Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 42
30 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 14. Í Þjóðminjasafni Íslands verður þjóðhá- tíðardegi Íslendinga fagnað með ókeyp- is aðgangi og leiðsögn um grunnsýningu safnsins Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár. Leiðsögnin er öllum opin og hefst klukkan 14. Grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ætlað að hvetja gesti til að spyrja grundvallarspurninga um þjóðina sem byggt hefur Ísland til þessa dags. > Ekki missa af Shoeboxtour-hópnum á Austurvelli í dag kl. 16. Þar verða hópurinn í röð margra skemmtilegra atriða fyrir fólk á öllum aldri, en í dag verða í flestum stærri byggðum hátíðahöld fyrir alla fjölskyld- una. Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði fór í tónleikaferð til Kanada laugardaginn 12. júní og kemur til baka hinn 20. júní. Krakkarnir flugu til Winnipeg þar sem kórinn mun hafa aðsetur en þaðan mun hann halda víða um nágrennið til söngs. Dagskrá kórsins er margþætt og heldur kórinn stutta tón- leika á öllum viðkomustöðum sínum. Farið verður í heimsóknir til Nýja-Íslands, Árborgar, Mikleyjar (Hecla), Gimli og á dvalarheimilið Betelstaði svo eitthvað sé nefnt. Hápunktur ferðarinnar eru stórtónleikar í dag, þann 17. júní. Fyrst mun kórinn syngja við styttu Jóns Sigurðssonar í Þinghúsgarðinum, en síðar um kvöldið verður farið í Winnipeg Art Gallery þar sem aðaltónleikar kórsins verða. Kórinn hefur lagt metnað sinn í að flytja íslenska tónlist, hann hefur öðlast mikla færni í söng og túlkun á íslenskum þjóðlögum og verkum eftir íslenska höfunda. Til gamans má geta að kórinn tók nýlega þátt í gerð landkynningarmyndbandsins við lagið Jungel Drum þar sem margir hafa séð hann að starfi. Stjórnandi kórsins er Brynhildur Auðbjargardóttir. Öldutúnskór vestanhafs TÓNLIST Kór Öldutúnsskóla syngur víða í Winnipeg í dag. MYND ÖLDUTÚNSSKÓLI Götuleikhús Hins hússins stendur fyrir stórri aðgerð 17. júní. Sextíu manna hópur stendur að sýningu þar sem spilið Svarti-Pétur er leitt til lykta fyrir augum gangandi gesta í miðborg- inni. Jókerarnir fjórir með drottningar og kónga sameinaðra sorta í broddi fylkingar vinna saman að því að handsama hinn alræmda Svarta- Pétur og leiða spilastokkinn saman undir risapilsfald drottninganna svo nýtt spil geti hafist. það er mikið fyrir því haft að leiða spil- ið til enda, falin spil í erminni, þó bannað sé að hafa rangt við til að handsama óreglupésann, sem ein- hverra hluta vegna er með kín- versku yfirbragði, alla vega er grímumynstrið ættað þaðan. Hinir kynngimögnuðu spaðar, dreymandi hjörtun, kokhraustir tíglarnir og laufin listrænu eiga erfitt með að rata undir pilsfald- inn og Svarti-Pétur lætur ekki góma sig. Auk leikara Götuleikhússin koma að sýningunni söngmenn, dansarar, fimleikafólk, hestar og knapar úr Reiðskólanum í Reykja- vík, Bréfdúfufélagið leggur til fiðurfé, og Lúðrasveit verkalýðs- ins blæs í lúðra og ber bumbur. Þá þakka aðstandendur tækjaleigunni taeki.is fyrir hennar framlag sem og Lundavespum og fleiri fyrir- tækjum sem hafa lagt spilastokks- mönnum lið. Leikstjóri Götuleikhúss Hins hússins er Steinunn Knútsdótt- ir og um útlit sér Una Stígsdóttir. Götuleikhúsmenn biðja hátíðar- gesti að fylgjast vel með ferðum Svarta-Péturs og beina sjálfsupp- teknum spilunum að krossgötunum við Hljómskálann ef hjartatvistur fer að eltast við laufatíu en það par hefur verið óábyrgt á æfingum og margsinnis fundist í stokknum. Á krossgötum Sóleyjargötu, Frí- kirkjuvegar og Skothúsvegar fer lokaatriði fram, síðasti slagurinn, og eru leikslok áætluð kl. 14.30. Ætlunin er að koma böndum á Svarta-Pétur, stokka upp á nýtt og spila Ólsen Ólsen á 17. júní. pbb@frettabladid.is LEITIN AÐ SVARTA-PÉTRI MENNING Hver dró mig? hugsar Svarti Pétur. MYND HITT HÚSIÐ Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Auði Gunnars- dóttur sópran kemur fram á hátíðartónleikum í Garðabæ í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og er aðgangur ókeypis í boði Garðabæjar. Hátíðartónleikarnir eru hluti af 17. júní dagskrá í Garðabæ. „Salon Islandus“, áður Salonhljómsveit Sigurð- ar Ingva Snorrasonar, hefur starfað síðan 2004. Hljómsveitin hefur haldið tónleika víða um land og verið reglulegur gestur í Garðabæ undanfarin ár. Sigurður Ingvi stofnandi þessara hljómsveita lék um árabil í hljómsveit „Kursalon“- hússins í Vínarborg þar sem Johann Strauss lék með hljóm- sveit sinni á ofanverðri 19. öld. Sigurður hefur allar götur síðan lagt rækt við hina sívinsælu Vínartónlist og aðra klassík í létt- ari kantinum auk þess að leika á klarínettu í Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitina „Salon Islandus“ skipa listamenn úr fremstu röð hljóð- færaleikara á Íslandi. Hljóðfæraleikarar í kvöld verða Sigrún Eðvaldsdóttir og Pálína Árnadóttir, fiðlur, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Hávarð- ur Tryggvason, kontrabassi, Martial Nardeau, flauta, Einar Jóhannesson, klarinetta, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó og Pétur Grétarsson slagverk. Auður Gunnarsdóttir sópran er einsöngvari með hljómsveitinni í kvöld. Auður lauk prófi frá Söng skólanum í Reykjavík vorið 1991. Haustið 1999 var hún fastráðin að óperunni í Würzburg og söng þar fjölmörg hlutverk auk þess sem hún söng sem gestur í óperuhúsum víða um Þýskaland. Þá hefur hún einnig sungið í Íslensku óperunni. Auður hefur haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis og komið fram við ýmis tækifæri. Á efnisskránni er Vínartónlist, þekktir ópusar eftir Johann Strauss, Gaetano, Franz Lehár og fleiri af hinum þekkta Vínarskóla. - pbb Strauss á sautjándanum TÓNLSIT Salon-sveifla hljómar í kvöld í Kirkjuhvoli í boði Garð- bæinga og Sigrún Eðvaldsdóttir er á meðal flytjenda. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Makalaus - kilja Tobba Marinós Morgnar í Jenín - kilja Susan Abulhawa Góða nótt yndið mitt - kilja Dorothy Koomson 25 gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu - Reynir Ingibjartsson Ræktum sjálf Gitte Kjeldsen Hvorki meira né minna - Fanney R. Elínardóttir/María Elínardóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 09.06.10 - 15.06.10 Vegahandbókin 2010 Ýmsir höfundar Handbókin um heimsmeistara- keppnina - Keir Radnedge Friðlaus - kilja Lee Child
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.