Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 17.06.2010, Qupperneq 54
42 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Ívar Björnsson skaut Fram á toppinn með marki af dýrari týpunni. Hann skoraði stór- kostlegt mark úr hjólhestaspyrnu í 2-1 sigrinum á Stjörnunni þar sem Fram skaust á topp Pepsi-deildar- innar. „Strákarnir voru reyndar að gera grín að mér að spyrnan væri úr frekar lítilli hæð, ekki af tveim- ur metrunum eins og við höfum verið að leika okkur að taka á æfingum,“ sagði Ívar kíminn en hann tók boltann á kassann, vipp- aði honum yfir fótinn á varnar- manni sem ætlaði að hreinsa frá áður en hann spyrnti knettinum í netið með bakfallsspyrnu. „Þetta gengur vel hjá mér núna en svo getur maður orðið skúrk- ur á skömmum tíma. Þetta er á meðan þetta er. Ég er að toppa á réttum tíma,“ segir Ívar. Fram hefur ekki verið í topp- sæti efstu deildar síðan eftir 7. umferðina árið 1992. Liðið gerði jafntefli í næsta leik það ár og tap- aði sætinu til ÍA sem lét það aldrei af hendi og varð Íslandsmeistari. Fram endaði í fimmta sæti það ár. „Ég er ekkert að horfa neitt sér- staklega á neinar tölur eða töl- fræði,“ segir Ívar. Eðlilega er stemningin hjá félag- inu með besta móti. „Skiljanlega er hún það. Gengið helst í hendur við stemninguna,“ segir Ívar en að hans mati er það samheldnin í hópnum sem er að skila sínu. „Við höfum verið lengi saman, við lentum í þriðja sæti 2008 og fjórða sæti í fyrra auk þess sem við komumst í bikarúrslitin. Hóp- urinn er þéttur og þegar menn fara eða meiðast koma aðrir í stað- inn. Jón Guðni Fjóluson er gott dæmi, hann byrjaði á bekknum á síðasta tímabili en er núna kominn í landsliðið,“ segir Ívar. Þorvaldur Örlygsson þjálfari hefur séð á eftir mönnum eins og Reyni Leóssyni, Auðuni Helga- syni og Paul McShane en hefur verið sniðugur í leikmannamál- um. „Hann fær menn sem passa inn í liðið, ekki endilega stór nöfn. Þetta er enda hópíþrótt.“ Framarar fóru ekki inn í mótið með stórar vonir eða miklar vænt- ingar. „Við ákváðum að hafa engar rosalegar væntingar en ef við lítum á úrslitin í mótunum fyrir Íslandsmótið þá höfum við bara tapað einum leik, fyrir KR, og svo fyrir Blikum í úrslitaleik Lengju- bikarsins í vítaspyrnukeppni. Þegar lið tapa ekki leikjum hlýt- ur þeim að ganga vel.“ En er komin pressa á Framara? „Er ekki alltaf pressa á topplið- inu,“ sagði Ívar og hló við. „Deild- in er gríðarlega jöfn eins og taflan sýnir. Það eru allir að taka stig af öllum og það er stutt á milli hlát- urs og gráts í þessu. Deildin er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Ívar. hjalti@frettabladid.is Er að toppa á réttum tíma Ívar Björnsson er leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Frétta- blaðsins. Ívar skoraði magnað mark í 2-1 sigrinum á Stjörnunni sem kom Safa- mýrarfélaginu í fyrsta skiptið í efsta sæti úrvalsdeildarinnar í heil átján ár. FIMM MÖRK Ívar er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar með fimm mörk í sjö leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Guðmundur Benediktsson hefur glætt Pepsi-deild karla nýju lífi með klæða- burði sínum. Guðmundur mætir iðulega í sínu fínasta pússi á hliðarlínuna hjá Selfossi og setur gott fordæmi fyrir aðra þjálfara. „Þjálfaraúlpan er bara ekki að gera neitt fyrir mig. Þær eru líka yfirleitt frekar stórar og ég er nú ekki nein himnalengja. Þær verða því yfirleitt bara hálfgerður frakki á mér,“ segir Guðmundur. En af hverju klæðir hann sig upp á leikdögum? „Hver leik- ur á að vera hátíð. Maður er í íþróttagalla á öllum æfingum og mér finnst þetta bara eðli- legt. Maður á að klæða sig upp. Það er einsleitt ef allir varamenn og aðrir á bekknum eru í æfinga- göllum, og svo þjálfarinn líka,“ segir Guðmundur og bætir við að klæða- burðurinn sé aukaatriði miðað við leikinn sjálfan. Hann vonast til að fleiri taki sig til fyrir- myndar en Ólafur Kristjánsson, Bliki, er reynd- ar virkilega snyrtilegur líka. „Ólafur er snyrti- pinni og skynsamur maður. Ég held að það sé bara að skila sér.