Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 44

Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 44
32 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 17. júní 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Auði Gunnarsdóttur sópran kemur fram á hátíðartónleikum í Garða- bæ. Tónleikarnir eru haldnir í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ og hefj- ast kl. 20.00. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiklist 11.30 Leikhópurinn Lotta sýnir fjöl- skylduleiksýninguna Hans klaufa í Lysti- garðinum, Akureyri. Tvær sýningar verða í dag, kl. 11.30 og 17.00. Miðaverð er 1500 krónur. Nánari upplýsingar má finna á www.leikhopurinnlotta.is ➜ Sýningar 13.30 Lykkjur: Norræn prjónahátíð hefst í dag og stendur til 4. júlí. Sýning- in opnar kl. 13.30 í sýningarsal Norræna Hússins. Nánari upplýsingar á nordice.is 17.00 Opnun listasýningarinnar 4KONUR í Sláturhúsinu, Egilsstöðum. Listakonurnar Susan Wood, Kristín Rut Eyjólfsdóttir, Halla Ormarsdóttir og Sjöfn Eggertsdóttir sýna verk sín. Enginn aðgangseyrir, en sýningin verður opin til 7.ágúst. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Leiklistarverðlaunin Grím- an 2010 voru afhent í Þjóð- leikhúsinu í gærkvöldi og var þetta í áttunda sinn sem Gríman er afhent. Leikverkið Íslandsklukkan, í leik- stjórn Benedikts Erlingssonar, og Fjölskyldan - ágúst í Osage-sýslu, í leikstjórn Hilmis Snæs Guðna- sonar, stóðu uppi sem sigurveg- arar kvöldsins með fern verðlaun hvor. Sýning ársins var Jesús litli eftir Benedikt Erlingsson, Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geir- harðsdóttur, Kristjönu Stefáns- dóttur og Snorra Frey Hilmars- son í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Leikarinn Árni Tryggvason hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsam- bands Íslands fyrir framúrskar- andi ævistarf í þágu leiklistar. Jafntefli á Grímunni 2010 ÍSLANDSKLUKKAN Leiksýningin Íslandsklukkan hlaut fern verðlaun á Grímunni 2010. Leiksýningin Fjölskyldan - ágúst í Osage- sýslu hlaut einnig fern verðlaun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Páll Stefánsson áritar bókina í Eymundsson, Austurstræti, í dag, 17. júní, milli kl. 15 og 17 „ Dásamlega falleg og heillandi bók, full af lífi og leik – og bjartsýni“ Egill HelgasonÁfram Afríka Leikari ársins í aðalhlutverki Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í Íslandsklukkunni. Leikskáld ársins Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson fyrir leikverkið Jesús litli. Leikstjóri ársins Hilmir Snær Guðnason fyrir Fjölskylduna - ágúst í Osage-sýslu. Leikkona ársins í aðalhlutverki Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fjölskyld- unni - ágúst í Osage-sýslu. Leikari ársins í aukahlutverki Björn Thors fyrir hlutverk sitt í Íslandsklukkunni. Leikkona ársins í aukahlutverki Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungunum. Leikmynd ársins Börkur Jónsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Fjölskyldunni - ágúst í Osage-sýslu. Búningar ársins Helga Björnsson fyrir búninga í leiksýningunni Íslandsklukkunni. Barnasýning ársins Leiksýningin Horn á höfði eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund S. Brynjólfsson í sviðssetningu GRALS - Grind víska atvinnuleikhússins. SIGURVEGARAR GRÍMUNNAR Það eru fyrirhugaðir smátónleik- ar í allt sumar á Grandanum í hús- næði Söngskóla Sigurðar Demetz Grandagarði 11. Að sögn Bjarna Thors Kristinssonar verður dag- skráin byggð upp af þremur atrið- um: ungir einsöngvarar sem komnir eru vel á veg í námi sínu erlendis og eru heima sumarpart koma fram og kynna íslenska einsöngslagið. Fyrst- ar syngja þær Hildigunnur Einars- dóttir og Hanna Þóra Guðbrands- dóttir en Ástríður Alda leikur undir. Er hópur einsöngvara sem heldur þessum lið skemmtunarinnar uppi hátt á annan tuginn. Þá mun Voces Masculorum sem að þessu sinni er skipaður átta söngvurum syngja þjóðlög, fimm- undarsöngva og kunn íslensk ætt- jarðarlög. Voces Masculorum var stofnaður árið 2000 og er eingöngu skipaður tónlistarmenntuðum söng- mönnum. Kórinn syngur aðallega við útfarir en hefur einnig komið fram á tónleikum með landsþekkt- um söngvurum. Loks er salíbuna með dæmum gegnum íslenska tónlistarsögu í flutningi tvíeykis gítarleikara af klassíska skólanum. Aðstandendur vonast til að þessi nýbreytni nái til gesta sem að kvöld- lagi ráfa um miðborgina en hafa í fá hús að venda alla jafna. Koma um þrjátíu listamenn að tónleikahaldinu og eru tónleikar daglega kl. 20. - pbb Söngskemmtanir á Grandanum Í kvöld er á dagskrá Rásar 1 gleði og gamanleikurinn Hrólfur eftir Sigurð Pétursson sem saminn var fyrir strákana í Hólavallaskóla og leikinn á opinberri leiksýningu með boðsgestum 5. desember 1796 og er jafnan talinn fyrsta íslenska sviðs- verkið þótt það megi toga til og frá ef menn vilja þrætur. Leikurinn var lengi kallaður eftir titlum handrita, Slaður og trúgirni, en lýsir hann auðtrúa embættismanni og slægum flækingi, Hrólfi. Hann hefur sjald- an verið leikinn í seinni tíð, en var hafður sem skemmtiatriði á einu af skemmtikvöldum Listaklúbbs Þjóð- leikhússins sem svo var kallaður og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir stóð fyrir. Þar flutti 1996 Spaug- stofuliðið verkið og fóru þeir félag- ar með öll hlutverk. Uppákoman var hljóðrituð og er hún á dagskrá kl. 19. Leikurinn er skopádeila. Höfundur- inn beinir spjótum sínum að ýmsum göllum í fari manna, svo sem hræsni og yfirdrepsskap, ótrúmennsku, falsi og uppskafningshætti, trúgirni og dómgreindarleysi. Leikendur eru þeir Pálmi, Siggi Sigurjóns, Örn Árna, Randver og Karl Ágúst. Hrólfur og Spaugstofan SPAUGSTOFUMENN Spaugstofan flutti verkið Hrólf árið 1996 og var uppákom- an hljóðrituð. Verkið verður flutt á Rás 1 í kvöld. SMÁTÓNLEIKAR Í SUMAR Söngvarinn Bjarni Thors stendur fyrir smátónleikum á Grandanum í allt sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.