hákoni Aðalsteinssyni. Klukkutíma síðar verður listasýn- ingin 4KONUR opnuð í Sláturhúsinu og klukkan 17 opnar málverkasýning Myndlistarfélags Fljótsdals- héraðs í flugstöðinni á Egilsstöðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.