“ Sérstaka athygli vakti svokallað Guardiola- vesti sem þjálfari Barcelona hefur gert frægt. „Það er meira nauðsynlegt hérna á Íslandi, það er ekki nógu heitt til að vera bara á skyrtunni,“ sagði Guðmundur. „Það er líka alveg ljóst að ef dómara dettur í hug að troða mér í eitthvað vesti, þá tryllist ég og kæri það bara,“ sagði Guðmundur en Willum Þór Þórssyni og Gunnlaugi Jónssyni þjálf- ara Vals hefur verið hent í vesti á leikjum. „Það er alveg út í hött og eitthvað sem ég skil engan veginn. Ég hef horft á og lýst fleiri hundrað leikjum og það skiptir engu máli hvaða deild það er eða Heimsmeistara- mót, þetta truflar ekki nokkurn einasta aðstoð- ardómara. Nema á Íslandi. Það getur ekki verið að Ísland sé eina landið í heimi sem hefur rétt til að gera þetta. Þjálfarar á Íslandi eru ekkert á öðrum stað en þjálfarar annars staðar,“ sagði Guðmundur ákveðinn. - hþh Guðmundur Benediktsson er best klæddi þjálfari Pepsi-deildarinnar: Hver leikur á að vera hátíð FLOTTUR Guðmundur er með allt á hreinu, allt frá beltissylgjunni til frakk- ans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Bjarni Fritzson segir að tvö tilboð frá Danmörku séu sinn síðasti möguleiki á því að fara út í atvinnumennsku. „Maður er að renna út á sölu- degi,“ segir Bjarni. Danska félagið Nordsjælland hringir í Bjarna oft í viku þessa dagana. „Þeir vilja ólmir fá mig til sín en ég er ekkert sérlega bjartsýnn. Eins og svo mörg önnur dönsk félög eiga þeir í fjár- hagsvandræðum en ef þeir geta boðið mér atvinnumannasamning væri rosalega gaman að semja við félagið,“ segir Bjarni sem er einnig eftirsóttur af öðru félagi í Danmörku. Hann hefur áður sagt að hann ætli ekki að semja við hvaða félag sem er en hann hafði ákveð- ið að skrifa undir hjá íslensku félagi áður en Nordsjælland hóf að hringja nánast daglega. Hann vill einnig fá almennileg laun fari hann út. „Ég get ekki látið börn- in mín lifa undir fátækramörk- um bara af því ég er í einhverju handboltaflippi,“ segir Bjarni léttur. - hþh Bjarni Fritzson: Dagleg símtöl Nordsjælland EFTIRSÓTTUR Bjarni var markahæsti leikmaður N1-deildarinnar á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lið umferðarinnar: Leikkerfið er 4-3-3 Markmaður: Albert Sævarsson (ÍBV) Varnarmenn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Guðmundur Mete (Haukar) Jón Guðni Fjóluson (Fram) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH) Miðjumenn: Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) Matthías Vilhjálmsson (FH) Sóknarmenn: Atli Guðnason (FH) Ívar Björnsson (Fram) Gilles Mbang Ondo (Grindavík) PEP GUARDIOLA Þjálfari Barcelona er hinn spænski Guðmundur Benediktsson. