Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 46
34 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Rapparinn Eminem hefur selt fleiri en 80 milljónir platna um allan heim. Hann er enn þá gríðarlega vinsæll og sendir frá sér nýja plötu á morgun. Strigakjafturinn Eminem sendir frá sér sjöundu plötu sína á morg- un. Platan átti upphaflega að vera framhald á plötunni Relapse sem kom út í fyrra og bar því vinnu- titilinn Relapse 2 í fyrstu. Þegar leið á vinnuferli plötunnar fannst honum titillinn ekki passa og hann gaf því plötunni nafnið Recovery, eða Endurheimt. Eminem er gríðarlega vinsæll tónlistarmaður um allan heim og ekkert bendir til þess að fer- ill hans sé á niðurleið eftir fjór- tán ár í bransanum. Hann hefur selt meira en 80 milljón plötur um allan heim og fjórar síðustu plöt- ur hans hafa náð toppi bandaríska Billboard-listans. Búast má við að Recovery fari sömu leið þar sem fyrsta smáskífulag plötunnar, Not Afraid, var annað rapplag sög- unnar til að rjúka beint á topp Bill- board-lagalistans. Eins og við mátti búast eru fjöl- margir gestir á nýju plötunni. Rihanna syngur með Eminem í laginu Love the Way You Lie sem er jafnframt önnur smáskífa plöt- unnar. Dr. Dre hjálpaði Eminem við plötuna og hin grjótharða Pink syngur í laginu Won‘t Back Down. atlifannar@frettabladid.is >Plata vikunnar Who Knew - Bits and Pieces of a Major Spectacle ★★★★ „Lögin eru hvert öðru betra, útsetningarnar eru áhrifaríkar og hljóðfæraleikurinn tilþrifa- mikill.“ - tj Bonnaroo er ein af stærstu bandarísku tónlistarhátíðunum. Þessi fjög- urra daga hátíð er haldin á 2.8 ferkílómetra bújörð í Manchester í Tenn- essee í júní ár hvert. Þar eru fjögur svið, en framan við það stærsta komast 100 þúsund áhorfendur. Bonnaroo leggur ekki jafn mikla áherslu á ný og upprennandi nöfn eins og t.d. SXSW, en samt er þetta ekkert gamlingjafestival. Skipuleggjendurnir reyna einfaldlega að ná sem flestum af heitustu nöfnunum á ári hverju. Frábært festival og alveg málið ef maður er staddur í Tenn- essee eða nærliggjandi ríkjum í júní ... Fyrir okkur hin þá er þetta líka góð hátíð vegna þess að bandaríska ríkisútvarpið, NPR tekur upp fjölmarga tónleika á Bonn- aroo og hefur þá aðgengilega á vefsíðunni sinni www.nrp.org. Í ár er dagskráin ekk- ert slor. Þarna eru tónleikar í fullri lengd og ágæt- um hljómgæðum með LCD Soundsystem, Flaming Lips, Reginu Spektor, Tori Amos, The XX, She and him, The Gossip, Mum- ford and Sons, Dead Weather, Noruh Jones, Japandroids, The National, Tinar- iwen, Baaba Maal og Kris Kristofferson o.m.fl. Hreint ekki slæmt! Þessir tónleikar voru komnir inn á síðuna einum til tveimur dögum eftir að þeir fóru fram. Auk þess er á vefsíðu NPR að finna fullt af öðru tón- listarefni. Myndarlegt safn af alls konar tónleikum, útvarpsþættir, óút- gefnar plötur í forspilun o.fl. Og þetta efni er allt opið öllum heiminum, ekki lokað fyrir erlendum IP-tölum eins og stór hluti efnis á vef BBC. Okkar íslenska RÚV hefur verið nokkuð duglegt að hljóðrita tónleika undanfarin ár. RÚV hefur staðið vaktina á Iceland Airwaves og tekið upp fullt af öðrum tónleikum bæði með íslenskum og erlendum lista- mönnum. Gallinn er samt sá að þessar upptökur eru bara sendar út einu sinni, gjarnan löngu eftir sjálfa tónleikana og oftar en ekki fara þær fram hjá manni. Þess