Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.06.2010, Blaðsíða 58
46 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR Holan er eitthvað svo stór í dag! Einar Gunnarsson PGA golfkennari Stykkishólmi EI N FA LT M EÐ E IN A R I Guðmundur Ágúst Kristj- ánsson, ungur og efnilegur kylfingur, gerði sér lítið fyrir og lék Korpúlfsstaða- völl á 63 höggum sem er met. Hann byrjaði að sveifla kylfu tveggja ára og lék fyrst á mótaröð fullorðinna þegar hann var fjórtán ára. Það vakti mikla athygli í golfheim- inum á Íslandi þegar það fréttist að Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sautján ára kylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur, hefði leikið Korpu- völlinn á 63 höggum af gulum teigum og sett nýtt vallarmet. „Ég er vanur að leika á hvítum teigum,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við Fréttablaðið. „Það er miklu auðveldara að leika á gulum því það styttir brautirnar mikið og auðveldar að komast inn á flöt í réttum höggafjölda (regulation).“ Spurður hvað hann hafi hitt marg- ar flatir í réttum höggafjölda er svarið stutt „átján“ sem þýðir að hann hitti allar flatirnar. 100 pró- sent árangur. Til gamans má geta þess að kylfingar á bandarísku mótaröðinni hitta að meðaltali 65 prósent allra flata. Guðmundur Ágúst segist hafa byrjað í golfi kornungur. „Golfið er fjölskyldusportið. Það er til mynd af mér tveggja ára að sveifla kylfu en ég byrjaði í GR þegar ég var átta ára og ellefu ára byrjaði ég að keppa.“ Guðmundur Ágúst lék fyrst í meistaraflokki á íslensku móta- röðinni þegar hann var fjórtán ára. Síðan þá hefur hann tekið þátt í sífellt fleiri mótum og varð hann til að mynda í sjöunda sæti á Íslandsmótinu í höggleik sem haldið var í Grafarholtinu í fyrra og Ólafur Loftsson vann með eft- irminnilegum hætti. Máltækið segir að æfingin skapi meistarann og það er ekki að heyra annað en að Guðmundur Ágúst fari eftir því. „Á veturna æfi ég sex sinnum í viku í svona tvo til þrjá tíma í senn. Á sumrin æfi ég aftur á móti alla daga nema þegar ég er alveg dauðþreyttur eða veikur.“ Aðspurður segir hann að járna- spilið sé helsti styrkleikinn en aftur á móti þurfi hann að bæta ýmislegt, sérstaklega þó stutta spilið í kringum flatirnar. Guðmundur Ágúst stefnir leynt og ljóst að því að verða atvinnu- maður í golfi. Það mun samt ekki verða gert á kostnað menntun- arinnar. Hann stundar nú nám í Menntaskólanum við Sund en að því loknu hyggst hann halda til Bandaríkjanna í háskólanám. „Ég er rétt að byrja að skoða hvort ég fái ekki skólastyrk út á golfið. Ef það tekst þá hugsa ég að ég skelli mér bara í verkfræði enda er ég á eðlisfræðikjörsviði í MS. Hvað maður gerir síðan eftir háskólanámið er erfitt að segja enda langt þangað til. Eins og stað- an er í dag ætla ég samt að reyna að komast á evrópsku mótaröðina eða þá Nationwide-mótaröðina í Bandaríkjunum.“ trausti@frettabladid.is Sautján ára kylfingur setti ótrúlegt met á Korpunni FALLEG SVEIFLA Guðmundur Ágúst segir að Korpan og Grafarholtið séu í sérstöku uppáhaldi en þó finnist honum Þorláksvöllur í Þorlákshöfn líka vera alvöruvöllur. MYND/HELGA Stjörnugolfmótið fer fram í sjötta sinn 23. júní næstkomandi á Urriðavelli í Garðabæ. Ágóð- inn af mótinu rennur óskiptur til Kaffistofu Samhjálpar. Undanfarin ár hefur ágóðinn af Stjörnugolfi runnið til Barna- spítala Hringsins, Umhyggju og MND félagsins. Fyrirtæki geta keypt sig inn í mótið með tveggja manna lið og spilað er eftir Texas Scramble fyrirkomulagi. - shá Stjörnugolf 2010: Frægir ætla að golfa til góðs HELGA MÖLLER Mikil áhugakona um golfíþróttina og er ein þeirra sem hafa tekið þátt í Stjörnugolfi undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA voru höggin sem Alfreð Brynjar Kristinsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, not- aði til að setja nýtt vallarmet af hvítum teigum á Leirdalsvelli í Eimskipamótaröðinni um síðustu helgi. Hann skrifaði hins vegar undir of lágt skorkort og var vísað frá keppni. 