Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2010 www.frettabladid.is | 512 5000 *Kjarnadreifingarsvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ALLA Enn betra aðgengi að Fréttablaðinu Breytingar voru gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins 1. júní. Blaðinu er áfram dreift ókeypis í lúgur og Fréttablaðskassa kjarnadreifingarsvæði* okkar. Nýbreytnin felst í að frídreifingu í verslunum og á bensínstöðvum á kjarnadreifingarsvæði verður hætt, en blaðið í staðinn selt í lausasölu um land allt samhliða fyrrgreindri frídreifingu heim eða í hverfi. Lausasölustöðum verður fjölgað til muna auk þess sem fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður nærri þrefaldaður, úr 60 í um 170. Nánari upplýsingar um dreifingu Fréttablaðsins má nálgast á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á visir.is eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU N1, Hvolsvelli Söluskálinn Björk, Hvolsvelli Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum, Hellu Árborg, Árnesi Bjarnabúð, Reykholti, Bláskógabyggð Ferðaþjónustan Úthlíð Glóðarsel, Laugarvatni Þrastalundur, Grímsnesi Bónus, Hveragerði N1, Hveragerði Bónus, Selfossi Minni Borg, Selfossi N1 Fossnesti, Selfossi N1 verslun, Selfossi Olís, Selfossi Ferðaþjónustan Úthlíð, Selfossi N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Skýlið, Vestmannaeyjum Vöruval, Vestmannaeyjum Suðurland Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Gamla góða skrúðgangan, leiktæki í Hljómskálagarði, útitónleikar, blaðra og ís standa alltaf fyrir sínu á þjóðhátíðardaginn. Fyrir þá sem vilja eitthvað aðeins óhefðbundnara er úr ýmsum skemmtilegum viðburðum að velja. 17. júní er góður dagur til að fara á Þjóðminjasafnið því í ár, eins og undanfarin ár, er ókeypis inn á safnið á þjóð- hátíðardaginn. Safngestir geta bæði gengið um safnið á eigin vegum eða slegist í fylgd með leiðsögumanni klukk- an 14 þegar farið er yfir grunnsýningu safnsins, Þjóð verður til. Nokkrum skrefum lengra, í Norræna húsinu, opnar sýningin Lykkjur: Norræn prjónalist. Sýningin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi, samanstendur af alþjóð- legum prjóna- og hekllistaverk- um þannig að úr verður litríkur og ævintýralegur heimur. Þeim sem vilja fara í siglingu á þjóðhátíðardaginn, en vilja ekki fara langt frá borginni, er bent á siglingu út í Viðey en lagt er af stað frá Skarfabakka klukk- an 11.15. Gengið er með leiðsögu- manni um eyjuna þar sem farið er yfir sögu Viðeyjar og er göngunni skipt í tvo hluta og léttur málsverður er snæddur í millitíðinni. Loks má geta þess að ótrúlega gaman og þjóð- legt getur verið að henda sér af stað upp í Árbæ en fjölbreytta hátíðardag- skrá er jafnan að finna á Árbæjarsafni 17. júní. Þar ber mikið á þjóðbúningum og þjóðdönsum auk þess sem Forn- bílaklúbburinn leggur af stað frá safninu fyrir hádegi. Þeir sem ekki búa í hverfinu geta nýtt sér stræt- isvagnaferðir þennan dag en leið 19 stoppar við Streng og vagnar númer 12 og 24 stoppa við Höfða- bakkann. Ekki er heldur langt að ganga frá Ártúni. - jma Rétt utan við hringiðuna Aðgangur er ókeypis að Þjóðminjasafninu 17. júní. Viðey er góður kostur fyrir þá sem vilja komast aðeins út úr mannmergðinni 17. júní. Þjóðbúningar og þjóðdansar verða í aðalhlutverki á Árbæjarsafni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mika, Muse, Páll Óskar og Beyoncé Knowles eru tónlistarmenn sem við ætlum meðal annars að flytja tónlist eftir í dag,“ segir Eggert Jónasson, formaður Lúðrasveitar verkalýðsins, sem fær í ár það hlutskipti að leika undir í skrúð- göngunni frá Hlemmi að Arnarhóli í tilefni af þjóðhátíðardeginum. Lúðrasveitin bregður allrækilega út af vana með því að taka þekkta poppsmelli í skrúðgöngunni, þar sem íslensk ættjarðarlög hafa hingað til leikið stórt hlutverk. „Tilgangurinn er að koma fólki skemmti- lega á óvart og lífga svolítið upp á dagskrána,“ segir Eggert en tekur fram að ættjarðarlögin verði þó líka á sínum stað. Skrúðgangan leggur af stað frá Hlemmi í dag klukkan 13.40 og lýkur ferð sinni í Hljómskála- garðinum þar sem annar óvæntur glaðningur bíður göngufólks. „Já, við ætlum að slást í hóp með Götu- leikhúsinu sem verður þarna með rosalegt leikatriði. Mér skilst að þetta sé sextíu manna hópur og við erum 45, þannig að þetta er mjög stórt atriði enda hafa æfingar fyrir það og gönguna staðið í allan júní,“ segir Eggert og lofar góðri skemmtun. - rve Muse og Mika poppa upp gönguna Eggert Jónasson og Steinunn Knútsdóttir, leikstjóri hjá Götu- leikhússinu, lofa miklu fjöri í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.