Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 40
28 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvernig kanntu við trúða? Trúða? Nei, ekki vel. Þeir eru ekki vinir mínir. Nei, ekki týpurnar sem þú býður í partí. Maður sem sem málar sig til að reyna að vera skemmti- legur er algjört fífl í mínum augum! Þeir eru stund- um svo daprir! Depurð er orðið! Það er engin ást í sirkus. Bara fílar í búrum og konur með skegg. Kjaft- æði! Ég fór einu sinni í eftirpartí með skeggjaðri stelpu. Ég yfirgaf vettvang glæps- ins þegjandi! En fékkstu ekki lotu í hringn- um? Vá! Sá gamli er risavaxinn! Pabbi notaði hann á níunda áratugnum. Hann er ekki bara jafn stór og risalax, heldur er hann ekki með skjá, myndavél eða netaðgangi. Sama má segja um múrsteina. Ég held að múrsteinn myndi ná betra sam- bandi. Lokaðu augunum og teldu upp að tíu. Ókei! 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10! Ég ætla að finna þig! Bíddu, af hverju stend- urðu enn þá hérna? Ææ, þú tapaðir. Ha? En… Ertu aftur i í leikn- um „ruglað í litla bróður“? Ég elska þennan leik. Rólegan æsing, ha? Hann fer eftir staf- rófsröð, ha! Fáviti! Jam! Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfð-inu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint. HÁTÍÐAHÖLDIN þann 17. júní fóru fram í litlu skógarrjóðri í minni sveit. Þar söfnuð- ust sveitungarnir saman, grilluðu pylsur og léku leiki. Í minningunni var aldrei rign- ing þennan dag, frekar að þyrfti að berja frá sér mývargi í sólinni. Í minningunni hljóma hlátrasköllin og skvaldur fólks- ins í rjóðrinu, þar sem hver fjölskylda kom sér fyrir á köflóttu ullarteppi í kringum blettinn þar sem skemmtiat- riðin fóru fram. Saftflöskur komu upp úr kæliboxum, smurt brauð kom upp úr kökudunkum, í mörgum lögum með smjörpappír á milli. ÉG man eftir spenningn- um yfir því að eiga að borða úti. Setjast flötum bein- um á teppi meðan mamma tíndi upp úr nestistöskunni glerglösin, vafin inn í visku- stykki og kakó eða djúsblöndu á brúsa. Stundum fengum við kókómjólk með röri að drekka, sem var rosa mikið sport. Eitthvert árið höfðu framtakssamir menn í ungmenna- félagi sveitarinnar látið hlaða upp grilli í einu horni rjóðursins og eftir það voru grillaðar pylsur fastur hluti hátíðahald- anna og fylltu rjóðrið reyk og brunailmi. HÁTÍÐIN var líka eitt tækifærið af ekki allt of mörgum sem við krakkarnir í sveit- inni hittumst yfir sumarið. Því var alltaf mikið fjör. Keppt var í reiptogi og þá gjarn- an skipt í lið eftir því hvoru megin fljóts- ins maður bjó. Stundum var pokahlaup og stundum farið í ratleik í skóginum. Eftir dagskrána í rjóðrinu var spilaður fjölda- fótbolti á grundinni og allir fengu að vera með, líka við litlu krakkarnir. ÞAR sem ég treðst gegnum mannmergðina á 17. júní í miðborg Reykjavíkur og kemst hvorki lönd né strönd er ekki laust við að sveitamaðurinn komi upp í mér og ég hugsi til litlu hátíðarinnar í skóginum. Með kandí- floss í hárinu sem einhver klessti á hausinn á mér þegar ég tróðst gegnum skóg af gas- blöðrum, reyni ég að þurrka af gosið sem helltist niður á pilsið mitt í pulsuröðinni. Hér er hávaði, lúðrar eru þeyttir, krakk- ar blása í flautur og fólk er stanslaust hrópandi á einhvern sem er týndur. Þegar fyrstu regndroparnir taka að falla man ég svo auðvitað að ég gleymdi regnhlífinni. Kakó á brúsa og smurt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.