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Rúmlega helmingi fleiri mörk voru skoruð í fyrstu sjö umferðum Pepsi-deildar karla en skoruð voru í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í Suður- Afríku. Bestu lið heims skoruðu 25 mörk í sextán fyrstu leikjunum, tæp 1,6 mörk að meðaltali í leik. Í 42 leikjum Pepsi-deildar- innar í fyrstu sjö umferðunum voru 135 mörk skoruð, rúm- lega 3,2 mörk að meðaltali í hverjum leik. Í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar voru skoruð 24 mörk og 23 mörk í sjöttu umferðinni. Einn markalaus leikur hefur verið í sumar, leik- ur KR og Keflavíkur. - hþh Ekkert markaregn á HM: Helmingi fleiri mörk á Íslandi FÁ MÖRK Þeim bestu gengur illa að skora í Suður-Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Vuvuzela-lúðrarnir hafa vakið óskipta athygli á HM í knattspyrnu. Áhorfendur hafa heyrt stöðugt suð lúðranna í gegnum sjónvarpið og mörg- um þykir nóg um. Lúðrarnir eru komnir til Ísland og verða til sölu í Turninum á Lækjartorgi í dag. Þeir bera meira að segja íslenska fánann í tilefni þjóðhátíðardags- ins. Spurningin er hvort lúðrarnir fá svo að njóta sín í Pepsi-deild- inni út sumarið. - hþh Þjóðhátíðarstemning í dag: Vuvuzela lúðr- ar til sölu í dag VINSÆLIR Lúðrarnir eru vinsælir í Suður- Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP > Þrjú félög vilja fá Hermann Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hermanns Hreiðars- sonar, staðfesti við vefmiðilinn Fótbolti.net í gærkvöldi að þrjú félög, tvö ensk og eitt utan Englands, hafa sýnt Hermanni áhuga. Hermann hefur spilað með Portsmouth frá árinu 2007 og félagið vill halda honum en samningur hans rann út í sumar. Hermann er orðinn 35 ára en hann sleit hásin í leik á móti Tottenham í mars og verður frá keppni fyrstu mánuði næsta tímabils. Hermann hefur spilað í Englandi öll þrettán ár sín sem atvinnumaður. Sigursteinn Gíslason og lærisveinar hans í Leikni eru með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla þegar sex umferðir eru búnar af mótinu. Leiknir hefur aldrei endað ofar en í 6. sæti í b-deild. „Þetta er kannski framar björtustu vonum hjá einhverjum en við vitum alveg hvað við getum. Við erum líka á jörðinni enn þá því þetta er bara rétt að byrja. Við njótum augnabliksins á meðan það er og okkur leiðist ekkert að vera í þessari stöðu,“ segir Sigursteinn en hann játar að Leiknir sé búið að stimpla sig vel með þessari byrjun: „Þetta fær önnur lið til að taka okkur alvarlega og átta sig á því að við erum ekki alltaf bara litla liðið í Breiðholtinu.“ Sigursteinn hefur skýringu á breyttu gengi liðsins. „Það var hugarfarsbreyting hjá öllum í Leikni, bæði hjá leikmönnum og stjórn. Menn voru tilbúnir að leggja aðeins meira á sig, leikmennirnir fóru að æfa betur og stjórnin fór að vinna þetta fag- mannlegra í kringum liðið,“ segir Sigursteinn. Leiknir hefur unnið 5 af 6 leikjum og aðeins fengið á sig 3 mörk í þessum sex leikjum. „Þetta hefur fallið með okkur. Í fyrra værum við búnir að fá á okkur tíu mörk núna með sams konar spilamennsku. Í fyrra féll ekkert með okkur en núna er þetta aðeins meira að falla með okkur,“ segir Sigursteinn en Leiknisliðið er nær eingöngu skipað Leiknisstrákum og hefur ekki mikið breyst frá því í fyrra. „Það vantar ekkert upp á Leiknishjartað hjá þessum strákum, ég get lofað þér því. Það eru ekki miklar breytingar á leikmönnum frá undanförnum árum og þetta er kjarninn sem hefur verið þarna. Þetta er kjarni sem er góður og menn þurftu bara að átta sig á því að það kostar fórnir að ná árangri,“ segir Sigursteinn. Fram undan er toppslagur á móti nágrönnunum í ÍR sem eru í 2. sætinu. „Það er mikil spenna hjá leikmönnum fyrir Breiðholtslagn- um á föstudaginn en ég segi bara að þetta er bara einn leikur af 22. Það eru aðeins þrjú stig undir í þessum ÍR-leik en ef þú myndir spyrja strákana þá myndu þeir örugglega svara allt öðruvísi.“ SIGURSTEINN GÍSLASON, ÞJÁLFARI LEIKNIS: MEÐ LIÐIÐ Í EFSTA SÆTI 1. DEILDARINNAR EFTIR SEX LEIKI Erum ekki alltaf bara litla liðið í Breiðholtinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.