Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 2
2 18. júní 2010 FÖSTUDAGUR FLUGVÉLAR Í BIÐSTÖÐU Batahorfur urðu að engu. NORDICPHOTO/AFP ÍTALÍA, AP Alþjóðasamtök flug- vallarrekenda, API, segja tap flugvalla í Evrópu vegna ösku- skýsins frá Eyjafjallajökli nema allt að 300 milljónum evra, en það samsvarar um það bil 47 milljörðum króna. Samtökunum reiknast til að flugvellir í Evrópu hafi orðið af 17 milljónum farþega þessar vikur sem eldgosið truflaði flug- umferð. Þar með hafi batahorf- ur í rekstri flugvallanna í reynd orðið að engu, en á fyrsta árs- fjórðungi hafði farþegum fjölgað um 5,2 prósent. - gb Flugvellir í Evrópu: Milljarðatap vegna ösku ELDGOS Stórlega hefur dregið úr hæð gufumakkarins úr Eyja- fjallajökli, en hann nær nú ein- ungis 100 metra hæð. Til samanburðar fór mökkur- inn í rúmlega tveggja kílómetra hæð í lok maí. Hvorki eðjuflóð né gjóskufall hafa mælst á síðustu dögum. Hækkun á vatnsborði í gígnum hefur líklega ekki verið meiri en einn til tveir metrar. Nái yfirborð að hækka um meira en tuttugu metra frá því sem nú er, hafa safnast um þrjár milljónir rúm- metra af vatni í gíginn. - sv Eldgosið í Eyjafjallajökli: Mjög lítil virkni SPURNING DAGSINS FJÖLMIÐLAR Falin skilaboð um að Jón Gnarr verði ráðinn af dögum má finna í svokallaðri orðaleit nýj- asta heftis tímaritsins Vikunnar sem kom út á miðvikudag. „Gnarr verður skotinn“ fullyrðir orðaleit- in í þriðju neðstu línu. Setningin er ekki meðal uppgefinna leitar- orða. Lögreglunni hafði ekki bor- ist tilkynning um morðhótun vegna þraut- arinnar þegar Fréttablaðið hafði samband við Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjón í gær. „Þetta er eitthvað nýtt, sem ég kann- ast ekki við að hafa séð áður, að svona hótun sé falin í texta af þessu tagi. Er hægt að taka þessu sem hótun? Ég átta mig ekki alveg á þessu,“ segir Geir Jón. „Yfirleitt er þetta borið þannig fram að tilgangurinn er að skelfa – að láta vita með óyggjandi hætti að eitthvað standi til – til að skapa ókyrrð,“ segir Geir Jón. „En allt sem við fáum í okkar hendur skoð- um við rækilega, athugum bak- grunninn og skoðum hvort eitt- hvað mark sé á takandi,“ bætir hann við. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, sem var yfirlýstur stuðningsmað- ur Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar, segist þess hins vegar fullviss að hugur fylgi ekki máli hjá höf- undi orðaleitarinnar. Nýbakaður borgarstjóri hafi enga ástæðu til að óttast óðan þrautasmið. Henni kæmi ekki á óvart þótt höfundurinn hefði sjálfur kosið Jón Gnarr í nýafstöðnum kosningum. „Sá sem býr til þessar þraut- ir hjá okkur er mikill húmoristi. Hann er alltaf með eitthvað svona grín fyrir sjálfan sig. Það hefur enginn fattað það hingað til,“ segir Elín. Hún frétti ekki af málinu fyrr en eftir að blaðið kom úr prent- un. „Mér finnst þetta fara aðeins yfir strikið, ég verð nú að við- urkenna það. En er Gnarr ekki þekktur fyrir að fara yfir strikið líka? Þannig að þetta er kannski bara viðeigandi.“ Ekki náðist í Jón Gnarr vegna máls- ins í gær. stigur@frettabladid.is Gnarr hótað lífláti í orðaleit Vikunnar Finna má setninguna „Gnarr verður skotinn“ í orðaþraut í Vikunni. Málið verður skoðað rækilega, segir yfirlögregluþjónninn Geir Jón Þórisson. Ritstjóri Vikunnar segir enga alvöru fylgja hótuninni. Höfundurinn sé mikill húmoristi. GEIR JÓN ÞÓRISSON ELÍN ARNAR GNARRVERÐURSKOTINN Þessi dulda hótun veldur lögreglunni heilabrotum. Mér finnst þetta fara aðeins yfir strikið, ég verð nú að viðurkenna það. ELÍN ARNAR RITSTJÓRI VIKUNNAR Eggert, ertu þá búinn að ná hærra en bræður þínir? „Já, það má segja að ég sé bókstaf- lega búinn að toppa þá. En ekki á íþróttasviðinu.