3 golfogveidi@frettabladid.is 6766 Svavar Berg Magnússon, kylfing- ur úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar, fór holu í höggi á 3. braut á Skeggja- brekkuvelli á mánudaginn var. Þriðja brautin er skráð 155 metrar af gulum teig. Arngrímur Benjamínsson, úr Nesklúbbnum, náði einnig drauma- högginu á Nesvellinum á mánudag- inn. Hann fór holu í höggi á ann- arri brautinni, sem er 108 metra löng af gulum teig. - kh Fjölgar í Einherjaklúbbnum: Tveir fóru holu í höggi Eimskipamótaröðin 2010 - staðan Karlar 1 Kristján Þór Einarsson GKJ 2152.50 2 Sigmundur Einar Másson GKG 1681.88 3 Hlynur Geir Hjartarson GK 1629.38 4 Björgvin Sigurbergsson GK 1500.00 5 Sigurþór Jónsson GK 1500.00 6 Tryggvi Pétursson GR 1344.38 7 Pétur Freyr Pétursson GR 1312.50 8 Rúnar Arnórsson GK 1216.88 9 Axel Bóasson GK 1173.75 10 Guðmundur Ágúst Kristján. GR 1072.50 Konur 1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 3000.00 2 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 1732.50 3 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 1702.50 4 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 1575.00 5 Jódís Bóasdóttir GK 1425.00 6 Ingunn Einarsdóttir GKG 1275.00 7 Þórdís Geirsdóttir GK 1271.25 8 Signý Arnórsdóttir GK 1200.00 9 Berglind Björnsdóttir GR 1065.00 10 Ragna Björk Ólafsdóttir GK 952.50 VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR KRISTJÁN ÞÓR EINARSSON Kannast þú við að standa yfir pútti og hugsa: „þetta pútt fer örugglega framhjá!“ eða „þetta verður ábyggilega of stutt“? Margir kylfingar eiga í erfiðleikum með að bægja frá neikvæðum hugsunum þegar kemur að því að pútta. Til að koma í veg fyrir það er gott að huga að nokkrum þáttum þegar pútt eru æfð, hvort heldur er á æfingaflötinni eða á golfvellinum. Á meðan þú æfir pútt skaltu, auk tækniatriðanna, æfa þig í að hugsa rétt. Með réttri hugsun líður manni betur og þá verða púttin betri. Tileinkið ykkur jákvæðar hugsanir á meðan þið standið yfir púttunum til dæmis „ég er að miða hárrétt“ eða „þetta pútt getur ekki klikkað … holan er eitthvað svo stór í dag“. Þá skaltu líka muna eftir góðum púttum hjá þér, bæði frá æfingaflötinni og af golfvellinum, og rifja þau stöðugt upp í huganum. Mundu líka eftir því að segja einhverj- um (sjálfum þér, golffélaganum, maka þínum eða einhverjum sem vill hlusta á spennandi golfsögur) frá glæsilegu púttunum þínum. Þannig byggir þú smátt og smátt upp sjálfstraust sem bætir árangur þinn í púttum. högg er því enn vallarmetið af hvítum teigum sem Axel Bóasson úr Golf- klúbbnum Keili setti fyrir rétt rúmri viku. Skorkort Guðmundar Braut Gulur Par Forgjöf Skor 1. 360 4 6 4 2. 442 5 10 3 3. 179 3 2 3 4. 381 4 4 4 5. 286 4 8 4 6. 128 3 18 3 7. 414 5 14 3 8. 316 4 12 3 9. 142 3 16 3 Út 2648 35 30 10. 301 4 9 4 11. 419 5 11 4 12. 304 4 5 4 13. 189 3 7 3 14. 286 4 15 3 15. 495 5 1 5 16. 147 3 17 3 17. 322 4 3 4 18. 316 4 13 3 Inn 2779 36 33 Út 2648 35 30 Alls 5427 71 63 Eitt helsta vandamál á golfvöllum á Íslandi er hversu leikur er hægur. Fyrir þessu eru margar ástæður en Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá GR, ráðleggur kylfingum eftirfarandi til að stytta biðina á vellinum: Fyrst af öllu er hraður leikur betri leikur – flestum sem spila golf gengur betur ef leikið er hratt og með góðum takti. 1. Leikmenn ættu alltaf að vera tilbúnir þegar þeir eiga að slá. Vera tilbúnir með bolta, tí og kylfu þegar kemur að þeim að slá teighögg. Undirbúa högg á leið að boltanum og vera tilbúin á flöt þegar kemur að þeim. 2. Hafa í huga þegar komið er á flöt hvar næsti teigur er og skilja kerruna eftir þeim megin flatarinnar þar sem styst er á næsta teig. 3. Takið boltann upp þegar ljóst er að þið getið ekki fengið punkt lengur. 4. Fylgjast vel með hópnum fyrir framan og reynið að dragast ekki aftur úr honum. Algengur misskilning- ur er að fylgjast með þeim sem koma á eftir. 5. Nota tímann þegar aðrir í leikhópnum eru að pútta til að gera við för eftir niðurkomu boltans á flöt. 6. Yfirgefa flötina um leið og allir hafa klárað – leikmenn geta fært skorið á skorkortið á næsta teig meðan aðrir eru að leika í leikhópnum. Hollráð Hinna Hvernig má hraða leik ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.