Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 62

Fréttablaðið - 17.06.2010, Side 62
50 17. júní 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SUMARFRÍIÐ LÁRÉTT 2. glansa, 6. munni, 8. gilding, 9. kóf, 11. guð, 12. erfiði, 14. dans, 16. fíngerð líkamshár, 17. skjön, 18. umhyggja, 20. tónlistarmaður, 21. óhljóð. LÓÐRÉTT 1. að lokum, 3. í röð, 4. asfalt, 5. svif, 7. skothylki, 10. húsfreyja, 13. bókstaf- ur, 15. sót, 16. reglur, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. gljá, 6. op, 8. mat, 9. kaf, 11. ra, 12. streð, 14. rúmba, 16. ló, 17. mis, 18. önn, 20. kk, 21. garg. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. lm, 4. jarðbik, 5. áta, 7. patróna, 10. frú, 13. emm, 15. aska, 16. lög, 19. nr. „Ég heimsæki bróður minn til Ísafjarðar og fer í sumarbústað. Svo á ég miða með Herjólfi á Þjóðhátíð en er ekki búin að ákveða hvort ég fer.“ Gréta Mar Guðbrandsdóttir, nemi í stjórn- mála- og viðskiptafræði. „Við sáum rifu á markaðnum fyrir svona síðu. Fólk í kringum okkur var alltaf að sanka að sér nótum og gripum frá mismunandi stöðum og okkur datt í hug að safna þessu saman á sömu síðuna. Við teljum okkur vera með bestu gítargrip- vefsíðu í heiminum í dag,“ segir Kjartan Sverrisson. Kjartan stofnaði Gítargrip ásamt félaga sínum Sævari Eyfjörð árið 2008. Á síðunni er samsafn af lögum sem fólk getur prentað út að vild og búið til söngbækur fyrir partýin, sumarbústaðinn eða úti- leguna. Nú hefur vefsíðan fengið nýtt útlit og bætt þjónustu sína við not- endur. „Við ákváðum um áramótin að gera þetta að alvöru fyrirtæki en ekki bara áhugamáli. Á síðustu mánuðum hafa vinsældir síðunn- ar verið að aukast en heimsóknir eru komnar í yfir 40.000 á mánuði og við finnum sérstaklega fyrir aukinni umferð á síðuna í kring- um aðalferðahelgarnar á sumr- in. Verslunarmannahelgin var til dæmis algjör toppur í fyrra,“ segir Kjartan. Maður þarf ekki að vera tónlist- armaður til að nota síðuna. Á vefn- um er forrit þar sem maður getur sett inn þá hljóma sem maður kann og vefurinn finnur lög sem henta getu hvers og eins. „Flestir not- endur okkar lesa ekki mikið nótur svo samhliða þessu forriti er hægt hlusta á öll lögin og sjá myndbönd á Youtube á meðan maður glamr- ar á gítarinn. Þessi síða er því líka eins konar kennsluvefur og getur hjálpað fólki að koma sér af stað,“ Kjartan segir að aukið sam- starf við tónlistarmenn sé í bígerð á næstu mánuðum og hefur hann fengið jákvæðar undirtektir frá þekktum tónlistarmönnum á borð við Jakob Frímann, Stebba Hilm- ars og Bjartmar Guðlaugsson. Athygli vekur að vinsælasta lag síðunnar hefur verið það sama frá upphafi en það er Halleluja með Jeff Buckley. „Nú er íslenska hljómsveitin Dikta að sækja í sig veðrið. Við sjáum hvort Buckley þurfi að víkja fyrir íslensku rokki í sumar.“ - áp Besta gítargripsíða heims endurnýjuð KJARTAN SVERRISSON Annar tveggja stofnenda síðunnar Gítargrip.is sem nú hefur breytt útliti sínu og bætt þjónustu við notendur sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvett- vang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson hand- boltakappi og Jón Arnór Stefáns- son körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarf- ið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flug- ið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökk- ið frá sveittri fótboltatreyju í flug- freyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi- uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notaleg- ur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst örygg- isstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flug- mannahúfuna mun flugliðareynsl- an skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hill- una sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökk- ið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlut- skipti.“ alfrun@frettabladid.is EGGERT STEFÁNSSON: VINNUR SEM FLUGFREYJA Í SUMAR Úr fótbolta í flugfreyjuna HÆTTUR Í BOLTANUM Eggert hefur skipt út takkaskónum fyrir flugfreyjuna og líkar vel. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8. 1 Haraldur Flosi Tryggvason. 2 Þrjár. 3 Logi Geirsson. Uppistandarinn Ari Eldjárn hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn í auglýsingum síma- fyrirtækisins Nova. Þeir sem þekkja til Ara segja reyndar að hann sé alls ekki að leika heldur einfaldlega segja sannleikann um reynslu sína sem fótboltaiðkandi. Ari hefur nefnilega mikinn áhuga á íþróttinni en lærði ekki að spila fyrr en á þrítugsaldr- inum … Og aðeins meira um Ara, eða öllu heldur uppistandshóp- inn sem hann tilheyrir, Mið- Ísland. Bergur Ebbi Bene- diktsson, einn af meðlimum hópsins, hóf nýlega störf á auglýsingastofunni Jónsson og Le‘macks. Þar hittir Bergur einmitt fyrrnefndan Ara sem hefur starfað á stofunni síðustu misseri. Bergur mun starfa sem hugmynda- smiður sem ætti henta honum vel enda þekktur fyrir óbeislað ímyndunarafl. Fréttajaxlinn Helgi Seljan er kominn í sumarfrí á RÚV. Hann liggur þó ekki á grænu túni með tærnar upp í loft eins og fjölmargir Íslendingar heldur er hann kominn á sjó. Hann siglir nú um höfin blá á Aðalsteini Jónssyni SU-11 og lætur reglulega vita af sér á bloggsíðu skipsins, þar sem aðrir skipverjar fá oft að kenna á háðsglósum fréttamannsins stríðna. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Mér finnst þetta skemmtilegt framtak – og sniðugt að ætla að hamra járnið á meðan það er heitt og nýta neikvæðu kynninguna sem Ísland hefur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og láta koma eitthvað jákvætt í staðinn,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljóm- sveitarinnar Dikta. Haukur og félagar koma fram á tónleik- um Inspired by Iceland-átaksins sem fara fram að Hamragörðum undir Eyjafjöll- um fimmtudagskvöldið 1. júlí. Tónleikarnir verða þriggja tíma langir og í beinni útsend- ingu á vefsíðu átaksins. Ásamt Diktu koma fram breska hljómsveitin Spiritualized með íslenskri strengjasveit og kór, Seabear, Ami- ina, Steindór Andersen, Lay Low, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Páll á Húsafelli og Parabólur ásamt fleirum. Þá verða sýndar mynd- og hljóðupptökur með Damien Rice, Glen Hansard, Gus Gus, Hjaltalín, For a Minor Reflection og Retro Stefson og fleirum. En er tónlistin rétta leiðin? „Ég held að það sé alls ekki vitlaus hug- mynd,“ segir Haukur. „Tónlist hefur gengið einna best hingað til og handbolti kannski líka – það veit bara enginn hvað handbolti er. Tón- list er eitthvað sem fólk veit hvað er þannig að ég held að það sé mjög sniðugt.“ - afb Dikta bjargar ímynd landsins GULLKÁLFAR Dikta leggur sitt af mörk- um og spilar á tónleikum Ispired by Iceland-átaksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.