væri óskandi að a.m.k. einhver hluti þessa dýr- mæta efnis væri gerður aðgengilegur á vefsíðu RÚV þannig að maður gæti leitað á einfaldan hátt og hlustað þegar manni hentaði! Bonnaroo í beinni ■ I‘ll Be Missing You með Puff Daddy (í dag þekktur sem Diddy), Faith Evans og 112 fór á topp bandaríska Billboard-listans 14. júní 1997 og sat þar í 11 vikur. ■ Lagið er byggt á laginu Every Breath You Take með hljómsveitinni Police frá árinu 1983. Sting, söngvari Police, fær allar höfundarréttargreiðslur fyrir lagið. ■ I‘ll Be Missing You er tileinkað rapparanum Notorious B.I.G. sem var myrtur 9. mars árið 1997. ■ Lagið er í 84. sæti á lista Bill- board yfir bestu lög allra tíma. ■ I‘ll Be Missing You er eitt af fáum lögum sem fer beint á topp Billboard-listans þegar það kemur út. Það er einnig annað tveggja rapplaga sem hefur náð þeim árangri. Hitt er Not Afraid með Eminem sem fór á toppinn á þessu ári. ■ Vikurnar 11 sem lagið eyddi á toppnum slógu met, sem Eminem sló síðan árið 2002 þegar lag hans Lose Yourself eyddi 12 vikum á toppnum. ■ Lagið seldist í tugmilljónum ein- taka og náði toppnum í 11 löndum. ■ Sean John Combs hefur verið þekktur undir nokkrum nöfnum. Meðal annars Puff Daddy, P. Diddy, Diddy, Puffy og Puff. Loks er í dag slúðrað um að hann kalli sig Ciroc Obama. TÍMAVÉLIN PUFF DADDY VOTTAR NOTORIOUS B.I.G. VIRÐINGU SÍNA I‘ll Be Missing You á toppinn EMINEM ENDURHEIMTUR Hinn 14. september verður stór dagur fyrir indírokk frá New York. Ný plata frá hljómsveit- inni Interpol kemur út þann dag, eins og ný plata hljómsveitarinn- ar Walkmen. Plata Walkmen hefur feng- ið nafnið Lisbon og fylgir eftir hinni frábæru You & Me frá árinu 2008. Platan var tekin upp á síðustu tveimur árum og unnin í Philadelphiu og Brooklyn. Þá voru nokkur lög samin á ferða- lagi hljómsveitarinnar til portú- gölsku borgarinnar sem platan dregur nafn sitt af. Hamilton Leithauser sagði í viðtali við Pitchfork í febrúar að platan sé undir áhrifum frá Elvis, þó svo að nýju upptökurn- ar hljómi ekki þannig. „Hljóð- færaleikurinn er mjög einfaldur,“ sagði hann. „Raddirnar eru mjög háværar en trommurnar eru afar mjúkar.“ Walkmen með nýja plötu BEINT FRÁ NEW YORK Hljómsveitin Walkmen er frá New York eins og snillingarnir í Interpol. Hljómsveitirnar gefa út plötu á sama degi í september. 1999 2000 2001 2004 2005 2006 2009 Eminem kvænist hinni alræmdu Kimberley Anne Scott (Kim), en þau hittust í framhaldsskóla. Móðir Eminems kærir hann fyrir meiðyrði og krefst 10 milljón dollara skaðabóta. Hún fékk um 1.600 dollara í skaðabætur þegar dæmt var í málinu. SKRAUTLEGT EINKALÍF EMINEMS Eminem er handtekinn fyrir að taka upp byssu í raftækjabúð og veifa henni. Gaf út lag þar sem hann gagnrýndi George Bush, þáverandi forseta Banda- ríkjanna, harðlega. Fór í meðferð við fíkn í svefnlyf. Eminem og Kim gifta sig á ný, en skilja sama ár. Viðurkennir í viðtali að hafa hugleitt sjálfsvíg þegar hann var djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu. Fær skilorðsbundinn dóm fyrir ólöglegan vopnaburð. Eminem og Kim skilja í fyrsta í skipti. dreifing: smekkleysa > Í SPILARANUM The Chemical Brothers - Further Eminem - Recovery For a Minor Reflection - Höldum í átt að óreiðu Laddi - Bland í poka LADDI FOR A MINOR REFLECTION
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.