Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 48
36 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Kvikmyndin A Team er byggð á samnefndum sjón- varpsþáttum frá áttunda áratugnum og á að vera hasarmynd af bestu gerð. Myndin fjallar um fjóra fyrrver- andi hermenn í sérsveit banda- ríska hersins sem eru nýkomnir heim eftir að hafa sinnt skyldum sínum í Írak. Þeir verða ranglega ásakaðir um glæp sem þeir áttu að hafa framið í hernum og taka höndum saman við að sanna sak- leysi sitt. Liam Neeson, Bradley Cooper, Quinton „Rampage“ Jackson og Sharlton Copley leika fjórmenning- ana og einnig bregður leikkonunni Jessicu Biel fyrir sem liðþjálfa í hernum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem hún bregður sér í hlut- verk hermanns á háum hælum. Kvikmyndin hefur fengið mis- jafna dóma og segir meðal annars gagnrýnandi blaðsins The New York Times að líklega hafi mynd- in verið of dýr til að hægt væri að eyða of miklu púðri í söguþráðinn og áherslan hafi verið á hið sjón- ræna, miklar sprengingar og læti, til að lokka áhorfendur að. Fram- leiðendur myndarinnar eru bræð- urnir Ridley og Tony Scott sem eiga margar smelli að baki eins og American Gangster (2007) og Gladiator (2000). - áp Sakleysið sannað með látum A TEAM Fjórir hermenn þurfa að takast á við hermálayfirvöld Bandaríkjanna til að sanna sakleysi sitt. Leikarinn Robert Pattinson sló í gegn í hlutverki vampírunnar Edwards Cullen í Twilight-þrí- leiknum. Fyrsta kvikmyndin kom út árið 2008 og hefur Pattinson síðan þá verið tilnefndur til fjölda verðlauna auk þess sem hann hefur haft í nógu að snúast í leik- listinni. Leikarinn er aðeins tut- tugu og fjögurra ára gamall og óttast að frægðarsól sín fari dvín- andi héðan í frá. „Ég hélt að ef of margir góðir hlutir myndu ger- ast, þá myndi maður deyja fyrir þrítugt. Æðri máttarvöld gætu verið að vara mann við að biðja um of mikið, því það gæti ræst úr því öllu,“ sagði leikarinn sem vinnur nú hörð- um höndum við tökur á kvikmyndinni Water for Elephants sem leik- stýrt er af Frances Lawrence. Góðir hlutir gerast hratt SÁTTUR Robert Patt- inson er á frama- braut í leiklistinni. > BEINT Á TOPPINN Endurgerð hinnar klassísku kvik- myndar Karate Kid fór beint á toppinn fyrstu sýningarhelgina í Bandaríkjunum. Kvikmyndin skartar þeim Jackie Chan og Jaden Smith í aðalhlutverkum, en Smith þessi er sonur stórleikarans Wills Smith. Karate Kid hafði því betur í aðsóknarslagnum við kvikmyndina The A-Team, sem gerð var eftir sam- nefndum sjónvarpsþáttum. Leikarinn Tom Cruise for á kost- um í hlutverki hins loðna, dóna- lega plötuútgefanda Les Grossman í gamanmyndinni Tropic Thunder sem kom út árið 2008. Tropic Thunder þótti ein besta gamanmynd ársins 2008 og skart- aði hún stórstjörnum á borð við Ben Stiller og Robert Downey Jr. í aðalhlutverkum. Les Grossman kom nýverið fram á MTV kvikmyndahátíð- inni og dansaði þar við söng atriði Jennifer Lopez við góðar undir- tektir áhorfenda. Nú hafa kvik- myndaframleiðendur íhugað að gera heila kvikmynd um herra Grossman og öll hans ævintýri. Sumir vilja meina að myndin verði skemmtileg blanda af mynd- um Austin Powers og Anchorman með Will Farrell í aðalhlutverki. Ben Stiller mun framleiða mynd- ina og hafa Cameron Diaz og Jamie Foxx einnig verið orðuð við hana. Það verður þó forvitnilegt hvort hægt verði að teygja lopann í rúma tvo tíma eða hvort brandarinn sé þegar orðinn gamall. Durgurinn Les á hvíta tjaldið GAMANSAMUR Tom Cruise sló í gegn sem Les Grossman í kvikmyndinni Tropic Thunder. NORDICPHOTOS/GETTY Sjónvarpsþættirnir sem kvikmyndin A Team er byggð á skarta engum öðrum en leikaranum og glímukappanum MR.T. Hann er meðal annars þekktur fyrir móhík- anahárgreiðslu sína, stóra gulllitaða skartgripi og töffaralega framkomu. Mr.T lék einnig í myndinni Rocky 3 þar sem hann gerði setninguna „I pity the fool“ ódauðlega. I PITY THE FOOL! „Ég væri svo til í það að leika mjög vonda stelpu – það væri frábært!“ segir Jessica Biel leikkona. Jessica leikur í myndinni A- Team sem var nýlega frumsýnd hér á landi. Hún viðurkennir að hún sé orðin frekar örvænting- arfull og vilji breyta til. Hún vill prófa hlutverk sem eru meira örv- andi og óvænt heldur en þau sem hún hefur hingað til tekið að sér. „Ekki bara vonda stelpu held- ur kannski frekar andlega trufl- aða stelpur eða jafnvel geðveika stelpu. Eitthvað sem er virkilega ögrandi og óvænt,“ segir Jessica. Auk þess að vilja frekari ögrun er fegurðardísin æst í að sýna tón- listarhæfileika sína á hvíta tjald- inu eða jafnvel á sviði. Haft er eftir henni að hún hún vilji prófa blöndu tónlistar og bíómyndar. Hún telur að söngvamynd eða Broadway-sýn- ing sé eitthvað fyrir hana. Jessica er um þessar mundir að leikstýra stuttmynd sem hún hefur sjálf skrifað handritið að. Í fram- haldi af því finnst henni hún tilbú- in til að fara út í framleiðslu. „Mér finnst viðskiptahliðin áhugaverð ásamt því að ég elska að skrifa, Þannig að ég hef mikinn áhuga á öllu sköpunarferlinu bak við verk- in,“ sagði Jessica í viðtali við blað- ið Daily Telegraph í Ástralíu. - ls Jessicu Biel langar að vera vonda stelpan VONDA STELPAN Jessica hefur um þessar myndir hugann við einhverjar breytingar á ferlinum. Sértilboð Stökktu til Costa del Sol 22. júní Frá aðeins kr. 69.900 í 14 nætur 14 nátta ferð – ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 22. júní í 14 nætur til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Þú bókar fl ugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði bæði 22. júní og 6. júlí. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 69.900 – 14 nátta ferð Verð m.v. m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2–11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 14 nætur. Verð m.v. 2–3 í herbergi / stúdíó / íbúð kr. 74.900. Sértilboð 22. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.