Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 34
 17. JÚNÍ 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● 17. júní ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 4 66 28 1 70 60 9 ● SPRELLAÐ Í ANDA LIÐINNA TÍMA Hefðbund- in hátíðahöld á Flúðum í til- efni dagsins hefjast með skrúð- göngu. Gangan leggur af stað klukkan 13.30 frá íþróttahús- inu og er áætlað að henni ljúki klukkan 14. Þá hefst dagskrá í íþróttahúsinu, sprellað verður í anda liðinna tíma í sundlauginni og kassabílarallíið og 17. júní- hlaupið verða á sínum stað. ● HANDVERK OG HEIT- AR VÖFFLUR Í Snæfells- bæ hefst dagskrá 17. júní há- tíðahalda með Íþróttastuði fyrir krakkana í íþróttahúsi Snæfells- bæjar. Unglingadeildin Drekinn sér um að mála krakkana fyrir skrúðgöngu sem hefst klukkan 13.15 frá íþróttahúsinu. Á Þor- grímspalli fer fram ávarp Fjall- konunnar, söngur og töfra- brögð, pokahlaup og reiptog svo eitthvað sé nefnt. Hægt verður að skreppa á hestbak við Sjávarsafnið á Norðurtanga og í Pakkhúsinu verður handverk til sölu ásamt kaffi og vöfflum. ● KARAMELLUREGN Fánar verða dregnir að húni klukkan 8 í dag í Grindavíkur- bæ. Hátíðardagskrá hefst svo með guðsþjónustu í Grindavík- urkirkju klukkan 10.00. Karamell- um mun rigna yfir bæjarbúa á Landsbankatúninu klukkan 14 og eftir það hefst skrúðganga að Grunnskóla Grindavíkur þar sem fjölbreytt skemmtidagskrá fer fram. Gosi kemur í heimsókn og Ingó töframaður, UMFG sýnir fimleika og á svæðinu verða leiktæki fyrir krakka, andlits- málning og hægt að fara á hest- bak. Slysavarnadeild Grinda- víkur stendur svo fyrir sögurat- leik þar sem veglegir vinningar verða í boði. Hátíðahöldin á Akureyri hefjast í Lystigarðinum klukkan 13 í dag á fánahyllingu og hátíðarávarpi Geirs Kristins Aðalsteinssonar, oddvita L-list- ans. Einnig flytur Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni við Glerárkirkju, bænagjörð og blessun og kór Glerárkirkju syngur. Skrúðgangan leggur svo af stað klukkan 13.30 áleiðis niður í bæ þar sem Skátafélagið Klakk- ur hefur komið upp skátatívolíi, hægt verður að grípa í hjólabíla og hoppukastalar verða á staðn- um. Dagskráin í miðbænum stendur frá klukk- an 14 til 17. Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar-Geysir koma fram og Leikhópurinn Lotta sýnir atriðið úr Hans klaufa. Marimba- sveit Giljaskóla og Hvanndalsbræður stíga einn- ig á svið og Dýrin í Hálsaskógi bregða á leik. Klukkan 21 hefst dagskráin aftur eftir hlé og munu þá stíga á svið hljómsveitin Buff, akur- eyrska hljómsveitin Sjálfsprottin spévísi, söngv- arinn Geir Ólafsson, Hvanndalsbræður og Leik- hópurinn Lotta. Á miðnætti marsera svo nýstúd- entar frá Menntaskólanum á Akureyri í gegnum miðbæinn. - rat Líf og fjör á Akureyri Leikhópurinn Lotta bregður á leik á Ráðhústorginu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.