Fréttablaðið - 17.06.2010, Síða 50

Fréttablaðið - 17.06.2010, Síða 50
38 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarmógúlinn P. Diddy lang- ar nú að eignast fótboltalið. Rapp- arinn frægi þénar um 30 millj- ónir dollara á ári og á nú þegar sitt eigið tískuhús, ilmvatnslínu, veitingastaði og vodkamerki. Hann rennir nú hýru auga til fót- boltaliða í leit að fjárfestingu en hann var fyrir stuttu að pæla í að kaupa enska liðið Crystal Palace, sem er í fjárhagskröggum. Félagarnir Gunni og Felix gefa út barnaplötu til heið- urs Ómari Ragnarssyni í tilefni af stórafmæli hans. Platan samanstendur af þrettán lögum Ómars sem félögunum fannst nauðsyn- legt að kynna fyrir nýrri kynslóð. „Við erum óskaplega ánægðir með plötuna. Ómar hefur glatt þjóðina og þá börn sérstaklega í um fimm- tíu ár. Hann var númer eitt á list- anum þegar við Gunni leituðum að okkar fyrirmynd þegar við byrj- uðum með Stundina okkar. Því lá það beint við að fá að heiðra hann í kringum þennan stóra dag,“ segir Felix Bergsson. Félagarnir Felix og Gunnar Helgason, tvíeykið Gunni og Felix, ætla að heiðra Ómar Ragnarsson í tilefni af sjötugsafmæli hans nú í ár. Gera þeir það með því að senda frá sér barnaplötu með vel völd- um lögum af öllum þeim frábæru barnalögum sem Ómar á. Diskur- inn heitir Ligga ligga lá – Gunni og Felix flytja lög Ómars Ragnars- sonar og eru á honum þrettán lög. „Ómar á lög eins og til dæmis Hláturinn lengi lifi, Jói útherji, Þrjú hjól undir bílnum og Ligga ligga lá, sem fá mestu fýlupúka til að brosa út í annað,“ segir Felix. „Foreldrarnir þekkja þessi lög frá því að þeir voru ungir og því tilval- ið að fjölskyldan fái lög sem hún geti sungið saman.“ Félagarnir vildu endurvekja lög Ómars svo að börn dagsins í dag fengju að njóta þeirra gullmola sem hann hefur búið til. Plötuna unnu þeir með góðvini sínum, Jóni Ólafssyni. En Jón hefur unnið með þeim félögun- um í öll þau sextán ár sem þeirra samstarf hefur varað. Einnig koma þeir Hjörleifur Valsson, Stefán Már Magnússon og Haukur Gröndal að plötunni. Ómar sjálfur kemur aðeins við sögu í einu lag- anna þar sem hann leikur bæði sjálfan sig og forsætisráðherrann Jóhönnu Sigurðardóttir. „Það var eins og að ná í páfann þegar við reyndum að fá hann til að koma í stúdíó,“ segir Felix. „Hann er allt- af úti um allt með fulla dagskrá að það var eiginlega ekki möguleiki að fá hann til að koma. Hann er ótrú- lega ofvirkur og ef hann væri tíu ára væri hann á lyfjum. Hann er svo stórkostlegur einstaklingur!“ Eins og þjóðin veit slógu þeir félagar Gunni og Felix í gegn í Stundinni okkar fyrir fimmtán árum. Þeir hafa þó enn ekki hætt að skemmta börnum. linda@frettabladid.is Heiðra Ómar með barnaplötu FÉLAGARNIR ÁSAMT ÓMARI Félagarnir Gunni og Felix heiðra Ómar í tilefni af sjötugs- afmæli hans með barnaplötu með hans lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR plötur hefur sextán ára sam- starf Gunna og Felix gefið af sér. HEIMILD: SENA 29 Bomban Megan Fox lenti í mikl- um erfiðleikum í nýjustu mynd sinni Jonah Hex. Þrátt fyrir að hafa haft ánægju af að leika í spennuatriðunum í myndinni átti hún í mestu vandræðum með gripið á skotvopnunum. „Það var eitt atriði sem áhættuhóp- urinn var búinn að æfa fyrir í nokkrar vikur. Síðan mætti ég á svæðið og gat ekki fram- kvæmt það sem þeir vildu því að ég er með pínulitlar barnahend- ur,“ segir Megan. Leikkon- an segir að þetta hafi þó ekki verið það eina sem hafi verið að trufla hana í atriðun- um. Byss- urnar voru svo þung- ar og stórar að þetta tók einnig mjög á Megan. Með of litlar hendur P.DIDDY Á nóg af peningum og vill nú kaupa fótboltalið. Diddy í boltabransann Skötuhjúin Russell Brand og Katy Perry hafa nú fengið sér alveg eins húðflúr. Skemmtikrafturinn og tónlistarkonan munu ganga í það heilaga í haust og búist er við stjörnumprýddum gestalista. Setn- ingin „Gakktu meðfram straumnum“ á hinu helga indverska tungumáli sanskrít, prýðir nú handleggi beggja. Russell Brand sást fyrst skarta húðflúrinu á forsíðu síðasta tölublaðs Rolling Stones og svo var Perry mynduð með alveg eins tattú nú í vikunni. Brand og Perry trúlofuðu sig einmitt á Indlandi eftir aðeins þriggja mánaða samband og eru víst bæði mjög spennt fyrir brúðkaupinu. Það verður líklega öllu tjaldað til og mikið um dýrðir en Russell Brand er víst búinn að afþakka allar brúðargjafir og segir að þau skötuhjúin þurfi ekki á neinu að halda enda bæði í góðu starfi. Annars geta skötuhjúin ekki kvartað yfir því að hafa lítið að gera. Russell fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Get Him to the Greek sem var nýlega frum- sýnd. Katy er á fullu í tónlistarbransan- um og sendi nýlega frá sér myndband við lagið California Girls. Myndbandið hefur vakið mikla athygli, en það þykir afar ögrandi. Katy og Russell með alveg eins tattú TURTILDÚFURNAR Katy Perry og Russel Brand hafa innsiglað trúlofun sína með alveg eins húðflúri. >VILL EKKI BOND AFTUR „Ég naut þess að leika Bond á sínum tíma en ég sakna hans ekki. ég hef engan áhuga á að taka að mér hlutverk einkaspæjarans aftur,“ segir leikarinn Pierce Brosnan. Þrátt fyrir þetta bætir Brosnan við að hugsanlega hafi hann ekki líkams- styrkinn sem til þarf en leik- arinn er að nálgast sex- tugsaldurinn. Frábær handbók fyrir almenning um lækningamátt og notkun íslenskra jurta. Vissir þú að … beitilyngste er frábært gegn svefnleysi? gleym-mér-ei er góð á brunasár? ilmreyr nýtist vel gegn frjókornaofnæmi? söl virkar vel við timburmönnum? Tími kominn til að tína! www.forlagid.is Snjallt og svalt! Sefar augnþrota Snjöll skyndilausn fyrir þrútin augu. Hressir - ertir ekki Svalandi stálkúlan hjálpar til við að eyða bólgu og baugum undir augunum með léttu nuddi. Frískandi All About Eyes Serum bólgueyðandi augnanudd er kjörin skyndilausn ef þú vilt losna við að heyra: „Ósköp ertu þreytuleg, elskan.“ Hafðu þetta netta nuddtæki í handtöskunni, alltaf tiltækt. Fullt verð 4.869 kr. Kynningarverð í Lyfju 3.990 kr. Gildir 17.-19. júní

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.