“ Knattspyrnukappinn Eggert Stefánsson hefur lagt takkaskóna á hilluna og gerst flugfreyja. Eggert er bróðir handbolta- stjörnunnar Ólafs Stefánssonar og körfuknattleiksmannsins Jóns Arnórs Stefánssonar. ÍSRAEL, AP Ísraelsstjórn ákvað á fimmtudag að létta aðeins á ein- angrun Gasasvæðisins. Meðal annars verði framvegis heimilt að flytja matvæli þang- að án takmarkana og eitthvað af byggingarefnum, þótt áfram verði takmarkanir á innflutningi bygg- ingarefna af ótta Ísraela við að Gasabúar noti þau til að styrkja hernaðarmannvirki. Ísrael tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðgast við bandaríska og evrópska embættismenn. Viku áður hafði Barack Obama Banda- ríkjaforseti sagt að einangrun Gasa geti ekki staðist til lengdar. Hjálparsamtök ætla innan tíðar að senda annan skipaflota með hjálpargögn til Gasa. - gb Ísraelar gefa að hluta eftir: Draga úr ein- angrun á Gasa SVÍÞJÓÐ, AP Tignir gestir streyma til Stokkhólms þar sem haldið verður konunglegt brúðkaup á morgun. Viktoría krónprinsessa og einkaþjálfari hennar, Daniel Westling, hyggjast ganga í það heilaga í dómkirkjunni, sem nýbú- ið er að gera lagfæringar á. Von er á nærri þúsund gestum og ekkert verður til sparað, þrátt fyrir að deilur hafi kviknað um íburðinn. „Þetta verður stærsta brúðkaup- ið sem haldið hefur verið í Evrópu í langan tíma,“ segir Roger Lund- gren, sérfræðingur í konungsfjöl- skyldum. „Allir ætla að koma.“ - gb Svíar undirbúa brúðkaup: Von er á nærri þúsund gestum VIKTORÍA OG DANÍEL Eldri systirin geng- ur í hjónaband. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL „Það er full ástæða til þess að horfa björtum augum fram á veginn 17. júní árið 2010,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Jóhanna minntist ársgamalla orða sinna um að glíman við efna- hagsvandann væri í raun ný sjálf- stæðisbarátta og taldi upp þá áfanga sem náðst hafa í endur- reisninni á liðnu ári. Nefndi hún meðal annars að fjármálakerfið hefði verið endurreist og því mót- aður heilbrigður lagalegur grund- völlur, hallinn á ríkissjóði væri umtalsvert minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, atvinnulífinu hafi verið haldið gangandi og að vel- ferðarþjónustan hafi verið varin eins og kostur sé. Jóhanna fjallaði um náttúru og auðlindir landsins og sagði að sér væri efst í huga sá samtakamátt- ur sem þjóðin hefði sýnt við nýleg eldsumbrot. Hún sagði Ólaf bónda á Þorvaldseyri vera táknmynd Íslendinga sem hefðu sigrast á búsifjum, sigrast á náttúruöflum og sigrast á tímabundnu mótlæti. Jóhanna minntist á stöðu stjórn- málanna á Íslandi í kjölfar sveit- arstjórnarkosninganna. „Vitnis- burður okkar í framtíðinni mun að mínu mati fyrst og fremst ráð- ast af því hvernig okkur, kjörnum fulltrúum, tekst að vinna úr þess- ari stöðu,“ sagði Jóhanna. Þá fjallaði Jóhanna um rann- sóknarskýrslu Alþingis og stjórn- lagaþing og taldi mikilvægi hvors tveggja afar mikið. - mþl Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var full bjartsýni í þjóðhátíðarávarpi sínu: Full ástæða til bjartsýni JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gagnrýna refsiaðgerðir Rússnesk stjórnvöld fóru í gær hörð- um orðum um refsiaðgerðir gegn Íran, sem bæði Bandaríkin og Evrópu- sambandið hafa boðað upp á eigin spýtur. Rússar segja þetta geta dregið úr samstarfsvilja þeirra við Vesturlönd um málið. RÚSSLAND ELDSVOÐI Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um þrjú leytið í gær vegna bruna á bílaverkstæði að Skemmuvegi 24 í Kópavogi. Kviknað hafði í bíl inni í húsinu og hafði eldurinn aðeins náð að breiðast út. Slökkvi- liðið mætti snemma á staðinn og reykkafar- ar fóru inn í húsið til að slökkva eldinn sem tókst án mikilla vandræða. Bíllinn eyðilagð- ist og einhverjar reykskemmdir urðu inn- anhúss. Auk þess sprungu rúður í húsinu en engin slys urðu á fólki. Í fyrradag kviknaði í rútu við Smiðju- veg í Kópavogi, stutt frá bílaverkstæðinu sem brann í dag. Ekki er vitað hvort málin tengjast. - mþl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út að Skemmuvegi í Kópavogi í gær: Kviknaði í bíl á bílaverkstæði SLÖKKVILIÐIÐ Á VETTVANGI Greiðlega gekk að slökkva eldinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.